Molar um málfar og miðla 1534

Alvarleg líkamsárás kom inn á borð lögreglunnar í nótt, var sagt í hádegisfréttum Bylgjunnar (02.08.2014). Molaskrifara finnst þetta heldur klaufalega orðað. Nema slegist hafi verið á borði lögreglunnar. Annarsstaðar var að sagt að fimmtíu mál hefðu komið inn á borð lögreglunnar. Hlýtur að vera nokkuð stórt borð. Málin komu til kasta lögreglunnar, hefði til dæmis …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1533

  Í kvöldfréttum og Spegli Ríkisútvarps (31.07.2014) var margsinnis talað um gjaldfall Argentínu. Molaskrifari er sammála málglöggum hlustanda, sem vakti athygli hans á þessu. Hann sagði: Skuldir geta gjaldfallið,en skuldarar gjaldfalla ekki. Greiðslufall verður, ef skuld er ekki greidd á réttum tíma. Skuldir sem komast í vanskil, eru gjaldfallnar. Skuldarar gjaldfalla ekki. – Allt var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1532

Tafir hafa nú þegar ollið alvarlegum truflunum, var sagt í hádegisfréttum Ríkisútvarps á miðvikudag (30.07.2014). Sögnin að valda veldur sumum fréttaskrifurum erfiðleikum. Málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins ræður greinilega illa við að kenna mönnum rétta notkun sagnarinnar. Tafir hafa nú þegar valdið alvarlegum truflunum. Sögnin að olla er ekki til í íslensku.   Sölvi fréttaþulur Stöðvar tvö (30.07.2014) …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1531

Málglöggur hlustandi vakti athygli Molaskrifara á því að í fréttum Ríkisútvarps (28.07.2014) hefði verið tekið svo til orða að það bætti úr sök. Molaskrifari hnaut reyndar einnig um þetta orðalag. Hér hefur fréttaskrifari, að mati Molaskrifara, ruglað saman tveimur orðatiltækjum, sem því miður gerist nokkuð oft. Talað er um að eitthvað komi ekki að sök, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1530

Síðbúnar þakkir til, Ríkissjónvarpsins fyrir að endursýna 20. júlí þátt um dr. Sigurð Nordal frá árinu 2012. Þátturinn var einstaklega vel og smekklega gerður, – eiga allir þeir sem því verki komu hrós skilið. Molaskrifari ætlaði að horfa á þáttinn í mikið auglýstri tímavél í Sjónvarpi Símans. Það var ekki hægt. Í spjaldtölvu var þátturinn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1529

Molavin skrifaði (25.07.2014): “ Hann bragðaði á hákarli og sviði og skoðaði Hallgrímskirkju áður en hann gekk niður að sjó.“ (Vísir 25.7.14). Fréttabarnið er svo stolt af þessari þekkingu sinni á eintölu sviða, að það setur fullt nafn sitt við fréttina. Kannski er nú hægt að segja að þeir, sem kvíða því að bragða íslenzkan þorramat …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1528

Í fréttayfirliti og fyrstu frétt í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag (26.07.2014) talaði fréttaþulur/fréttamaður um hæstlaunuðustu (skattgreiðendur). Hæstlaunuðu hefði dugað. Sami fréttamaður las frétt um makrílveiðar og sagði: ,,.. þegar veiðarnar ná hámæli”. Ná hámarki átt hann sjálfsagt við.  Ef eitthvað kemst í hámæli, er það altalað, eitthvað sem allir vita. Fleiri hnökrar voru á lestrinum. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1527

Molum barst eftirfarandi ágæt hugleiðing frá jt: ,,Til eða frá. Stundum má sjá og heyra í fréttum af vegamálum að vegur liggi frá A til B. Betur færi að segja að vegur liggur milli A og B. Yfirleitt er nefnilega hægt að komast í báðar áttir á vegum og götum – nema þar sem er einstefna – og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1526

  Ríkissjónvarpið okkar er greinilega komið í harða læknasápusamkeppni við Stöð tvö. Sýnir læknasápu á sömu dögum, nánast á sama tíma, – efnislega er þetta kynnt sem vinsæl þáttaröð um líf og störf skurðlækna sem berjast fyrir lífi sjúklinga sinna. Um það er ekki að deila að þetta er auðvitað mikill menningarauki. En er það …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1525

  Á bls. 2 í DV (22.07-25.07.2014) segi :,, Ef hann hefði ekki farið í þessa aðgerð til að fjarlægja höfuðkúpuna þá hefði hann bara dáið.” Svo er látið líta út sem þetta sé tilvitnun í frétt, tekið úr frétt á síðunni.  Svo er ekki. Fjarlægja höfuðkúpuna?  Ekkert eftirlit. Ekkert aðhald. Í fréttinni er  talað …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts