Molar um málfar og miðla 1417

  Rafn benti á þessa frétt á pressan.is , þar sem segir meðal annars: Viðskiptajöfnuðurinn hefur aldrei verið meiri en hann nam 133,9 milljörðum danskra króna 2013 sem er 24,7 milljörðum meira en árið áður. Sjá: http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/danmork-vidskiptajofnudurinn-slo-oll-met-2013 Rafn segir: ,,Er þessi frétt ekki dæmi um ójöfnuð fremur en jöfnuð?? Fréttin er af vef Pressunnar. Þetta …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1416

  Af mbl.is (15.02.2014): Töluvert magn af loðnu virðist vera í sjónum suður af landinu, og hefur hún rekið á land á fjöruna sem tilheyrir Fagradal í Mýrdal austan við Vík. Hvað rak loðnan á land? Loðan rak ekkert á land. Loðnuna rak á land.  http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/02/15/lodnureki_a_fagradalsfjoru/   Meira af mbl.is (16.02.2014): Á þessari leið braut …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1415

Eldfjallið gaus í gærnótt, sagði fréttamaður Stöðvar tvö á föstudagskvöld (14.02.2014). Æ algengara að heyra þetta. Hvenær var þessi gærnótt? Kunna menn ekki lengur að segja í fyrri nótt eða nótt sem leið? Sennilega ekki.   Meira úr sama fréttatíma um þá sem dæmdir voru í hinu svokallaða Stokkseyrarmáli. Sagt var um þrjá sakborninga, að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1414

Kristinn Ágúst Þórsson þakkar Molaskrif og segir í tölvubréfi (13.02.2014): ,,Nú er ég af þeirri kynslóð sem þambar gosdrykki af gríð og erg, kannski meira en góðu hófi gegnir. Mér þykir það skjóta skökku við að ölgerð sú er kennir sig við eitt merkasta skáld sem uppi hefur verið hér á landi skuli framleiða gosdrykk …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1413

    Molavin skrifaði (13.02.2014): „Formaður Viðskiptaráðs þykir heppilegra að ljúka aðildarviðræðum…“ segir í undirfyrirsögn viðskiptablaðs Mbl. í dag 13. feb. Mistök af þessu tagi, sem enginn virðist prófarkalesa, eru að verða daglegt brauð í fjölmiðlum. Er hugsanleg skýring sú að fréttaskrif séu að mestu að verða í höndum ungs fólks, sem er vanast því að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1412

Steini skrifaði Molum og benti á þessa frétt á dv.is (11.02.2014): http://www.dv.is/frettir/2014/1/30/logreglan-med-lysingu-manni-sem-grunadur-er-um-ad-byrla-fyrir-stulkum/ ,, Blaðamaður á við að umræddur aðili hafi eitrað fyrir stúlkum. Eða byrlað þeim eitthvað. Ekki byrla fyrir þeim. Annað, þessu skylt. Ekki rétt að taka svo til orða að tilkynnt hafi verið UM eitthvað. Heldur að eitthvað hafi verið tilkynnt. Fallegri íslenska.” …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1411

Molalesandi skrifaði vegna Eimskipafélagsmyndarinnr sem sýnd í Ríkissjónvarpinu sl. sunnudagskvöld (09.02.2014): ,,Sæll Eiður. Mig langaði að gauka að þér mola, vegna skrifa um Eimskipa-þáttinn á RÚV. Í þættinum var með ótrúlegum hætti skautað framhjá atriði varðandi strand Vikartinds. Fullyrðingin í þættinum var eitthvað á þá leið að Gæslan hefði bjargað skipverjum en seinna hefði komið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1410

  Vinur Molanna skrifaði: ,, Finnst einhvern veginn hálf ankannaleg, þessi setning Illuga Jökulssonar á Fésbók i dag: ,,En mikið hefur þá forsetann og nafna minn sett ofan við að taka þátt í þessu leikriti Pútins.”   Kannski er ekkert athugavert við þetta, en mér hefði þótt eðlilegra að segja að ÞEIR hafi sett ofan”. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1409

Góðvinur Molanna í Osló, Helgi Haraldsson, prófessor emerítus sendi eftirfarandi (08.02.2014) vegna fréttar á vefnum dv. is: ,,Það er nógu slæmt að vera með fæðingargalla þó hann sé ekki meðfæddur í þokkabót! http://www.dv.is/folk/2014/2/8/stritt-vegna-augnanna-NV6LPS/ Molaskrifari þakkar Helga sendinguna.   Það var góð tilbreyting á laugardagskvöldið (08.02.2014) þegar Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur í Ríkissjónvarpinu sagði okkur veðurfréttir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1408

Ólafur Sindri skrifaði (006.02.2014): ,,Á vef DV birtist í dag frétt undir fyrirsögninni „Sviðin hækka í Bónus“ (http://www.dv.is/neytendur/2014/2/6/svidin-haekka-i-bonus-4GEFU7/). Heyr á endemi. Hvað hækka sviðin? Kastar svo tólfunum í sjálfri fréttinni þar sem hækkunin er útskýrð með því að „sviðin frá þeim birgja sem Bónus kaupir af voru búin“ – þessi fréttabörn ættu e.t.v. ekki að …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts