Molavin skrifaði (05.02.2014): ,,Sagt er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag 5. feb. að hinum danska Michael Laudrup hafi verið sagt upp starfi knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarliðsins Swansea. Swansea varð fyrst welskra liða til þess að komast í ensku úrvalsdeildina en það gerir Wales-búa ekki að Englendingum né lið Swansea borgar enskt.” Molaskrifari þakkar bréfið. Aldeilis dæmalaus …
Molar um málfar og miðla 1406
Danska sjónvarpið DR 2 sýndi á þriðjudagskvöld (04.02.2014) afar athyglisverða heimildamynd, Leikar Pútíns um undirbúning vetrarólympíuleikanna í Sochi eða Sotji. Um sukkið, sviínaríð og spillinguna í kringum undirbúningsframkvæmdirnar og sitthvað fleira. Meðal annars var rætt við andófsmanninn Gary Kasparov. Ekki varð betur séð en sjónvarpsstöðvar í mörgum löndum hefðu komið að gerð myndarinnar. Sama …
Molar um málfar og miðla 1405
Molavin skrifaði (03.02.2014): ,,Ferðamálastofa kunngjörir á heimasíðu sinni að Elías Bj. Gíslason hafi verið skipaður ferðamálastjóri í fjögurra mánaða starfsleyfi þeirrar konu, sem gegnir embættinu. Þetta er svo orðað á heimasíðu Ferðamálastofu en hljómar þó einkennilega, þar sem ætla mætti að viðkomandi hafi verið settur tímabundið í embætti. Ferðamálastofa ætti að hafa þetta á hreinu”. Molaskrifari …
Molar um málfar og miðla 1404
Ævinlega finnst Molaskrifara jafngaman að sjá myndir frá gömlum tíma hér á landi. Þess vegna, meðal annars,var fengur að myndinni um Eimskipafélag Íslands, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld (02.02.2014). Margt fróðlegt þar. Nokkrir hnökrar voru þó í texta og misræmi á tveimur stöðum. Annarsvegar varðandi það hvenær siglingar hófust vestur um haf. …
Molar um málfar og miðla 1403
Molalesandi skrifaði (31.01.2014): ,,Sat við skriftir í nótt og hafði útvarpið opið dágóða stund, Rás 2. Rödd kom inn á heila tímanum og sagði skilmerkilega að ég væri að hlusta á Rás 2 og hvað klukkan var. (þetta gerði viðkomandi á heila tímanum kl. 4, 5 og 6) – Sama rödd kynnti veðurfréttir. Undarlegt …
Molar um málfar og miðla 1402
Athugull lesandi benti Molaaskrifara á þessa frétt á visir.is (30.01.2014): http://visir.is/brynjolfur-haettir-hja-framtakssjodnum/article/2014140139896 Í fréttinni segir: ,,Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands mun láta frá störfum eftir aðalfund sjóðsins þann 27. mars næstkomandi. Brynjólfur óskaði eftir því við stjórnina að láta að störfum og hefur hún fallist á beiðni hans.” Brynjólfur ætlar að láta af störfum, – hætta …
Molar um málfar og miðla 1401
Úr frétt á mbl.is (30.01.2014) um að mæðgin sitji bæjarstjórnarfund í Þórshöfn í Færeyjum. Í fréttinni segir … : Halla Samuelsen, bæjarfulltrúi, mun forfallast á fundinn í kvöld, … Þetta er klúðurslegt orðalag að ekki sé nú meira sagt. Gott hefði verið að segja til dæmis: Halla Samuelsen getur ekki sótt fundinn í kvöld. http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/01/30/maedgin_i_baejarstjorn_thorshafnar/ …
Molar um málfar og miðla 1400
Í fréttum Stöðvar tvö (28.01.2014) var talað um þrjú gatnamót við Miklubraut. Fleiri tóku eftir þessu. Gunnar skrifaði (28.01.2014): ,,Í fréttum Stöðvar 2, 28. janúar sl. talaði Þorbjörn Þórðarson um „þrjú gatnamót“, en það er ambaga. Gatnamótin eru „þrenn“. Orðið „gatnamót“ er ekki til í eintölu, aðeins í fleirtölu. Í sama fréttatíma talaði fréttamaðurinn …
Molar um málfar og miðla 1399
Viðtal Egils Helgasonar við Guðrúnu Johnsen, lektor í Ríkissjónvarpinu á mánudagskvöld (27.01.2014) er að líkindum áhugaverðasta og fróðlegasta viðtalið sem birst hefur um eðli og orsakir hrunsins. Af því sem Molaskrifari hefur og séð að minnsta kosti. Þar var fjallað um bók hennar: „Bringing down the banking system – lessons from Iceland,“ . Þessi bók …
Molar um málfar og miðla 1398
Skúli sendi úrklippu úr Monitor, fylgiriti Morgunblaðsins (24.01.2014): ,,Sæll Eiður. Ég sendi þér hér úrklippu af mbl.is í dag. ,,Samt sem áður langar honum til þess…….“ Ég get skilið að það læðist inn villur í texta á netmiðlana, en mér finnst ótrúlegt að þágufallsveikin geti ekki a.m.k. verið undanskilin.” Molaskrifari þakkar Skúla bréfið. Skrifin má …