Molavin skrifaði: ,,Einn af hátt settustu…(valdamönnum í Kína)“ sagði fréttamaður Stöðvar 2 í kvöld 24.01. Ef til vill er þetta hugsunarleysi, ef til vill þekkingarleysi. Lýsingarorðið ,,hár“ stigbeygist og gæti því orðið ,,hátt settur“ – ,hærra settur“ eða ,,hæst settur.“ En ekki , ,settastur.“ En eftir situr að enginn ritstýrir, leiðréttir eða gerir athugasemd. …
Molar um málfar og miðla 1396
Í sjónvarpinu auglýsir Ríkisútvarpið ( t.d. 22.01.2014) frumflutning þriggja nýrra íslenskra útvarpsleikrita. Heiti leikritanna eru öll höfð í nefnifalli enda þótt þau ættu að fallbeygjast samkvæmt reglum og eðli máls. Hvað yrði sagt ef Þjóðleikhúsið auglýsti: Frumsýnum Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness á þriðjudagskvöld. Þetta er alveg hliðstætt. Hvað er málfarsráðunauturinn að sýsla? Kannski var hann …
Molar um málfar og miðla 1395
Gunnar skrifaði (22.01.2014): ,,Á visir.is skrifar Ellý Ármanns frétt um pilt sem slasaðist í Bláfjöllum. Hann er í tvígang kallaður „Máni Örn Arnarson“ en í sömu frétt er viðtal við föður hans, sem sagt er að heiti „Arnar Már Þórisson“. Sé það rétt er drengurinn Arnarsson. Annars héti faðir hans Örn. Lágmark að fara rétt …
Molar um málfar og miðla 1394
Úr frétt um flugvélakaup á mbl.is (21.01.2014): … til að mæta aukinni eftirspurn eftir sparsömum flugvélum, … Hér hefur eitthvað skolast til. Flugvélar eru ekki sparsamar. Átt er við sparneytnar flugvélar, vélar sem nota lítið eldsneyti. Þorvaldur G. skrifaði eftirfarandi við Molana á blog.is (21.04.2014): ,,Sæll Eiður og þakkir fyrir gullmolana Í gær var minnst …
Molar um málfar og miðla 1393
Gunnar skrifaði (20.01.2014): ,,Á vefsíðunni visir.is stendur nú: „Þorteinn Hjaltested krafðist þess að Kópavogsbær greiddi honum tæpa 7 króna milljarða króna fyrir vanefndir í Vatnsendamálinu.“ Þarna hefur einhver flýtt sér of mikið.” Molaskrifari þakkar Gunnari bréfið. Úr frétt Ríkisútvarpsins (20.01.2014) um nasistamálið: ,,Einar segir að þeir hjá HSÍ vilji heyra hvernig Austurríkismönnum líði með …
Molar um málfar og miðla 1392
Molalesandi skrifaði (20.01.2014): ,,Þú skrifar um málfar fjölmiðla – hvað teljist vera góð íslenska og hvað miður góð. Þar hefur þú m.a. barist við að reyna að leiðrétta það orðalag íþróttafréttamanna að segja ,,að sigra keppni“ í stað þess að segja „að sigra í keppni“. Hingað til hefur þú ekki þurft að berjast við …
Molar um málfar og miðla 1391
Það er búið að segja svo margt um einstaklega ósmekkleg og óviðeigandi ummæli þáttastjórnanda í svokallaðri EM-stofu Ríkissjónvarpsins um frammistöðu íslenska handboltaliðsins gegn Austurríki að litlu er þar við að bæta. Ummæli af þessu tagi eru sem betur fer einsdæmi. Það eina sem Molaskrifari furðar sig á er að íþróttafréttamaðurinn skuli enn starfa fyrir …
Molar um málfar og miðla 1390
Í fréttum Ríkisútvarps um eiturlyfjamál í Mexíkó (16.01.2014) var talað um að gera eiturlyfjahring upptækan! Þetta var seinna leiðrétt og talað um að uppræta eiturlyfjahring. Ólafur Þórir skrifar (16.0001.2014): http://www.visir.is/telur-ad-fleiri-hafi-misnotad-modur-sina/article/2014140119069 Mér finnst þetta frekar fáránlegt. „Telur að móðir sín hafi verið misnotuð af fleiri mönnum“ held ég að sé betra. Hvað finnst þér? – …
Molar um málfar og miðla 1389
Mikill fjöldi pappírs , sagði Jóhann Hlíðar Harðarson í kvöldfréttum Ríkissjónvarps (15.01.2014): ,, Það gefur því auga leið að mikill fjöldi pappírs fer til spillis í þessu ferli.” Mikið magn pappírs, hefði hann fremur átt að segja. http://www.ruv.is/frett/pappirssoun-i-haestaretti Til hvers starfar málfarsráðunautur við Ríkisútvarpið? Er ekki hægt að takmarka endalaust og innihaldslaust fjas um …
Molar um málfar og miðla 1388
Ríkisútvarpið fær hrós fyrir stundvísi í dagskrá. Stundum hlustar Molaskrifari á útvarpsfréttir og horfir samtímis á BBC World Service fréttarásina. Það bregst ekki að fréttir beggja stöðva hefjast á sömu sekúndunni. Stundvísi Ríkissjónvarpsins er oft ábótavant. Ekki tókst til dæmis að láta seinni fréttir byrja á slaginu tíu á þriðjudagskvöld (14.10.2014) og í gærkveldi (15.01.2014) …