Gunnar skrifaði (13.01.2014): ,,Á dv.is stendur: Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3-4 sæti í flokksvali Samfylkingarinnar vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Það er allt gott og blessað, en er ekki nóg að konan fái eitt sæti á listanum? Er nokkur þörf á að sama manneskjan fái þrjú …
Molar um málfar og miðla 1386
Enn reka dauðar kýr á land í Danmörku og Svíþjóð, sagði í fyrirsögn á pressan.is (11.01.2014): http://www.pressan.is/Frettir/Lesa_Erlent/enn-reka-daudar-kyr-a-land-i-danmorku-og-svithjod Ekki fylgdi það sögunni hvað kýrnar ráku á landi. Fyrirsögnin hefði átt að vera: Enn rekur dauðar kýr á land í Danmörku og Svíþjóð. Úr frétt á mbl.is (11.01.2014) um öryggismál á Litla Hrauni: Þá …
Molar um málfar og miðla 1385
Í fylgiblaði Morgunblaðsins um Hafnarfjörð og Garðabæ (10.01.2014) er greint frá því að Garðabær hafi endurnýjað vátryggingasamning við VÍS. Þar segir: Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að VÍS hafi boðið best og ,,engar vöfflur á okkur að ganga til áframhaldandi samninga”.Engar vöfflur! Hvorki með sultu eða rjóma! Sá sem hér hefur haldið á penna þekkir …
Molar um málfar og miðla 1384
Það er fokið í flest skjól þegar þeir sem skrifa fréttir á mbl.is tala um ,,að versla sér”, – ,,Aðspurður segir hann fólk á öllum aldri versla sér mannbrodda. „Það var t.a.m. einn hér um daginn sem var að fara að spila fótbolta og vildi standa í lappirnar í leiknum.“ http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/01/09/halkuslys_tepptu_rontgendeild/ Gunnar skrifaði …
Molar um málfar og miðla 1383
Skúli skrifaði (08.01.2014): ,,Mikið fer skammstöfunin BNA í taugarnar á mér og af tveim ólíkum ástæðum. Í fyrsta lagi er þetta skammstöfun á rangnefni Bandaríkja Ameríku. Það er ekkert Norður í USA. Einhver Íslendingur hefur tekið að sér að leiðrétta heimamenn þarna og ekki auðvelt að koma auga á ástæðu þess. Í öðru lagi eru …
Molar um málfar og miðla 1382
Orðavinur skrifaði (07.01.2014): ,,Það má næstum því hlæja að þessari frétt á DV: http://www.dv.is/frettir/2014/1/6/handsomudu-unga-stulku-sem-var-klaedd-i-sprengjuvesti/. Ætli að Google hafi þýtt?” Ekki ósennilegt að þetta sé rétt tilgáta. Google hafi að minnsta kosti komið að þýðingunni, – enda ódýrt vinnuafl. Orðið sérfræðingur er nú orðið nær eingöngu notað í fréttum Ríkissjónvarps um þá sem eru taldir …
Molar um málfar og miðla 1381
Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga í Norðurfirði skrifaði Molum (06.01.2014): ,,Mig langar að koma á framfæri athugasemd við málfar; Veðurfræðingar sumir og kannske allir, sem flytja okkur veðurfréttir tala eðlilega um veður og veðurfar. Sá sem sagði okkur fréttirnar í kvöld sagði: ,,Þetta er búið að vera langt, eða langvinnt áhlaup“ Ég ólst upp við …
Molar um málfar og miðla 1380
Frá Molavin: ,,Á vef ruv.is 6.1.14 segir í fréttafyrirsögn: Segja Mugabe ekki á banlegunni. Einkennilega til orða tekið. Hann gæti verið á banabeði eða legið banaleguna.” Rétt ábending. Sjá: http://www.ruv.is/frett/segja-mugabe-ekki-a-banalegunni. Þetta var enn óleiðrétt á vef Ríkisútvarpsins undir kvöld í gær. Mikil velta með hlutabréf Reginn í dag, segir í fyrirsögn á visir.is (06.01.2014): http://www.visir.is/mikil-velta-med-hlutabref-reginn-i-dag/article/2014140109420 Hér …
Molar um málfar og miðla 1379
Í átta fréttum Ríkisútvarps (03.01.2014) var sagt frá óveðri, stórhríð og mikilli ofankomu á austurströnd Bandaríkjanna. Sagði fréttamaður að búist væri við að hiti færi niður í 13 gráður á Celsius í New York. Það þætti nú bærilegur janúarhiti í þeirri borg! Hér hefur eitthvað skolast til. Bandaríkjamenn nota ekki Celsius kvarðann eins og við …
Molar um málfar og miðla 1378
Molavin skrifaði (02.01.2014): ,,Svo segir í fyrirsögn á dv.is (2.1.14): ,,Vann 90 milljónir í Víkingalottói. Vinningshafinn kemur frá Finnlandi“ Samkvæmt orðanna hljóðan mætti ætla að hinn heppni væri væntanlegur hingað til lands frá Finnlandi. Af öðrum netmiðlum má skilja að hann sé finnskur. Það er engu líkara en að það sé að verða venja að tala um …