«

»

Molar um málfar og miðla 409

 Í fréttum Ríkissjónvarpsins (20.09.2010) var talað um bavarískan prins  (e. Bavarian). Orðið bavarískur er ekki til  í íslensku. Sá sem er  frá Bæjaralandi, eins og  hér var um rætt,  er bæverskur. Nýir fréttamenn falla í gamlar gryfjur vegna þess að enginn segir þeim til eða les yfir það sem þeir skrifa.

Stundum hefur verið  vikið hér að tískuorðtökum, sem allt í einu skjóta upp kollinum og hver étur eftir öðrum. Sum lifa. Önnur hverfa Nú tíðkast mjög að segja að menn  geri eitthvað eins og  enginn sé morgundagurinn.  Þetta  á við það þegar  menn gera  eitthvað algjörlega taumlaust og  án allrar fyrirhyggju. Þetta er  beint úr ensku, –  like there is  no tomorrow.  Sama máli  gegnir líklega um slagorð olíufélagsins,sem  talar  í auglýsingum um að veita  viðskiptavinum sínum afslátt alveg vinstri hægri. Gefið er í skyn að   afslátt, og hann ríflegan,  sé víða að fá.

Kartöflumús,sem fær hvert mannsbarn til að slefa yfir, skrifar fastur Pressupenni (20.09.2010). Og segir svo: Kartöflumús er ekki bara góð með pottréttum og reyktum fiski því þær blása lífi í hefðbundnar kjötmáltíðir ef soðnum kartöflum er skipt út fyrir mús.  Höfundur er sennilega að skrifa um kartöflumýs, eða hvað ?

   Ragnar Eiríksson segist hafa verið að safna í sarpinn. Hann sendi eftirfarandi:

DV 13.sept., 2010
Ancelotti: Abramovich ekkert svo áþjáður að vinna Meistaradeildina
„Ég tala oft við Roman og hann er ekkert sérstaklega áþjáður að vinna
Meistaradeildina. Hann vill vinna allt, en hann er ekki örvæntingarfullur.
Ég finn ekki fyrir neinni pressu. Ég kýs að setja sjálfan mig undir pressu
því ég vil vinna,“ segir Ancelotti en Chelsea-liðið spilar gegn MSK Zilina á
miðvikudag í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Bæjarins Besta
bb.is | 16.09.2010 | 14:06
Vopnaður kökukefli og kjöthamar

DV
 16:13 > 16. september 2010
 Íslenk lán sem áður voru bundin gengistryggingu skulu bera óverðtryggða
vexti Seðlabanka Íslands.
Málið hefur velgst í dómskerfinu í allt sumar

Svipan 17. sept. 2010
Stjórnarliðarnir í sáttanefndinni voru nauðbeygðir af LÍÚ og
Sjálfstæðisflokknum

Í fréttum Ríkissjónvarpsins (20.09.2010) var talað um bavarískan prins  (e. Bavarian). Orðið bavarískur er ekki til  í íslensku. Sá sem er  frá Bæjaralandi, eins og  hér var um rætt,  er bæverskur. Nýir fréttamenn falla í gamlar gryfjur vegna þess að enginn segir þeim til eða les yfir það sem þeir skrifa.

Stundum hefur verið  vikið hér að tískuorðtökum, sem allt í einu skjóta upp kollinum og hver étur eftir öðrum. Sum lifa. Önnur hverfa Nú tíðkast mjög að segja að menn  geri eitthvað eins og  enginn sé morgundagurinn.  Þetta  á við það þegar  menn gera  eitthvað algjörlega taumlaust og  án allrar fyrirhyggju. Þetta er  beint úr ensku, –  like there is  no tomorrow.  Sama máli  gegnir líklega um slagorð olíufélagsins,sem  talar  í auglýsingum um að veita  viðskiptavinum sínum afslátt alveg vinstri hægri. Gefið er í skyn að   afslátt, og hann ríflegan,  sé víða að fá.

Kartöflumús,sem fær hvert mannsbarn til að slefa yfir, skrifar fastur Pressupenni (20.09.2010). Og segir svo: Kartöflumús er ekki bara góð með pottréttum og reyktum fiski því þær blása lífi í hefðbundnar kjötmáltíðir ef soðnum kartöflum er skipt út fyrir mús.  Höfundur er sennilega að skrifa um kartöflumýs, eða hvað ?

   Ragnar Eiríksson segist hafa verið að safna í sarpinn. Hann sendi eftirfarandi:

DV 13.sept., 2010
Ancelotti: Abramovich ekkert svo áþjáður að vinna Meistaradeildina
„Ég tala oft við Roman og hann er ekkert sérstaklega áþjáður að vinna
Meistaradeildina. Hann vill vinna allt, en hann er ekki örvæntingarfullur.
Ég finn ekki fyrir neinni pressu. Ég kýs að setja sjálfan mig undir pressu
því ég vil vinna,“ segir Ancelotti en Chelsea-liðið spilar gegn MSK Zilina á
miðvikudag í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Bæjarins Besta
bb.is | 16.09.2010 | 14:06
Vopnaður kökukefli og kjöthamar

DV
 16:13 > 16. september 2010
 Íslenk lán sem áður voru bundin gengistryggingu skulu bera óverðtryggða
vexti Seðlabanka Íslands.
Málið hefur velgst í dómskerfinu í allt sumar

Svipan 17. sept. 2010
Stjórnarliðarnir í sáttanefndinni voru nauðbeygðir af LÍÚ og
Sjálfstæðisflokknum

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>