«

»

Molar um málfar og miðla 453

Úr mbl. is (07.11.2010) Hvalur hefur flutt út 631 tonn af fullverkuðum langreyði til Japans í ár. Hér hefur eitthvað skolast til hjá þeim sem skrifaði því  hvalaheitið langreyður er kvenkyns orð. Hér hefði því átt átt að standa: …  af  fullverkaðri  langreyði. 

Úr dv.is (07.11.2010): Hann segist vera orðinn langþreyttur á því meinta ofbeldi sem hælisleitendur í Evrópu mega þola. Þetta  finnst Molaskrifara dálítið einkennilegt orðalag.

Viðvaningar eru oft á  vöktum um helgar. Eftirfarandi er úr  dv.s  (07.11.2010): …sagði þetta hafa verið einn af hrikalegustu rannsóknarvettvangum sem hann hafi unnið við.  Og þetta: Þá heyrði (hér vantar orðið  hún  í textann)  skringileg hljóð úr þvottavélinni sem átti í erfiðleikum með gang.  Ekki gott.

Úr mbl. is  (07.11.2010):  Hópur erlendra fjárfesta hótar íslenskum stjórnvöldum málsókn vegna setningu neyðarlaganna …Hér  ætti að mati Molaskrifara að   segja: … vegna  setningar  neyðarlaganna.  Vegna einhvers.

 Molaskrifari sleppti því að mestu að horfa á  endurtekið efni í Silfri Egils (07.11.2010), Árna Pál, Bjarna Ben. og Lilju  Mósesdóttur. Þar voru bara spilaðar gamlar plötur.  Gaman að  sjá og  heyra,minn gamla kunningja, Högna Hoydal. Flokkur hans  heitir  reyndar Thjóðveldi, en ekki Þjóðveldisflokkurinn. Högni hefur reynst endingarbestur allra  færeyskra stjórnmálamanna. Molaskrifari vonar að  yfirmenn í Efstaleiti hafi hlustað á  norska útvarpsstjórann í Silfrinu. Einkum það sem hann sagði um mál og menningu. Ríkisútvarpið ohf er á villigötum. Líklega yrði uppreisn í Noregi ,ef NRK endursýndi tvær gamlar bíómyndir á laugardagskvöldi!

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>