Stundum er eins og blaðamenn haldi að fyrsta orð í frétt verði að vera í nefnifalli. Úr dv.is (08.11.2010) Viðskiptavinur Subway í Ártúnshöfða var neitað um vatn eftir að hafa keypt tvo báta á staðnum. Einhverjum er neitað um eitthvað. Þessvegna átti setningin að byrja svona: Viðskiptavini Subway var neitað um… Í sama miðl er sagt í frétt: Fram kemur að mörg hundruð farþegar hafi verið strandaglópar… Molaskrifari hallast að því að hér hefði átt að segja að mörg hundruð farþegar hafi orðiið strandaglópar. Verið var að fjalla um afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli.
Í morgunútvarpi Rásar tvö (08.11.2010) var sagt eitthvað á þessa leið: .. áður en geislavirknin var fundin upp. Molaskrifari er á því að tala eigi um að finna eitthvað upp, þegar eitthvað nýtt er búið til. Thomas Alva Edison fann upp rafmagnsperuna , eða glóperuna. Geislavirknin var hinsvegar uppgötvuð, því hún hafði alltaf verið til. Menn vissu bara ekki af henni.
Grindhvalir syntu upp á írskt land, segir í fyrirsögn á mbl.is. Varla getur þetta talist vel orðað. Skárra hefði verið: Grindhvalir syntu á land á Írlandi.
Áætlun Herjólfs hefst að nýju í fyrramálið, var sagt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins (08.11.2010). Eðlilegra hefði verið að segja: Herjólfur siglir að nýju samkvæmt áætlun í fyrramálið.
Í DV (08.11.2010) er auglýst húsnæði með fjórum svölum. Hér hefði átt að standa með fernum svölum því svalir er fleirtöluorð. Eintala er svala , – fuglategund. Þá er fleirtalan svölur.
Við drógum úr losun á vettvangi Evrópu í heild sagði ráðherra í fréttum Ríkisútvarpsins (08.11.2010).
Glöggur lesandi sendi Molum eftirfarandi: Innlent | mbl | 8.11 | 17:52
Kvöldsigling á milli lands og Eyja fellur niður
Vegna mikillar hreyfingu í innsiglingu Landeyjarhafnar siglir Herjólfur ekki kl. 20 frá Vestmannaeyjum og ekki kl. 21:30 frá Landeyjahöfn.
Vegna hreyfingu, lagningu, setningu, allt eru þetta algengar beygingarvillur. Svo er heldur ekki sagt á milli lands og Eyja. Heldur milli lands og Eyja.
Stundum er eins og blaðamenn haldi að fyrsta orð í frétt verði að vera í nefnifalli. Úr dv.is (08.11.2010) Viðskiptavinur Subway í Ártúnshöfða var neitað um vatn eftir að hafa keypt tvo báta á staðnum. Einhverjum er neitað um eitthvað. Þessvegna átti setningin að byrja svona: Viðskiptavini Subway var neitað um… Í sama miðl er sagt í frétt: Fram kemur að mörg hundruð farþegar hafi verið strandaglópar… Molaskrifari hallast að því að hér hefði átt að segja að mörg hundruð farþegar hafi orðiið strandaglópar. Verið var að fjalla um afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli.
Í morgunútvarpi Rásar tvö (08.11.2010) var sagt eitthvað á þessa leið: .. áður en geislavirknin var fundin upp. Molaskrifari er á því að tala eigi um að finna eitthvað upp, þegar eitthvað nýtt er búið til. Thomas Alva Edison fann upp rafmagnsperuna , eða glóperuna. Geislavirknin var hinsvegar uppgötvuð, því hún hafði alltaf verið til. Menn vissu bara ekki af henni.
Grindhvalir syntu upp á írskt land, segir í fyrirsögn á mbl.is. Varla getur þetta talist vel orðað. Skárra hefði verið: Grindhvalir syntu á land á Írlandi.
Áætlun Herjólfs hefst að nýju í fyrramálið, var sagt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins (08.11.2010). Eðlilegra hefði verið að segja: Herjólfur siglir að nýju samkvæmt áætlun í fyrramálið.
Í DV (08.11.2010) er auglýst húsnæði með fjórum svölum. Hér hefði átt að standa með fernum svölum því svalir er fleirtöluorð. Eintala er svala , – fuglategund. Þá er fleirtalan svölur.
Við drógum úr losun á vettvangi Evrópu í heild sagði ráðherra í fréttum Ríkisútvarpsins (08.11.2010).
Glöggur lesandi sendi Molum eftirfarandi: Innlent | mbl | 8.11 | 17:52
Kvöldsigling á milli lands og Eyja fellur niður
Vegna mikillar hreyfingu í innsiglingu Landeyjarhafnar siglir Herjólfur ekki kl. 20 frá Vestmannaeyjum og ekki kl. 21:30 frá Landeyjahöfn.
Vegna hreyfingu, lagningu, setningu, allt eru þetta algengar beygingarvillur. Svo er heldur ekki sagt á milli lands og Eyja. Heldur milli lands og Eyja.
Skildu eftir svar