Margt var einkennilegt í frétt dv.is (13.11.2010) um fannfergið í Eyjafirði. Dæmi: Þar hafa bændurnir þurft í daga að moka kindur sínar úr snjó sem nú nær yfir hné í sveitinni. Annað dæmi: Já, það fóru þrjá kindur hjá okkur undir snjó. Það fenndi hreinlega yfir þær en þær voru á lífi þegar við fundum þær. Það var og.
Í endurteknum þætti í Útvarpi Sögu (15.11.2010) var rætt við Ómar Ragnarsson og Sigríði Beinteinsdóttur. Þar hafði vinur minn Ómar á orði, að farið væri að kalla Ríkisútvarpið Alzheimerstöðina, vegna þess að þar vissu menn ekki hvaða þætti væri búið að endursýna. Sigríði fannst þetta óskaplega fyndið og hló dátt og lengi. Við þau Sigríði og Ómar segir Molaskrifari aðeins: Það á ekki að hafa Alzheimersjúkdóminn í flimtingum frekar en aðra ólæknandi sjúkdóma. Er gert grín að MS eða MND vegna þess að þessir sjúkdómar vega stundum að talfærum fólks? Þetta var ekki fallega sagt.
Klaufavilla hjá mbl.is (14.11.2010): Fréttir af hrottalegu morði hefur vakið óhug í Svíþjóð. Þetta á auðvitað að vera: Fréttir af … hafa vakið óhug.
Úr mbl.is (14.11.2010), dæmi um óþarfa og næstum óþolandi þolmyndarnotkun:…fannst látin einungis degi eftir að henni var rænt af vopnuðum mönnum í höfuðborginni Cape Town. Hér hefði germynd farið betur. ….. eftir að vopnaðir menn rændu henni… Nema þá að einhverjir hafi rænt konunni frá vopnuðum mönnum,sem í þessu tilviki er heldur ósennilegt. Svo má bæta við, að hefð er fyrir því að tala um Höfðaborg, ekki Cape Town.
Fjölmiðlar, þar með talið Silfur Egils í Ríkisútvarpinu (14.11.2010) halda áfram að hampa svokölluðum Hagsmunasamtökum heimilanna. Enginn fjölmiðlamaður kannar inntak og eðli þessarar samtaka. Egill og fleiri gleypa hrátt það sem frá þeim kemur. Fulltrúi þeirra í Silfrinu hafði nákvæmlega ekkert nýtt til málanna að leggja. Athuga málin enn lengur , skoða þeirra gömlu tillögur enn betur. Er Agli farið að förlast ?
Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins fer svo sannarlega á kostum (12.11.2010). Gildir þá einu hvort menn eru honum sammála eður ei. Allir vita hver skrifar. Niðurlag bréfsins er svona: „Meira að segja þeim sem töldu einhverja innistæðu vera í Páli Magnússyni útvarpsstjóra dettur ekki í hug lengur að hann muni gegna hinu raunverulega starfi sínu í þessu máli frekar en öðrum. En það verður ekki af honum skafið að hann er ljómandi fréttaþulur“. Ef til vill lesa hér einhverjir það milli línanna, að það hafi verið Davíð Oddsson,sem gerði Pál Magnússon að útvarpsstjóra og sjái nú eftir þeirri ákvörðun. En kannski er það bara vitleysa.
Margt var einkennilegt í frétt dv.is (13.11.2010) um fannfergið í Eyjafirði. Dæmi: Þar hafa bændurnir þurft í daga að moka kindur sínar úr snjó sem nú nær yfir hné í sveitinni. Annað dæmi: Já, það fóru þrjá kindur hjá okkur undir snjó. Það fenndi hreinlega yfir þær en þær voru á lífi þegar við fundum þær. Það var og.
Í endurteknum þætti í Útvarpi Sögu (15.11.2010) var rætt við Ómar Ragnarsson og Sigríði Beinteinsdóttur. Þar hafði vinur minn Ómar á orði, að farið væri að kalla Ríkisútvarpið Alzheimerstöðina, vegna þess að þar vissu menn ekki hvaða þætti væri búið að endursýna. Sigríði fannst þetta óskaplega fyndið og hló dátt og lengi. Við þau Sigríði og Ómar segir Molaskrifari aðeins: Það á ekki að hafa Alzheimersjúkdóminn í flimtingum frekar en aðra ólæknandi sjúkdóma. Er gert grín að MS eða MND vegna þess að þessir sjúkdómar vega stundum að talfærum fólks? Þetta var ekki fallega sagt.
Klaufavilla hjá mbl.is (14.11.2010): Fréttir af hrottalegu morði hefur vakið óhug í Svíþjóð. Þetta á auðvitað að vera: Fréttir af … hafa vakið óhug.
Úr mbl.is (14.11.2010), dæmi um óþarfa og næstum óþolandi þolmyndarnotkun:…fannst látin einungis degi eftir að henni var rænt af vopnuðum mönnum í höfuðborginni Cape Town. Hér hefði germynd farið betur. ….. eftir að vopnaðir menn rændu henni… Nema þá að einhverjir hafi rænt konunni frá vopnuðum mönnum,sem í þessu tilviki er heldur ósennilegt. Svo má bæta við, að hefð er fyrir því að tala um Höfðaborg, ekki Cape Town.
Fjölmiðlar, þar með talið Silfur Egils í Ríkisútvarpinu (14.11.2010) halda áfram að hampa svokölluðum Hagsmunasamtökum heimilanna. Enginn fjölmiðlamaður kannar inntak og eðli þessarar samtaka. Egill og fleiri gleypa hrátt það sem frá þeim kemur. Fulltrúi þeirra í Silfrinu hafði nákvæmlega ekkert nýtt til málanna að leggja. Athuga málin enn lengur , skoða þeirra gömlu tillögur enn betur. Er Agli farið að förlast ?
Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins fer svo sannarlega á kostum (12.11.2010). Gildir þá einu hvort menn eru honum sammála eður ei. Allir vita hver skrifar. Niðurlag bréfsins er svona: „Meira að segja þeim sem töldu einhverja innistæðu vera í Páli Magnússyni útvarpsstjóra dettur ekki í hug lengur að hann muni gegna hinu raunverulega starfi sínu í þessu máli frekar en öðrum. En það verður ekki af honum skafið að hann er ljómandi fréttaþulur“. Ef til vill lesa hér einhverjir það milli línanna, að það hafi verið Davíð Oddsson,sem gerði Pál Magnússon að útvarpsstjóra og sjái nú eftir þeirri ákvörðun. En kannski er það bara vitleysa.
Skildu eftir svar