Dagskrá Ríkissjónvarpsins sunnudagskvöldið 5. desember var góð. ( Góð ,heilt yfir , ætti molaskrifari líklega að segja til að tolla í tískunni, en gerir ekki.). Margt var bitastætt í Landa svo sem oftast er og í mynd þeirra Maríu Sigrúnar og Guðmundar Bergkvist um hinn eina og sanna Sólheima Reyni var prýðilega tvinnað saman gömlu efni og nýju. Smekkvísi og góð tilfinning fyrir efninu voru þar ráðandi. Svo var líka gaman að sjá gamla skaupið hans Flosa. Þar var mörg góð Flosafyndni, þótt ekki hafi allt staðist tímans tönn. Enda ekki við því að búast um slíkt stundargaman sem áramótskaup í eðli sínu er.
Í frétt um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna tók fréttamaður Ríkisútvarpsins (03.12.2010) svo til orða: .. þúsundir einstaklinga og fjölskyldur hafa þegar nýtt sér… Hér hefði að mati Molaskrifara farið betur á að segja: … þúsundir einstaklinga og fjölskyldna hafa þegar nýtt sér… Það er að segja , hafi verið um svo margar fjölskyldur að ræða. Sami fréttamaður sagði …. er lagður lokahnykkur á aðgerðir til lausnar… Molaskrifari hefur aldrei heyrt talað um leggja lokahnykk á eitthvað. Talað er um að leggja lokahönd á eitthvað, þegar verki er lokið. Það eru síðustu handtökin við verkið. Hinsvegar mætti segja til dæmis: Lagning bundna slitlagsins var lokahnykkurinn á gerð vegarins yfir heiðina.
Úr mb. is (04.12.2010): Tveir skipsverjar eru um borð í bátnum. Ekki er talað um skipsverja á íslensku, heldur skipverja.
Fjöldi umferðaróhappa hafa orðið, sagði fréttamaður Ríkisútvarps (04.12.2010). Betra hefði verið: Fjöldi umferðaróhappa hefur orðið. Karlkynsnafnorðið fjöldi er nefnilega aðeins til í eintölu. Umferðaróhöpp hafa orðið, væri í góðu lagi samkvæmt máltilfinningu Molaskrifara,sem auðvitað er ekki óbrigðul.
Í fréttayfirliti í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (05.12.2010) las fréttaþulur: Rúmlega þriðji hver Dani langar ekki í neitt í jólagjöf. Þetta er ekki rétt. Rétt hefði verið að segja: Rúmlega þriðja hvern Dana langar ekki í neitt í jólagjöf. Við segjum ekki: Ég langar, heldur mig langar. Líklega hafa menn áttað sig á því að þetta var ekki í lagi. Þessu var sleppt í yfirlitinu í lok frétta.
Útvarpsstjóri, Útvarps Sögu, Arnþrúður Karlsdóttir hefur lýst því yfir í einkaútvarpi sínu að svipta beri tiltekna opinbera starfsmenn,sem komnir eru á eftirlaun, málfrelsi og ritfrelsi. Þeir eiga að þegja, sagði hún oftar en einu sinni í endurteknum útvarpsþætti skömmu fyrir klukkan sjö að morgni mánudagsins 6. desember. Mikil er lýðræðisástin þar á bæ. Veita á Ólafi Ragnari alræðisvald til að skipa utanþingsstjórn eða neyðarstjórn og svipta suma borgara landsins málfrelsi og ritfrelsi, – þá sem segja eitthvað eða birta eitthvað,sem útvarpsstjóranum er ekki að skapi. Kannski leggur fulltrúi Útvarps sögu á Stjórnlagaþingi til, að sett verði ákvæði í nýja stjórnarskrá um að aðeins sumir borgarar landsins njóti málfrelsis og ritfrelsis. Hver veit?
Dagskrá Ríkissjónvarpsins sunnudagskvöldið 5. desember var góð. ( Góð ,heilt yfir , ætti molaskrifari líklega að segja til að tolla í tískunni, en gerir ekki.). Margt var bitastætt í Landa svo sem oftast er og í mynd þeirra Maríu Sigrúnar og Guðmundar Bergkvist um hinn eina og sanna Sólheima Reyni var prýðilega tvinnað saman gömlu efni og nýju. Smekkvísi og góð tilfinning fyrir efninu voru þar ráðandi. Svo var líka gaman að sjá gamla skaupið hans Flosa. Þar var mörg góð Flosafyndni, þótt ekki hafi allt staðist tímans tönn. Enda ekki við því að búast um slíkt stundargaman sem áramótskaup í eðli sínu er.
Í frétt um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna tók fréttamaður Ríkisútvarpsins (03.12.2010) svo til orða: .. þúsundir einstaklinga og fjölskyldur hafa þegar nýtt sér… Hér hefði að mati Molaskrifara farið betur á að segja: … þúsundir einstaklinga og fjölskyldna hafa þegar nýtt sér… Það er að segja , hafi verið um svo margar fjölskyldur að ræða. Sami fréttamaður sagði …. er lagður lokahnykkur á aðgerðir til lausnar… Molaskrifari hefur aldrei heyrt talað um leggja lokahnykk á eitthvað. Talað er um að leggja lokahönd á eitthvað, þegar verki er lokið. Það eru síðustu handtökin við verkið. Hinsvegar mætti segja til dæmis: Lagning bundna slitlagsins var lokahnykkurinn á gerð vegarins yfir heiðina.
Úr mb. is (04.12.2010): Tveir skipsverjar eru um borð í bátnum. Ekki er talað um skipsverja á íslensku, heldur skipverja.
Fjöldi umferðaróhappa hafa orðið, sagði fréttamaður Ríkisútvarps (04.12.2010). Betra hefði verið: Fjöldi umferðaróhappa hefur orðið. Karlkynsnafnorðið fjöldi er nefnilega aðeins til í eintölu. Umferðaróhöpp hafa orðið, væri í góðu lagi samkvæmt máltilfinningu Molaskrifara,sem auðvitað er ekki óbrigðul.
Í fréttayfirliti í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (05.12.2010) las fréttaþulur: Rúmlega þriðji hver Dani langar ekki í neitt í jólagjöf. Þetta er ekki rétt. Rétt hefði verið að segja: Rúmlega þriðja hvern Dana langar ekki í neitt í jólagjöf. Við segjum ekki: Ég langar, heldur mig langar. Líklega hafa menn áttað sig á því að þetta var ekki í lagi. Þessu var sleppt í yfirlitinu í lok frétta.
Útvarpsstjóri, Útvarps Sögu, Arnþrúður Karlsdóttir hefur lýst því yfir í einkaútvarpi sínu að svipta beri tiltekna opinbera starfsmenn,sem komnir eru á eftirlaun, málfrelsi og ritfrelsi. Þeir eiga að þegja, sagði hún oftar en einu sinni í endurteknum útvarpsþætti skömmu fyrir klukkan sjö að morgni mánudagsins 6. desember. Mikil er lýðræðisástin þar á bæ. Veita á Ólafi Ragnari alræðisvald til að skipa utanþingsstjórn eða neyðarstjórn og svipta suma borgara landsins málfrelsi og ritfrelsi, – þá sem segja eitthvað eða birta eitthvað,sem útvarpsstjóranum er ekki að skapi. Kannski leggur fulltrúi Útvarps sögu á Stjórnlagaþingi til, að sett verði ákvæði í nýja stjórnarskrá um að aðeins sumir borgarar landsins njóti málfrelsis og ritfrelsis. Hver veit?
Skildu eftir svar