«

»

Tvískinnungur og rökleysur á Bessastöðum

Orðréttar  tilvitnanir í ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar  á blaðamannafundinum   sl. sunnudag sýna hvernig  tvískinnungur  og rökleysur ráða nú ríkjum á Bessastöðum.  Forsetinn heldur    líklega að  upp til hópa séum við kjánar og þess vegna sé í lagi  að tala  til okkar í ósamrýmanlegum þversögnum. Það gerði hann á sunnudaginn var.

 Á blaðamannafundinum sl. sunnudag  sagði Ólafur Ragnar Grímsson orðrétt: „Auðvitað er það ekki forsetaembættisins að vera einhverskonar matsstofnun á áreiðanleika slíkra undirskriftasöfnuna (svo!) eða vera einhverskonar fræðastofnun, sem metur það.“   Skýrt. Forsetaembættið er engin eftirlits- eða matsstofnun.  En, –  svo   bætti forseti lýðveldisins við: „En við gerðum hinsvegar  ákveðna  svona könnun“. Allt í einu er forseta embættið  orðið það sem var  ekki fyrir sekúndum síðan , matsstofnun . Forsetinn hélt áfram: „ Við ákváðum að hringja í fleiri  sem höfðu skráð sig  heldur en aðstandendur könnunarinnar gerðu. Ég ætla ekki  að fara að nefna  tölur í því, en það voru sem sagt fleiri en þeir hringdu í sjálfir.og ef ég  færi að nefna tölur , þá  væri eins og við  værum einhver  fræðileg  stofnun til að meta  þetta, en ég get hinsvegar  sagt það hér og  við náðum í svona þorrann af þeim, sem  við reyndum að hringja í og 99% af þeim sem við náðum í, játuðu því að þeir hefðu sett nöfn sína á þessa lista. Það er satt að segja  hærra hlutfall, sem  kom fram í okkar  athugun ( Innskot mitt: En við erum auðvitað ekki neinn athugunaraðili !)   heldur en þeirri athugun ,sem  aðstandendur könnunarinnar framkvæmdu.  Við hringdum bæði í fleiri og jásvara hlutfallið var hærra. Þeir voru með  93% og við vorum með  um það  bil 99%. Ef ég  færi að gera það (Innskot mitt: Nefna tölur. Segja frá því í hve marga var hringt) Nei, ef ég gerði það  þá væri eins og við værum einhver  formlegur eftirlitsaðili. (Innskot mitt Halló!  Tölurnar skipta ekki máli. Það sem skiptir  máli er að það var hringt og þar með var  forsetaembættið  búið að  taka að sér  eftirlitshlutverk.)

   Forsetinn hélt svo áfram:„ Mér finnst hinsvegar rétt vegna þess að ég vil bara segja frá  málinu að við vildum svona í ljósi umræðunnar er hafði farið fram, við höfum ekki gert það áður, – í ljósi umræðunnar kanna  það vegna þess líka að þeir hringdu ekki í mjög marga, eða þeir hringdu í eitt hundrað eða svo. Við  tókum sem sagt slembiúrtak  (Innskot mitt:  Við sem  vorum hvorki eftirlits mné  matsaðili !)

   Forsetinn neitar að gefa upp í hve marga var hringt. Hann neitar líka að gefa upp hverjir   framkvæmdu þessa könnun   fyrir  forsetaembættið. Morgunblaðið sagði (21.02.2011)  að könnum  hefði verið framkvæmd af  „starfsmönnum  skrifstofunnar og aðilum þeim tengdum“. Voru  fjölskyldur  starfsmanna notaðar til verksins?  Hverskonar  rugl er þetta ? Hvervsgena þessa leynd.  Af hverju má þjóðin ekki vita í hve marga var hringt?  Hversvegna þennan leyndarhjúp? Er þarna eitthvað, sem ekki þolir  dagsbirtu og verður því að leyna ?  Þeir sem  voru  samferða   Ólafi Ragnari á Alþingi  eru ýmsu vanir  af hans hálfu.  En það er ótrúlegt að  forseti landsins  skuli  bjóða íslenskri  þjóð upp á  svona  rakalaust  bull. Það  gæti líklega hvergi gerst nema  á  Íslandi og   líklega mundi enginn þjóðhöfðingi annar  í lýðræðisríki en Ólafur Ragnar Grímsson  leggjast  svona   lágt. Og þetta sitjum við uppi með.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>