«

»

Viðbragðsáætlun gegn Bessastaðabónda

Ríkisstjórnin þarf að semja viðbragðsáætlun til að vera viðbúin ef forseti Íslands ræðst aftur með offorsi á grannlönd og vinaþjóðir og ríkisstjórn landsins. Það hefur hann gert og það getur hann gert aftur.

Í viðbragðsáætluninni þarf að gera ráð fyrir að virkja sendiráð Íslands til að gera stjórnvöldum og fjölmiðlum erlendis grein fyrir eftirfarandi:

1. Forseti Íslands er valdalaus. Hann hefur að vísu tekið sér vald sem embættið hefur að forminu til en þjóðarsamstaða hefur verið um að forseti tæki sér ekki. Þessi sátt hefur varað óslitið frá stofnun lýðveldisins.
2. Ólafur Ragnar Grímsson er þjóðhöfðingi. Hann talar ekki fyrir hönd rétt kjörins Alþingis og ríkisstjórnar. Hann er ekki hluti hins pólitíska valdakerfis.
3. Einfaldast er að skýra fyrir útlendingum hver staða Ólafs Ragnars Grímssonar er með því að segja á ensku: Hann er head of state. Hann er EKKI head of government. Ólafur Ragnar Grímsson talar hinsvegar við erlenda fjölmiðla eins og hann sé head of government yfirmaður ríkisstjórnarinnar. Erlendir fjölmiðlar falla margir í þá gryfju að halda að hann tali fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Sem hann gerir ekki.

Ríkisstjórn var alltof sein á sér þegar forsetinn réðist á lönd sem höfðu rétt okkur hjálparhönd. Ríkisstjórnin svaraði seint og illa. Það var ekki fyrr en Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók sig til og talaði tæpitungulaust við Bessastaðabóndann.
Brýnt er að svona áætlun sé til, þannig að fljótt sé hægt að bregðast við og leiðrétta það sem forsetinn segir um okkur við erlenda fjölmiðla, – sem halda að hann hafi völd.

2 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður skrifar:

    Þú hefur hefur heldur betur lent á villigötum. Lestu bara stjórnarskrána. Forsetinn er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum, hann hefur ekkert vald. Hann tók sér völd, og tók völdin af rétt kjörnu þjóðþingi. Ert þú fylgjandi valdaráni og valdníðslu.? Ég er bújnn að þekkja sv… síðan í menntaskóla. Á sínum tíma kaus enginn hann sem þekkti hann, – njög margir kusu hinsvegar hans góðu konu Guðrúnu Katrínu.

  2. Hermundur Sigurðsson skrifar:

    Forsetinn er kjörinn af þjóðinni og talar því fyrir hönd hennar. Hann hefur mikil völd og getur rofið þing og synjað lögum til undirskriftar.
    Forsetinn hefur einmitt sannað hlutverk sitt sem öryggisventill milli þjóðar og ríkisstjórnar. Þjóðin stendur með forsetanum en ekki ríkisstjórninni, þetta þarf að skýra fyrir erlendum ráðamönnum, að íslenska þjóðin hefur sinn fulltrúa í lýðræðinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>