«

»

Til umhugsunar um helgina

Til umhugsunar um helgina: Ótrúlega margir ökumenn misnota bílastæði sem eru sérmerkt. fötluðum. Þar mega þeir einir leggja sem hafa skírteini þar um í glugga bílsins. Framhleypinn sem ég er, geri ég stundum athugasemdir við þá sem leggja ólöglega í þessi stæði.. Síðast á miðvikudaginn við Hagkaup í Garðabæ. Ökumaðurinn beið í bílnum.
– Já, það er alveg rétt sagði hann. Konan er lömuð. Hún skrapp inn í apótekið. Ég ítrekaði athugasemdina. – Djöfuls afskiptasemi er þetta, sagði hann, þar sem hann sat og reykti vindil inni í Lexusjeppanum sínum meðan lamaða konan var í apótekinu. Svona getur nú fólk verið skrítið. En auðvitað var þetta bara venjulegur frekjugangur og afskiptasemi í mér.

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Egill skrifar:

    Mér finnst að fleiri ættu að hafa augun hjá sér varðandi þessa stæðisdólga, sem leggja í stæði fatlaðra. Enginn, jafnvel þótt hann sé tímabundið farlama, má leggja í þessi stæði. Ekki nema hann hafi til þess ætlað skírteini í bílnum. Ég gerði, fyrir nokkru, athugasemd við fullfríska konu sem ók sérmerktri bifreið fyrir fatlaða, en hún lagði miskunnarlaust í stæði fyrir fatlaða, þótt hún væri ein í bílnum og hefði engan fatlaðan með sér. Hún reif bara kjaft, svo ég lét yfirmann hennar vita og eftir það lagði hún alltaf í venjuleg stæði þegar hún var ein á ferð í bifreiðinni. Óafsakanlegt tillitsleysi!

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>