Í dag (25.11.2011) var um skeið frétt á vef Ríkisútvarpsins undir fyrirsögninni: ,,Byggja í kapp við leyfissviptingu”. Efni fréttarinnar var að í áliti Skipulagsstofnunar ríkisins segir að leyfið sem veitt var fyrir endurbyggingu Þorláksbúðar í Skálholti hvíli á deiliskipulagi sem ekki sé í gildi. Síðan er haft eftir skipulagsstjóra, Stefáni Thors: ,,… en á meðan greinilega verið að flýta framkvæmdum þannig að þeim verði lokið þegar niðurstaða úrskurðarnefndar liggur fyrir.”
Svo virðist sem þessi frétt hafi verið fjarlægð af vef Ríkisútvarpsins og skemmdarverkin í Skálholti voru ekki nefnd á nafn í fréttum klukkan 1800 og ekki í fréttum Ríkissjónvarps klukkutíma síðar. Molaskrifari hefur leitað með logandi ljósi á vef Ríkisútvarpsins og þar er fréttina ekki að finna. Kannski er hann klaufi að leita.
Nema einhver draugagangur sé í Efstaleiti. Var fréttin fjarlægð? Hversvegna? Var hún ekki rétt? —Mér hefur nú verið bent á að fréttina sé að finna á vef Ríkisútvarpsins , en hún er eiginlega vandlega falin því það voru fleiri en ég sem ekki fundu hana:http://www.ruv.is/frett/byggja-i-kapp-vid-leyfissviptingu
4 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Eiður skrifar:
26/11/2011 at 10:02 (UTC 0)
Fleiri leituðu og fundu ekki, en takk fyrir upplýsingarnar. Eftir breytingar er vefur Ríkisútvarpsins ekki eins notendavænn og áður og kemur þar margt til.
Brynjólfur Þór Guðmundsson skrifar:
26/11/2011 at 09:27 (UTC 0)
Ég hugsa að vandinn sé ekki flóknari en svo að þér hafi sést yfir fréttina. Alla vega sá ég hana strax á undirsíðu innlendra frétta þegar ég leit þar inn eftir að hafa lesið skrif þín. Undir fyrirsögn má svo sjá tvær tímasetningar, annars vegar um hvenær fréttin var sett á vefinn (12:16 í gær) og hvenær henni var síðast breytt eða átt við hana (13:02 í gær).
http://www.ruv.is/frett/byggja-i-kapp-vid-leyfissviptingu
Eiður skrifar:
25/11/2011 at 22:41 (UTC 0)
Hið undarlegasta mál.
Sæmundur Bjarnason skrifar:
25/11/2011 at 22:31 (UTC 0)
Gúgli (google.com) fann þessa grein strax, en mér sýnist það rétt að hún hafi horfið af RUV-vefnum. Kannski eru bara verið að breyta henni eða lagfæra.