Enn eru viðvaningar látnir æfa sig í að skrifa fréttir fyrir lesendur mbl.is
Það er íslensk málvenja að segja að ganga að kjörborðinu, ekki „kjörborðunum“.
„Kjósa til ritara“ ? Af hverju ekki kjósa ritara ?
Þriðja og síðasta athugasemdin við þessa stuttu frétt er að talað er um „hinar ýmsustu ályktanir“. Þetta er málleysa , – í besta falli barnamál.
Brunabjallan glymur á Framsókn | |
5 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Eygló skrifar:
19/01/2009 at 14:51 (UTC 0)
Mikið að það séu ekki leiði með líkum!!
Sigurjón Pálsson skrifar:
19/01/2009 at 10:27 (UTC 0)
Fagna því að veitt er eitthvert viðnám við bannsettu bullinu í fjölmiðlunum.
Algengt er í þessu sambandi dæmið um reipinn sem enginn kannast við, þegar sagt er að „við ramman reip sé að draga“ en ekki við ramman reipi sé að draga, því hér eru mann að togast á með reipi.
Eins má nefna að nú leiða menn líkum að því að….. í stað þess að leiða líkur að sama.
Einar Örn Einarsson skrifar:
19/01/2009 at 02:29 (UTC 0)
„Langt þeir sóttu sjóinn“, er ein fyrirsögnin og í fréttinni er talað um skipSverjana. Mér dettur í hug að þarna eigi að vitna í ljóðið Útnesjamenn, en „FAST þeir sóttu sjóinn“ skipverjarnir þar.
Er þá kannski stýrismaður þarna líka , nú eða vélsstjóri?
Hef nöldrað nokkrum sinnum yfir meðlimaáráttunni. Áhafnarmeðlimir í stað áhafnar, „allir fjölskyldumeðlimirnir“ í stað þess að segja: “ Öll fjölskyldan“.
Við gefumst ekki upp.
Eygló skrifar:
18/01/2009 at 21:54 (UTC 0)
Ég er sko ekki hætt að láta slíkt fara í taugarnar… Ef fáeinir sérvitringar (eins og ég) rembast eins og rjúpan við staurinn er svolítil von… verst þegar ég finn að ég hafi notað eitthvert nýtísku málfarsbull
Takk fyrir að skrifa um mitt hjartans mál.
Þeir hafa e.t.v. ætlað að slá einhvern til riddara
„Ýmsustu“. Þyldi ekki einu sinni Dóríði að nota slíkt.
Svo kom kvikindið upp í mér:
Veðurspána – öxar við ána
Svo kom kvikindið upp í mér
Sigrún Óskars skrifar:
18/01/2009 at 18:09 (UTC 0)
Ég er hætt að pirra mig á þessu – þeir skrifa ekki einu sinni nafnið sitt við fréttina.
Hefur þú lesið stjörnuspánna? Þar sérðu málfar sem hægt er að æsa sig yfir…….