«

»

Þetta er ekki póker !

Reynsluleysi nýrrar Framsóknarforystu kristallast í atburðum undanfarinna  tveggja  daga.

Framsókn lofaði  að  veita minnihlutastjórn Samfylkingar og VG hlutleysi og  verja hana  falli fram  til  kosninga. Vildi að tekið yrði á  málum fjölskyldna og fyrirtækja. Taldi  sig ekki hafa umboð  til að  setjast í  stjórnina.

Nú er stjórn Samfylkingar og  VG tilbúin.   Hún ætlar að taka á málum  fjölskyldna og  fyrirtækja.Framsókn  beitir  fyrir  sig sérfræðingum sem segja   aðgerðirnar óraunhæfar. Man ekki til þess að  stjórnmálamenn hafi skotið sér á bak  við sérfræðinga með þessum hætti áður.

Ef Framsókn finnast tillögur  Samfylkingar á  þingi óraunhæfar , þá  greiða  þingmenn flokksins auðvitað atkvæði  gegn þeim og  gætu  fellt þær. Hinsvegar held ég að  verulega mikið þyrfti  til að Sjálfstæðisflokkurinn hjálpaði  Framsókn til að  fella  ríkisstjórn,sem  ætlað er   að  sitja rétt fram yfir  sumardaginn fyrsta. Þar er nefnilega   í forystu fólk með reynslu.

Framsóknarforystan hegðar sér eins og  hún  sé að taka sæti í  ríkisstjórn. Flokkurinn er  ekki að því. 

Bæði í Noregi og  Danmörku  hafa minnihlutastjórnir  verið  við  völd árum  saman og  samið um framgang mála  eftir því sem  verkast  vildi  hverju sinni. Það er  greinilegt að  forysta  Framsóknarflokksins  skilur ekki  eðli minnihlutastjórna og hvað  felst í loforði  um að veita þeim hlutleysi og hefur  ekki  haft  fyrir því  að kynna  sér hvernig    hlutirnir hafa gengið fyrir sig  hjá  grönnum okkar. Hér var Alþýðuflokkur í  minnihlutastjórn frá  haustdögum 1979 þar til snemma árs 1980. Sjálfstæðisflokkur  veitti þeirri  stjórn hlutleysi  frá október og  fram til mánaðamóta  nóvember  desember að kosið var. Man ekki til þess að hann hafi  sett Alþýðuflokknum nein  skilyrði, en gat að   sjálfsögðu  fellt stjórnina  ef honum  svo  sýndist. Sjálfstæðismenn stóðu við orð  sín.

Enn furðulegra verður ástandið núna  þegar þess er gætt  að þessi  stjórn á  skamma lífdaga  fyrir  höndum,, samkomulag er um að  kjósa í vor. Þetta snýst um að halda   þjóðarskútunni á  floti  þar til kosningar hafa  farið fram og    kjósendur hafa  gefið  nýrri  stjórn umboð.

Það er   bara eitt sem á að gera í stöðunni. Láta reyna á   loforð Framsóknarmanna um  að verja minnihlutastjórn  falli fram að kosningum.  Þessvegna  á  stjórnin að taka strax  til starfa og láta  Framsóknarmenn standa  við  stóru orðin. Þetta er nefnilega ekki pókerspil. Þetta er fúlasta alvara.

 

 

2 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Gudmundur O Gudmundsson skrifar:

    Thad er mikid rett ad Sigmundi er talsverdur vandi a hondum vardandi hina gomlu vardhunda sem sja sina sæng utbreidda ef their missa politisk ahrif. Thad var ju politikin sem færdi theim upp i hendurnar hin illa fengnu audæfi. Hvad er betra en ad geta hotad ad fella stjorn ef thessir hinir somu eru a leid i rannsokn eda akærur. Hinsvegar hefur hann fengid upp i hendurnar sjaldgæft tækifæri til thess ad verda raunverulegur forystu- og umbotamadur. Folk mun flykkjast ad theim flokki sem setur thad a oddinn ad breyta verulega stjornarskranni og koma a lydrædi i landinu. Meira ad segja Bjorn Bjarnason hvetur til nyrrar forustu, ad hætti framsoknar,  i Sjalfstædisflokknum og er tha mikid sagt. Ahrifin siast ut.

    Allir flokkar allra landa eiga ser sitt politiska bakland og hagsmunahopa. Thetta er edli lydrædisins. Thad er hlutverk flokksformansins ad „ballansera“ thessi ofl og sja til thess ad thau ogni ekki thjodfelagshagsmunum eda gangi of langt ad odru leyti. Thetta hefur hrapallega mistekist i islenskri politik, ekki sist framsokn. Grædgisvædingin tok voldin og ollu var „stolid“ steini lettara. Afleidingarnar sjaum vid nu. Sigmundur var dalitid fljotur a ser ad lysa andstodu vid eignafrystinguna, eda ad hann ordadi thad ekki heppilega. Thad sem hann sagdi hefdi getad verid eftir handriti fra Finni Ingolfssyni og Olafi Olafssyni.

    Egnafrystingarhugmynd VG er i anda hins politiska Kremlararfs thess flokks. Hun er della og „populismi“ snidin handa grunnhyggnu ofstækislidi, enda gengur hun hvergi upp i rettarkerfi vestrænna lydrædisrikja. Thetta atti Sigmundur ad sja og hafa engin frekari ord um.

    Egnafrysting getur att ser stad vid rokstuddan grun um glæpsamlegt athæfi,(td eiturlyfjasolu)  en hugtakid sætir hefdbundinni logfrædilegri tulkun en ekki VG tulkun, sem betur fer.

    Nu skulum vid vona ad framsokn leggi i tha vinnu ad semja drog ad nyrri stjornarskra og leggi fram uppkastid a vefsidu thar sem almenningur getur komid athugasemdum a framfæri. Allt fyrir opnum tjoldum og umrædan fer i gang, leita eftir hugmyndum og thar med threifa a thjodarpulsinum. Eg er viss um ad slik vefsida yrdi su vinsælasta og mest heimsotta i allri vefsidusogu landsins.

  2. Gudmundur O Gudmundsson skrifar:

    Sidan hvenær var thad talid reynsluleysi ad krefjast skyrra svara. Framsokn virdist hafa krafist skodunar a thvi hvort lofordaflaumur Johonnu og Steingrims gæti stadist. Jafnframt ad sinnt væri einni adalkrofu almennings ad kosningadagur skyldi akvedin fyrirfram. Thetta eru grundvallarspurningar og mun mikilvægari heldur en ad gera Steingrim ad radherra.

    VG eru svo æstir ad komast i stjorn ad their munu lofa hverju sem er. Thad er mun hreinlegar gengid til verks ad fa hlutina a hreint i byrjun. A dauda minum atti eg von fyrr en ad Framsoknarflokkurinn yrdi hid raunverulega umbotaafl i islenskum stjornmalum. Their hreinsudu ut alt gamla slektid og sogdu nanast skilid vid fortidina. Thetta a fullt erindi a fleiri bæi.

    Thad sem hin nyja forusta tharf ad passa sig a er ad fingrafor gamalla politiskra framsoknarklækjrefa og SIS erfingja sjaist ekki ur langri fjarlægd. Tha eru their bunir ad vera. Med thvi aframhaldi ad koma hreint til dyranna og krefjast svara fyrir hond almennings yrdi eg ekki hissa tho ad flokkurinn fengi yfir 30% i næstu kosningum, tolum nu ekki um ef ad their taka upp a sina arma ad gjorbreyta stjornarskranni.

    Ef skortur a politiskum lofordaflaumi og odru sliku kjaftædi, sem enginn nennir lengur ad hlusta a, er talid reynsluleysi tha oska eg framsoknarflokknum langs og farsæls reynsluleysis.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>