«

»

Líkir Sjálfstæðisflokknum við Nasjonal Samling

Var að lesa netfærslu eftir norska konu , Heidi Strand,sem búsett  er á Íslandi. Hún líkir  Sjálfstæðisflokknum við  flokk Vidkuns Quislings, Nasjonal Samling.  Flokkurinn var bannaður  í Noregi í  stríðslok og  Vidkun Quisling  tekinn af lífi,  skotinn af  aftökusveit  við  Akershus kastala í Noregi.

Þetta er   afar ógeðfelld  samlíking. Hvað  svo sem  mönnum finnst um Sjálfstæðisflokkinn.

Netfærsla þessarar norsku konu  er  svohljóðandi, en hún er að  gera  athugasemd  við frétt um að  fylgi  Sjálfstæðisflokksins hafi aukist  skv.  nýrri  skoðanakönnun. :

Ég neita að trúa þessu. W00tEf þetta er rétt hef ég misst alla trú á íslenskum kjósendum og þá fær fólk ekkert annað en það sem það á skilið.Shocking
Flokkur sem er búinn að setja heila þjóð á hausinn og neitar að bera ábyrgð ætti ekki að fá að bjóða fram aftur, að minna kosti  ekki strax.Whistling

Eftir seinna stríð var heill stjórnmálaflokkur bannaður í Noregi vegna landráða

8 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Kristján P. Gudmundsson skrifar:

    „Ekki Quislingur“ tekur undir með Heidi Strand, sem hann veit engin deili á ? Veit hann ekki, að Vikun Quisling komst til valda í Noregi í skjóli hervalds Adolfs Hitlers og Gestapo í Seinni Heimstyrjöldinni ?

    Ég velti því fyrir mér, hver er greindarvísitala fólks (I.Q.) eins og Heidi Strand og „Ekki Quisling“ ?!

    Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

  2. Ekki quislingur skrifar:

    Ég tek undir með Heidi Strand. Sjálfstæðisflokkurinn á að sitja hjá í eina umferð. Þeir ásamt Framsóknarflokknum sáu um landráðin.

    Í Noregi voru landráðamenn undir þýsku hersetunni kallaðir Quislingar. Ég veit ekki hvort hægt er að finna einhvern einn Quisling hér eða hvort þeir eru margir.

  3. Adda Sigurjónsdóttir skrifar:

    Þessir aðilar sem aðhyllast öfga vinstristefnu virðast vilja kenna sjálfstæðisflokkinum um hagfræðistefnu vesturveldanna síðustu 15 árin m.a. og bíður maður nú bara eftir því að sjálfstæðismenn skuli ganga með borða á handleggnum og óttast brennur á austurvelli. Vinstri menn verða bara að sætta sig við að hægri mönnum er alveg jafn illa við skoðanir þeirra og skilja þá alveg jafn illa. Spyrjum að leikslokum en ég tel að mun fleiri aðhyllist í raun hægri miðju og hægri en vinstri hliðina. Ekki þarf annað en skoða hvað vesturveldunum gekk betur en austurblokkinni síðustu áratugina þrátt fyrir þessa ákeyrslu í haust.

  4. Jón Aðalsteinn Jónsson skrifar:

    Kannski var bara aldrei þverskurður þjóðarinnar á Austurvelli ef að sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur að heitir það lýðræði og ekkert annað það er nefnilega fyrir alla óháð litarhætti og kynferði það næst með því að kjósaþ Lýðræði er ekki bara fyrir vinstrimenn og lista elituna sem að mestu leiti sá um mótmælin á Ausurvelli

  5. Bobbi skrifar:

    Það eru kannski meiri líkindi milli Sjálfstæðisflokksins og Kommúnistaflokks gömlu Sovétríkjanna

  6. Jóhann skrifar:

    Við skulum sjá hvað hvort vinstri stjórn geti gert hlutina betur. Spurning hvort þeir taki upp á því að brenna nornir á austurvelli, nornaveiðitímabilið er a.m.k. byrjað.

  7. Anna Benkovic Mikaelsdóttir skrifar:

    03.02.2009
    Vanhæf þjóð
    Nýjasta skoðanakönnunin um fylgi flokka sýnir Sjálfstæðisflokkinn stærstan. Engin ástæða er til að efast um, að það er rétt. Tæplega 30% kjósenda styðja flokkinn, ef óákveðnir skiptast hlutfallslega jafnt á flokkana. Auðvitað er þetta skelfilegt. Kjósendur styðja flokk, sem er alfa og ómega hrunsins. Allt frá upphafi frjálshyggjunnar til klúðurs í björgunarstörfum. Könnunin segir allt, sem segja þarf um þjóð, sem ekki kann fótum sínum forráð. Um vanhæfa þjóð.

  8. Ragnhildur Kolka skrifar:

    Þau tíðkast nú hin breiðu spjót.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>