«

»

Hið raunverulega tilefni

Það kemur réttilega fram í Morgunblaðinu, að  tilefni  ferðar norska  fjármálaráðherrans  til  Íslands er að  vera gestur á  afmælishátíð VG nú um helgina. Auðvitað var sjálfsagt og  eðlilegt að hún hitti kollega  sinn,  vin og   skoðanabróður Steingrím J. Sigfússon og  að þau  ræddu sameiginlega áhugamál , m.a.  möguleika á myntsamstarfi.

Af fréttum  RÚV , bæði útvarps og  sjónvarps í  kvöl,d  varð hinsvegar ekki annað  ráðið en að  Kristin Halvorsen hefði komið  til Íslands  eingöngu til að  ræða  um peningamál. Það var villandi fréttaflutningur. Morgunblaðið stóð sig betur  en  RÚV.

Í nýlegri  bloggfærslu   sagði ég frá  erindi,  sem ég heyrði Jónas H. Haralz  fv. bankastjóra  flytja  nýlega. Hann  sagði  einmitt að eitt  af því brýnasta sem  við blasti  nú  væri að  ná  samkomulagi  um  skjól  fyrir  krónuna  með  myntbandalagi  eða  myntsamstarfi  við aðrar þjóðir  eða þjóð.

mbl.is Lögðu áherslu á sterk tengsl

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>