Það vakti nokkra athygli, ekki síst þeirra sem áður höfðu starfað við blaðamennsku, að Blaðamannafélag Íslands skyldi enga skoðun hafa á framferði upplýsingafulltrúa Vegagerðar ríkisins, G. Péturs Matthíassonar, sem frægt var að endemum. G. Pétur starfaði sem fréttamaður við við Sjónvarp allra landsmanna. Þaðan tók hann með sér, ófrjálsri hendi viðtalsbút sem aldrei var sýndur vegna þess að Geir H. Haarde forsætisráðherra stöðvaði viðtalið.Auðvitað umdeild ákvörðun hjá forsætisráðherra, en ekki óeðlileg, að mínum dómi, þegar litið er til spurninga G. Péturs.
Þegar þessi sami G. Pétur var orðinn starfsmaður annarrar ríkisstofnunar,dró hann fram viðtalsbútinn, sem hann hafði tekið heim með sér án leyfis úr fórum vinnuveitanda síns og sýndi hann á netinu í þeim tilgangi að hefna sín á pólitískum andstæðingi,Geir H. Haarde forsætisráðherra. Þetta var auðvitað bæði stórmannlegt og fagmannlegt.
Á þessum heiðarlegu og drengilegu vinnubrögðum G. Péturs hafði Blaðamannafélag Íslands enga skoðun.Eftir því var þó leitað.
Nú kemur í ljós að einn af ljósmyndurum Morgunblaðsins vinnur einnig fyrir lögregluna og er því í allt annarri aðstöðu til myndatöku fyrir sinn miðil en tökumenn annarra fréttamiðla.Alltaf fyrstur á vettvang.Þetta er sennilega einsdæmi í hinum vestræna heimi.
Á þessu hefur formaður Blaðamannafélags Íslands heldur enga skoðun !
Auðvitað tengist það ekkert því að formaður Blaðamannafélagsins starfaði lengi fyrir Morgunblaðið , muni ég rétt. Skárra væri það nú ! En rétt man ég,að Blaðamannafélagið hafði sterkar skoðanir á aðgengi að dauðum ísbirni og notkun lögreglu á piparúða,sem félagið sagði sérstaklega beint að myndatökumönnum. Varla þó að þeim sem var að vinna fyrir lögregluna?
Er þetta gamla félag alveg heillum horfið ?
Skildu eftir svar