«

»

Dapurlegur hlátur

  Það var eitthvað óendanlega  dapurlegt í fréttum  Stöðvar tvö núna í  kvöld  að  hlusta á tvö þúsund fulltrúa á landsfundi  Sjálfstæðisflokksins skellihlæja að  þeirri  fullyrðingu Davíðs Oddssonar  að Norðmaðurinn sem  tímabundið  gegnir  starfi  seðlabankastjóra hljóti að vera  með  Alzheimer sjúkdóm á  háu  stigi. Það fór hrollur um mig  við að hlusta á þetta. Ég  hugsa  að hver einasta  fjölskylda á Íslandi hafi komist í snertingu  við þennan  hræðilega sjúkdóm með einum eða öðrum  hætti. Síðan ég starfaði  undir verkstjórn  Davíðs 1991 til 1993  hef ég litið á hann  sem   vin minn. Þessvegan  fannst mér  þetta sárt.

8 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. doddý skrifar:

     þau eru fjölmörg orðin sem eru hvorki skattyrði né bannorð. hinsvegar eru fjölmargir menn sem ættu að halda sér saman. kv d

  2. Gústaf Níelsson skrifar:

    Alzheimer er vart bannorð í opinberri umræðu? Davíð notaði orðið sem líkingamál og stílbragð og óþarfi að fara á límingunum þess vegna. Mikilvægara finnst mér að fá að vita hvort norski seðlabankastjórinn laug eða man ekki. Ef hann sagði satt, er minnið ekki upp á marga fiska.

  3. Bjarni Kjartansson skrifar:

    Hann hefði jafnt getað sagt þann norska hafa svonefnt ,,gullfiskaminni“ sem ekki getur að heldur talist gott fyrir mann í hans stöðu.

    Þá hefðu eigendur gullfiska reiðst.

    Þegar menn í æðstu stöðum eru inntir eftir viðburðum sem ættu að vera þeim ofarlega í minni, enda nýskeðir, grípa alfyrst til lyginnar, er ekki við góðu að búast hjá viðkomandi.

    Eins og Davíð sagði einnig í ræðu sinni er það lykilatriði, að við séum í liði með sannleikanum og andstæðingar lyginnar.

    Vonandi sjá menn það í gegnum pólitíska móðu illskunnar.

    Miðbæjaríhaldið

  4. Bögubósi skrifar:

    Jóhannes Guðnason. Mig langar til að ráðleggja þér að lesa texta þinn a.m.k. einu sinni, helst tvisvar yfir áður en þú ýtir á „senda“. Málblómin hjá þér eru ansi mörg, allavega miðað við að eigandi bloggsíðunnar er fyrst og síðast að leiðbeina með málfar.

  5. Rauða Ljónið skrifar:

    Það sem Davíð gerði hann sagði einfaldlega að Norðmaðurinn segði ósatt eða eins og sagt er nossarinn laug.

    ,,Davíð sagði að Seðlabankastjóri hefði við fyrsta tækifæri verið spurður hvenær fyrst hefði verið rætt við hann um að taka við stöðunni en þá hefði hann sagt að hann myndi það ekki. Davíð sagði að tveir möguleikar væru fyrir hendi; maðurinn væri með alzheimer eða hann hefði logið. Hans vegna vonaði hann að hinn norski bankastjóri Seðlabankans væri með alzheimer.“

  6. doddý skrifar:

    jóhannes, þú og davíð skuluð skammast ykkar. það er ekkert fyndið við það þegar fólk greinist með alzheimer og það er ekki auðvelt að eiga ættingja sem þjáist af þessum sjúkdómi. þetta var ósmekkleg ræða. kv d

  7. Jóhannes Guðnason skrifar:

    Þetta er nú einum of mikil viðkvæmi hjá þér,hlustaðu aftur á snillingur,skemmtikrafti og góðan húmorin hjá Davíð,hlusta með réttu hugarfari,nú þá hreinlega springur þú í loft af hlátri,þetta var ein magnast hnitmiðar og besta ræða sem flutt hefur verið hér á landi,í mörg ár,því miður misskilja margir þetta hjá Davíð og segja að hann tali niður til þeirra sem eru með Alzheimer-sjúkdóm,en það er karlinn alls ekki að gera,hlustaðu aftur á Davíð(vertu einn að hlusta) Hann er einfaldlega að gefa í skinn hvað sé að norðmanninum ekkert annað(ekki getur hann sagt að hann sé með kvef,þegar hann meinar Alzheimer ??) Davíð er bara að benda þjóðinni á að norðmaðurinn sem er ráðinn hér gegn landslögum,já ríkisstjórnin er að brjóta lög með ráðningu á honum,en það skiptir kannski ekki máli,hann gleymir því fljótt,hann er með Alzheimer að mati Davíðs (hvergi verið að líta niður til annar Alzheimer sjúklinga) Farðu bara í gott skap,hvaða annað land á svona skemmtilegan fyrrverandi forsætisráðherra ???ég bara spyr.??? svar enginn.Vertu kátur að eiga svona góðan og húmors mikkla karate, snillingur,skemmtilegur,mjög góðan húmor,bráðgreindur,sem sprengdi 1700 sjálfstæðismenn upp í loft af hlátri.Geri aðrir betur. 

  8. Vilhjálmur Eyþórsson skrifar:

    Ósköp átt þú bágt. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>