Helgi Haraldsson prófessor emerítús í Osló sendir okkur stundum línu. Hér segir Helgi: ,,Sæll Eiður.
Mínum skilningi er ofvaxin sú árátta blaðamanna að nota viðtengingarhátt í belg og biðu, einkum í fyrirsögnum.
Af þessu spretta oft gráthlægileg hugmyndatengsl, sbr. m.a.:
Óskað eftir ofsóknum í Ríkisútvarpinu:
Kristnir sæti ofsóknum í Ísrael http://www.ruv.is/frett/kristnir-saeti-ofsoknum-i-israel
==============
DV 1. febr. 2013:Læknir vill leyfa sænska snusið til að draga úr reykingum
Reykingar aukist í þeim aldurshópi sem tekur mest í vörina
Undarleg hvatning
====================================
Erlent | mbl | 24.5.2012 | 16:57. Hvatt til heimtufrekju:
Norskir ríkisstarfsmenn geri of miklar kröfur
Mbl. 4/7-09
Hondúras segi sig úr Samtökum Ameríkuríkja
Skattahækkanir skili litlu
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item286286/
Mann rekur í rogastans yfir því að nokkur skuli óska eftir því að skattahækkanir verði til lítils gagns.
En því miður virðist þetta vera enn eitt tilfelli af málvillufaraldri sem herjar á íslenska fjölmiðla um þessar mundir:.
Mogginn telur t.d. æskilegt að leit að vírus endi með smiti:
Tækni & vísindi | mbl.is | 31.3.2009 | 23:34
Vírus smitist við leit
Fyrirtækið Symantec, sem sérhæfir sig í vírusvörnum fyrir tölvur, varar við því að leita að upplýsingum um tölvuvírusa á netinu. Slái fólk inn nöfn á vírusum eins og „Conficker“, sem er vírus sem nú er í umferð, geti fólk villst inn á síður sem hýsi vírusinn.
Hvatt til þess að fjöldi manns í Danmörku verði atvinnulaus:
Erlent | mbl | 31.3 | 23:16
100.000 missi vinnu í Danmörku
Frá Árósum í Danmörku.
Þrátt fyrir að þúsundir Dana hafi þegar misst vinnuna á liðnum mánuðum segja sérfræðingar sem Berlingske Tidende ræddu við að fleiri fjöldauppsagna sé að vænta á næstunni. Búist er við að allt að 100.000 manns missi vinnuna á árinu.
DV lætur ekki sitt eftir liggja og vænir Brasiliuforseta um að vilja koma ábyrgðinni á kreppunni á bláeyga hvítingja:
DV 27/3: http://www.dv.is/frettir/2009/3/26/hvitt-folk-med-bla-augu-beri-abyrgd-kreppunni/
Hvítt fólk með blá augu beri ábyrgð á kreppunni (Lula)
En að öllu samanlögðu er þú RÚV líklega illviljaðasti miðillinn: leggur m.a. til að fermingarbörn reyki gras og að rauðu kjöti auðnist að valda heilsutjóni:
Rúv: 26.03.2009 15:06
Jafnvel fermingarbörn reyki gras
Stórir hópar fermingarbarna hafa byrjað neyslu á Maríjúana og telja það ekki vera skaðlegt.
RÚV 25.03.2009 08:55
Rautt kjöt skaði heilsuna
Vísindamenn við bandarísku krabbameinsstofnunina The US National Cancer Institute hafa birt nýjar upplýsingar sem sýna að mikil neysla á rauðu kjöti og unnum kjötvörum veldur heilsutjóni, aukinni hættu á krabbameini, hjartasjúkdómum og dauða.
Molaskrifari kann Helga bestu þakkir fyrir þetta bréfið.
Vonandi lesa þeir sem þurfa.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. – ESG
6 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Eiður skrifar:
06/02/2013 at 10:56 (UTC 0)
Þetta er nokkuð á reiki. Evrópa, evra, svo er talað bæði um Evróvisjón ovg Júróvisjón. Við eigum að halda okkur við Evr – frb,
Haukur Jóhannsson skrifar:
05/02/2013 at 21:42 (UTC 0)
Hvernig á að bera „eu“ fram á íslensku?
Er ekki eðlilegt að segja „e-u“ eða „ev“?
„Europol“ mun t.d. vera sagt „uropol“ á frönsku, „ojropol“ á þýsku, „júropol“ á ensku.
Liggur ekki beint við að segja „evropol“ á íslensku?
Sama á við um Evropris (þó það sé skrifað með Eu), Evrovision o s.frv.
Arkimedes sagði víst Evreka!, ekki Júreka!
Kv – hj
Eiður skrifar:
05/02/2013 at 14:24 (UTC 0)
Kærar þakkir, Pétur. Hárrétt.
Pétur Kristjánsson skrifar:
05/02/2013 at 12:54 (UTC 0)
Í seinni fréttum Ríkissjónvarps, þ. 4.2. 2013, var talað um að eithvað hefði valdið skakkaföllum einhvers, þegar sagt var frá bankamálum í Bretlandi. Ég tel að rangt sé farið með orðtiltækið. Talað er um að verða fyrir skakkaföllum.
„Skakkaföll“ eru sjólag, eða öldugangur, sem kemur skakkt að landi. Þetta sjólag átti það til að taka völdin af bátsmönnum og snúa bát þeirra þegar þeir reyndu að koma honum úr vör eða verum á leið til fiskjar. Þetta var kallað að verða fyrir skakkaföllum.
Eiður skrifar:
05/02/2013 at 10:27 (UTC 0)
Takk fyrir ábendinguna. En þessa eignarfallsmynd er reyndar á finna á vef Árnastofnunar ásamt myndunum snjóar og snjóvar.
Hörður Björgvinsson skrifar:
05/02/2013 at 09:40 (UTC 0)
Fyrirsögn í Morgunblaðinu í dag (5. febrúar):
…njótið hvíta
snjósins