«

»

Molar um málfar og miðla 1485

Í fréttayfirliti Ríkisútvarps (Speglinum 03.06.2014) var sagt: ,,Læknir segir að árásin í Selbrekku á föstudag þar sem maður fannst liggjandi í blóði sínu hafi greinilega verið ætlað að valda sem mestum skaða.” Hér er fallafælni á ferðinni, enn einu sinni. Þulur/fréttamaður hefði átt að segja: ,,Læknir segir að árásinni … hafi greinilega verið ætlað að valda mestum skaða”.

 

Lesandi benti á þessa frétt á visir.is (02.06.2014): http://www.visir.is/spanarkonungur-stigur-til-hlidar/article/2014140609863

Hér er talað um að einhver stígi til hliðar , er hann lætur af störfum, sest í helgan stein eða afsalar sér völdum eins og er í þessu  tilviki. Að stíga til hliðar er ekki íslenskulegt orðalag.  Þar að auki bendir þessi lesandi á þá íslensku venju að tala um Jóhann Karl, Spánarkonung og ríkisarfann, Filippus prins. Ríkisútvarpið notaði þau nöfn í hádegisfréttum þennan sama dag.

 

Fréttabarn á vaktinni á mbl.is á þriðjudagskvöldi (03.06.2014), dæmigerð viðvaningsfrétt. Þrjár stuttar málsgreinar og eitthvað athugavert  við þær allar: ,, Koma þurfti bátn­um Skvísu KÓ í land eft­ir að sjór lak inn á véla­rúm báts­ins rétt utan við Rif á Snæ­fellsnesi.

Nær­liggj­andi bát­ur fylgdi Skvísu til hafn­ar, en af ör­ygg­is­ástæðum var Land­helg­is­gæsl­an einnig kölluð út

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um er nú verið að hirða afl­ann úr bátn­um og verður vatnið losað úr véla­rúm­inu að því loknu.”

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/06/03/skvisa_i_vanda/

Molaskrifara hefur verið bent á að ekkert sé athugavert við að segja eða skrifa réttum megin. Molar 1483. Sjá: http://malfar.arnastofnun.is/?p=8043

réttum megin » Málfarsbankinn

malfar.arnastofnun.is.  Molaskrifari þakkar ábendinguna.

 

Í morgunfréttum Ríkisútvarps klukkan 07 00 (03.06.2014) var sagt: ,, … gæti ástandið í Evrópu farið að svipa til kalda stríðsins”. – Gæti ástandinu í Evrópu farið að svipa til kalda stríðsins. Þetta var reyndar lagfært í fréttum klukkan 08 00.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>