«

»

Molar um málfar og miðla 1597

 

Molavin skrifaði (19.10.2014) : „Stærstum hluta þeirra, sem hættu (í framhaldsskólum)…“ sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 (17.10.2014). Hér væri ekki aðeins réttara heldur einnig skýrara mál að segja: Flestir þeirra, sem hættu. Þetta er ekki beinlínis dæmi um rangt mál (en þó villandi) en samt vinsamleg ábending um að fréttamenn þurfi að hugsa áður en þeir skrifa. Það má forðast óþarfa málalengingar með því að lesa textann yfir og hugleiða hvort megi bæta hann áður en ýtt er á ENTER.”  Molaskrifari þakkar þarfa ábendingu.

 

Það var kannski misheyrn hjá Molaskrifara á sunnudagskvöld (20.10.2014) er honum heyrðist  sagt í  fréttum Ríkisútvarps á sunnudagskvöld þar sem fjallað var um lokun Hvalfjarðarganga , að því er framkemur í tilkynningu frá Spöli. Þessi fréttatími er ekki aðgengilegur á vef Ríkisútvarpsins. – Molaskrifari hefur nú séð á fésbók að þetta var ekki misheyrn. Fleiri heyrðu þetta.

 

Sigurður Sigurðarson skrifaði (20.10.2014): ,,Sæll,

Var að lesa íþróttablað Moggans og rakst þá á þetta á bls. 1, undir fyrirsögninni „Rúnar á leið í viðræður“:

 

„Við erum í viðræðum við langflesta af þeim leikmönnum sem eru með lausa samninga og ég held að það verði minni breytingar á leikmannahópnum í Vesturbænum en margir halda. Það er ekki ljóst að neinn af okkar leikmönnum sem eru samningslausir sé að fara,“ sagði Baldur.

 

Hefur þú einhvern skilning á niðurlaginu, þessu feitletraða. Ég veit sosum að þú ert ekki mikið fyrir fótbolta en það ætti ekki að skipta máli.”  Molaskrifari þakkar Sigurði bréfið og játar skilningsleysi sitt.

 

Eina fréttin af fundi kjördæmisráðs Framsóknarmanna á norðausturlandi um helgina, sem náði eyrum fjölmiðla, var um beinagrind. Beinagrind af hval. Fréttin var um að forsætisráðherra SDG hefði tilkynnt flokksfólki sínu, að beinagrind  steypireyðarinnar sem rak hér á land fengi samastað á Hvalasafninu á Húsavík.  Þetta þótt mikil frétt. Svo kom í ljós að þetta var ekki rétt. Beinagrindin átti bara að hafa viðdvöl á Húsavík og fara svo til Reykjavíkur á Náttúruminjasafn Íslands. Eftirlíking af beinagrindinni verður víst geymd á Húsavík.  Undarleg fréttaskrif!
Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

 

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>