«

»

Molar um málfar og miðla 1743

 

Af visir.is (25.06.2015): ,, … á meðan hópur fólks með er með áfengi við hönd á öðrum bát á í mestu vandræðum með verkefnið”.

http://www.visir.is/norsk-auglysing-gegn-olvun-a-batum-vekur-athygli/article/2015150629402

Þarna er ekki aðeins einu með ofaukið heldur er farið rangt með algengt orðatiltæki um neyslu áfengis. Talað er um að hafa áfengi við hönd. Rétt er að segja að hafa áfengi um hönd. Á öðrum báti, ekki bát, hefði Molaskrifari sagt. Enn kemur verkstjórnar og eftirlitsleysi við sögu. Metnaðarleysi , ætti kannski fremur að segja.

 

Við umferðarljós sá Molaskrifari sendibíl með auglýsingu frá Myllunni. Þar var auglýst eitthvað sem kallað var Fitty brauð.Slæmt þegar fyrirtæki velja sér ambögusmiði til að semja auglýsinginar. Fitty er ekki íslenska. Fitty er heldur ekki enska. Fitty er bara bull.

Fatty er hinsvegar enska. Er brauð ekki fitandi? Orðabókin mín segir um fatty, – e-ð sem inniheldur fitu, í sérstaklega mikla fitu eða bragðvonda. Fitty er ekki til í orðabókinni.

 

Það er undarlegt, en þó kannski ekki, hve hart DV gengur fram í að gera SDG að pílsarvotti. Skilaboðin í drottningarviðtalinu í blaðinu sem dreift var á öll heimili í vikunni eru í stuttu máli: Hér fer góður en þjakaður maður, sem allir eru vondir við. Verið góð við hann. Eigendaskiptin á þessu fyrirbæri skýra margt.

 

Oft hefur Ríkisútvarpinu verið hrósað hér fyrir stundvísi í dagskránni. Smávægilega hnökra í útsendingu er erfitt að forðast. Of oft  hefur það þó gerst, eins og um miðnættið í gærkvöldi (25.06.2015) að það vantar framan á fréttatímann. Þetta gerðist á Rás eitt. Engin skýring. Engin afsökun. Heyra menn þetta ekki í Efstaleiti eða er ekki talin ástæða til að biðja hlustendur afsökunar, þegar hluti fréttatímans skilar sér ekki í eyru hlustenda?

 

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>