«

»

Mogginn leggst í ræsið

 

Nýrri ritstjórn Morgunblaðsins fylgja nýir pistlahöfundur. Á laugardaginn var lagðist Morgunblaðið í ræsið með birtingu pistils eftir Sverri Stormsker um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Ritstjórarnir leggja blessun sína yfir sorann. Þessi pistill er eitt það sóðalegasta sem ég hef lesið í dagblaði. Þetta er verra en gamli Þjóðviljinn þegar hann var sem verstur og verra en orðljótustu leiðarar Jónasar Kristjánssonar,   skrifaðir í geðillskuköstum.

 Fyrirsögn pistilsins er klámkenndur orðaleikur.Viljandi gert. Morgunblaðið misbýður mörgu fólki með þessum skrifum og kemur þá pólitík ekkert við sögu.


 

 Ritstjórnin er annaðhvort með öllu dómgreindarlaus eða hatursfull úr hófi. Nema hvort tveggja sé. Nú fer að styttast í að ég hætti að borga fyrir að fá þennan skít inn á heimilið.

83 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Viskan skrifar:

    Ritstjórnin er annaðhvort með öllu dómgreindarlaus eða hatursfull úr hófi. Nema hvort tveggja sé.

    Þetta segir þú Eiður minn í greininni þinni, og vitnar í eina grein Sverris Stormskers á meðan t.d. DV hefur mannorð þúsundir einstaklinga á samviskunni en kemst upp með það árum saman.  Mig langar að vekja athygli á þessu þar sem einelti gagnvart einum fjölmiðli, í þessu tilviki Morgunblaðið, vegna eins starfsmanns vegur greinlega þyngra en sá óhróður og skemmdarstarfsemi sem DV fær að vaða uppi með.  Morgunblaðið skáldar ekki upp fréttir þegar ekki næst í viðmælanda, Morgunblaðið breytir ekki frásögnum fólks í fréttaflutningi sínum og Morgunblaðið stillir ekki fréttum sínum upp í æsifréttastíl líkt og DV !

    Og þess ber að geta að Fréttablaðið og Stöð 2 hafa verið dugleg í samvinnu við DV við að reyna að bola helsta og stærsta samkeppnisaðilanum sínum út af markaðnum og nota óspart ráðningu nýs ritstjóra til þessa verkefnis. Hafið það hugfast þegar þið lesið Baugstíðindin næst, og lesið síðan Moggann og komið með EITT dæmi þar sem Mogginn svara á sömu nótum.

  2. Steini Briem skrifar:

    Íslenskt þjóðfélag, rétt eins og önnur þjóðfélög í heiminum, byggist á ákveðnum reglum um samskipti manna, til að mynda lögunum. Og ef einhver brýtur til dæmis umferðarlögin getur hann átt von á refsingu, jafnvel þótt hann kunni ekkert í lögunum, því hann á að hafa kynnt sér þau, hætti hann sér út í umferðina á annað borð. Og sama gildir um opinber skrif, til dæmis í dagblöðum og hér á Netinu.

    Í umferðinni, rétt eins og öðrum samskiptum manna, verða að vera reglur og allir verða að fara eftir þeim. Við höfum lögreglu, lögmenn og dómara til að framfylgja lögunum og refsingar við lögbrotum eru meðal annars til að beina fólki á rétta braut, rétt eins og hvert annað uppeldi, en það á ekki að byggjast á líkamlegum refsingum.

    Hugsanlega getur verið fyndið að sjá einhvern brjóta umferðarlögin, og einhver önnur lög í landinu, en öllu frjálsræði eru takmörk sett til að vernda aðra gagnvart því. Og slíkar takmarkanir gera ekki þjóðfélag verra, heldur betra og skemmtilegra fyrir alla sem lifa í því þjóðfélagi.

    Og stundum verður að líta til bæði sjálfra laganna og dómafordæma til að átta sig á hvort lög hafa verið brotin í ákveðnu máli.

  3. Sævarinn skrifar:

    Þarf ekki bara að stofna Níðskriftarráð svo það sé hægt að koma fleirum að kjötkatlinum ? hver túlkar hin og þessi skrif með sínu nefi og sitt sýnist hverjum, það sem þú túlkar sem níð gæti ég túlkað sem háð því sem betur fer er enginn eins en það er samt verið að reyna að stýra öllum í þá átt að það sé bara ein ríkishugsun/leið og svakalega væri það litlaust þjóðfélag ef svo væri.

  4. Sævarinn skrifar:

    Ég las lauslega yfir þessar athugasemdir og núna kann ég íslenskan refsirétt utanbókar og það á 10 mín LOL !! Steini Steini, ekki missa þig alveg í lögum og reglum, fyrr má nú rota en dauðrota og það er eins og einhver sagði hér „Samfylkingarfnykur“ og Sverrir Stormsker er snillingur og einn besti penni sem um getur því hann segir það sem öðrum dreymir um að segja en hafa ekki kjark í það. Og þar fyrir utan þá eiga þingmenn/pólitíkusar að geta tekið við skítabombum án þess að grenja á við heilt kvennafélag, fólk sem býður sig fram í svona þarf að geta tekið við öllum óþveraskrifum nema það sé hrein og bein ósannindi, það er að segja að það sé verið að ljúga upp sögur, þá ber að leita réttar síns, en allar skítabombur og níðskrif verður fólkið að þola því annars hefur það ekki þann þykka skráp sem þetta starf krefst, og áður en ég ýti á  Senda ætla ég að taka skjáskot.

  5. Steini Briem skrifar:

    Pétur Harðarson.

    Það er nú ekki að öllu leyti ástæða til að mæra Matta Jó og Styrmi Gunnarsson í þessum efnum, enda ákærði Þórður Björnsson, náfrændi minn og þá ríkissaksóknari, ritstjóra Morgunblaðsins fyrir ærumeiðingar, þar sem þeir voru sakfelldir.

    Þórður Björnsson, Davíð Oddsson og undirritaður allir af Briemsættinni. Langafi minn var afi Þórðar og hnífurinn gengur ekki á milli okkar Davíðs.

    Hins vegar sé ég enga sérstaka ástæðu til að spyrða Harald Johannessen, nú annan af ritstjórum Moggans, við Davíð Oddsson í hvert sinn sem ég nefni hann. Ég hef enga vissu fyrir því að þessir menn þekkist eitthvað, enda eru margar vistarverur í nýja Moggahúsinu úti í Móa.

    Og ef menn eru að vakna til lífsins núna eftir einhvers konar dá síðastliðinn áratug má til dæmis benda þeim á að Davíð Oddsson sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í mars síðastliðnum að Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra í fyrsta ráðuneyti hans, „liti út eins og álfur út úr hól“. Slík ummæli eru ærumeiðingar. Aftur á móti kannast ég ekki við svipuð ummæli um nokkurn mann af hálfu Haraldar Johannessen, nú ritstjóra Moggans.

    Móðgun – Ærumeiðing sem getur falist í ýmiss konar skammaryrðum, uppnefnum og háðsyrðum, svo og ýmiss konar tilburðum sem horfa öðrum manni til óvirðingar eða lítilsvirðingar. Móðgun getur verið refsiverð samkvæmt 234. grein Almennra hegningarlaga. (Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. 2008.)

    Hæstaréttardómur nr. 163/1977.

    Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Matthíasi Johannessen, Styrmi Gunnarssyni og Sigmund Jóhannssyni.

    Ærumeiðingar. Miskabætur.

    Dómsorð:

    Ákærði Sigmund Jóhannsson á að vera sýkn af öllum kröf­um ákæruvaldsins í máli þessu. Málsvarnarlaun skipaðs verj­anda hans, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 100.000, greiðist úr ríkissjóði.

    Ákærði Matthías Johannessen greiði sekt að fjárhæð kr. 25.000 til ríkissjóðs.

    Ákærði Styrmir Gunnarsson greiði sekt að fjárhæð kr. 25.000 til ríkissjóðs.

    Ákærðu Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson greiði annar fyrir báða og báðir fyrir annan Karli Schütz miskabætur að fjárhæð kr. 100.000.

    Ákærðu Matthías Johannessen og 8tyrmir Gunnarsson, rit­stjórar Morgunblaðsins, skulu birta I, II. og VI. kafla dóms þessa, svo og dómsorð í 1. eða 2. tölublaði blaðs síns, sem út kemur eftir birtingu dóms þessa.

    Ákærðu Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson greiði annar fyrir báða og báðir fyrir annan allan sakar­kostnað er þeim við kemur, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Guðmundar Péturssonar hæsta­réttarlögmanns, kr. 100.000.

  6. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

     Ég áskil mér  rétt  til að  fjarlægja  dónalegar athugasemdir,  ekki síst frá nafnlausum hugleysingjum,  við þessa   og aðrar  færslur  mínar.  Skil  raunar ekki  hvað þessi  skrif mín   hafa komið mörgum í mikla geðshræringu.

  7. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

     Andrés, ég er eiginlega sammála þér um að niðurlagið sé  verra en fyrirsögnin. Sé þó alls ekki fyrir mér  að Matthías eða Styrmir hefðu  samþykkt  slíka fyrirsögn. Rámar í  áratuga gamla  fyrirsögn  um reiði  Elísabetar drottningar í garð  landa sinna , sem  var  orðuð með sama hætti í Mogga. Það  held ég  þó að hafi verið slys. Það  varð  Speglinum tilefni til skopmyndar  sem var þó algjörlega  laus við að vera klúr á nokkurn máta.

  8. Viskan skrifar:

    Fróðlegur lestur hér við þessa bloggfærslu !

    Annars finnst mér umræðan einkennast af mikilli blindni hér. Á meðan aðrir fjölmiðlar, t.d. DV komast upp með að vaða uppi með rangindi og mannorðsskemmandi skrif þá æsast allir upp þegar Davíð eða Sverrir opna munninn um þjóðfélagsástandið og gagnrýni á það. Heggur sá er hlífa skyldi má þess vegna segja um DV. 

    T.d. um könnun DV á uppsögnum í tengslum við ráðningu Davíðs þá er farið ansi frjálslega með tölur og ekkert gefið upp á hversu löngu tímabili eða hversu margir nýjir áskrifendur hafi bæst við á sama tímabili ! Vafasamt í meira lagi, og tilgangurinn grunsamlegur að mínu mati.  Enda mjög umhugsunarvert þegar einn fjölmiðill leggur í að kosta könnun um uppsagnir á öðrum fjölmiðli, það sér hver maður að þarna er einhver vafasamur tilgangur á ferðinni. 

    Ef Mogginn myndi t.d. kosta könnun á trúverðugleika DV myndi allt verða vitlaust. Afhverju, jú, því Davíð er ritstjóri og hans tilgangur er alltaf véfengdur á meðan aðrir fjölmiðlar komast upp með skítkast og mannorðsskemmandi umfjallanir, þrátt fyrir að eigendur þeirra fjömiðla beri beina ábyrgð á hruni efnahagslífsins.

    Því er það mér dulin ráðgáta að kóað sé með öðrum fjölmiðlum með vafasöm eignatengsl en Mogginn láta gjalda fyrir allt sem miður fer í þjóðfélaginu. Ef Mogginn fer á hausinn verða að öllum líkindum hátt í 1000 manns atvinnulausir, samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá fulltrúa í mínu bæjarfélagi, því ekki eru bara blaðamenn starfandi við blaðið heldur einnig bílstjórar, umboðsmenn, fréttaritarar úti á landi og blaðberar.

    Svo ég held að kominn sé tími að fólk leiti sér lækninga við þessu „krabbameini“ sem hatrið er, eða þá að beina henni í betri farveg eins og t.d. að mótmæla á Austurvelli, því mér skilst að nánast engin hræða hafi sést þar frá því að eldhúsbyltingin átti sér stað.  Hættið þessu væli og farið að gera eitthvað af viti, þið látið eins og vanþroska börn !!

  9. Pétur Harðarson skrifar:

    Steini, ég var nú bara að velta þessu fyrir mér af því að þú talar í sífellu um Davíð eða ritstjórann í staðinn fyrir ritstjórnina sem væri kannski réttara í þessu samhengi.

    En í öllum þessum skrifum um grein Sverris, hér og annars staðar, hefur enginn bent á hvað var nákvæmlega svona ærumeiðandi.  Eru menn að tala um síðustu málsgreinina þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að hausinn á Ingibjörgu sé tómur?  Eða að hún sé manneskja full af lofti?  Eftir að hafa lesið hennar eigin orð get ég ekki annað verið sammála þessum skoðunum hans og mér finnst hann hafa fullann rétt á því að koma sínum skoðunum fram.

    Ég sé hins vegar ekki þinn rétt í því að gerast saksóknari, dómari og böðull í þessu máli.  Hvað þá að setja alla sem finnst Sverrir fyndinn undir sama hatt.

  10. Steini Briem skrifar:

    Pétur Harðarson.

    Eins og margoft hefur komið fram skiptir hér engu máli hver eða hverjir eru ritstjórar Moggans, enda bendir höfundur þessa bloggs einnig á annan fjölmiðil í þessu sambandi.

    Ritstjórar Moggans bera jafnmikla ábyrgð á öllu því sem þar birtist og til dæmis samþykkti Matti Jó ekki heilsíðuauglýsingu sem þar átti að birtast um alnæmi, þannig að breyta varð auglýsingunni.

    Og gáðu að því að ég hef verið blaðamaður á Mogganum í mörg ár en ekki Davíð Oddsson.

    Matti Jó og Styrmir Gunnarsson hefðu aldrei birt þessi skrif Sverris Stormskers. Það er nú ekki eins og þessir menn hafi allir komið fram á sjónarsviðið núna um helgina og enginn viti hvað þeir hafa verið að skrifa og birta hingað til.

    Ærumeiðingar eru glæpur, refsivert athæfi sem varðar við Almenn hegningarlög.

    Þau voru ekki skrifuð sérstaklega fyrir Sverri Stormsker og ritstjóra Morgunblaðsins.

    Og ég ætla rétt að vona að Morgunblaðið ætli ekki að standa fyrir glæpastarfsemi í framtíðinni.

  11. Pétur Harðarson skrifar:

    Steini Briem, þú virðist góður í að leita uppi lagaklausur til að styðja mál þitt.  Hefurðu prófað að rannsaka hvað það eru margir ritstjórar á Mogganum?  Mig minnir nefnilega að þeir séu tveir en eins og venjulega falla þeir sem sitja við hliðina á Dabba í skuggann.

     Það er bókað mál að þessi grein hér hafði aldrei verið skrifuð ef annar ritstjóri Moggans héti ekki Davíð Oddsson.  Menn láta hér eins Solla geðstirða hafi ekkert af sér gert til að eiga skilið þessi skrif Sverris.  Lásuð þið ekki það sem hann Sverrir vitnaði í?  Þessi grein Sverris er í raun grafalvarleg þar sem að hún er sannleikanum samkvæm og ég held að það sé erfitt að kæra menn fyrir að segja satt og rétt frá.

    Ég held að það séu margir hér sem hefðu gott af því að lesa fleiri bloggfærslur eftir Sverri og vil ég þá sérstaklega benda á færslur hans um Óla útrásargrís og þessa hand, hand, hand, handónýtu ríkisstjórn sem við erum svo óheppin að sitja uppi með.

  12. Sigurjón Vilhjálmsson skrifar:

    Ég sé að færzla frá mér hefur verið falin, en ekki ein einasta hjá Steina Briem þar sem hann hraunar yfir allt og alla og leyfir sér að halda einhverju fram um að hundur sinn hafi hærri greindarvísitölu en aðrir.  Merkileg þykir mér hin selektíva ritskoðun sem hér birtist.  Það er greinilega ekki sama Jón og Sigurjón…

  13. Andrés Magnússon skrifar:

    Ég skil nú ekki af hverju menn eru að fara á límingunum yfir fyrirsögn Sverris, mér finnst niðurlag pistilsins miklu smekklausara. Framhjá hinu má þó ekki líta að Sverrir hefur nokkuð til síns meginmáls, svona burtséð frá orðaleikjunum óendanlegu.

    En það er ekki rétt athugað hjá þér Eiður að annað eins hafi ekki áður sést. Þessi fyrirsögn hefur nefnilega áður sést. Það var nánar tiltekið í DV snemma árs 2004, þegar næturgalinn frá Kópavogi, Leoncie, stóð í enn einni deilunni við Ríkisútvarpið fyrir einhverjar meintar meingerðir. Þá fékk hafnfirski háðfuglinn Jakob Bjarnar Grétarson þessa líka snilldarhugmynd, hringdi í Leoncie og spurði hvort hún væri útvarpsstjóra ekki reið. Hún hélt það nú og daginn eftir blasti við fyrirsögnin „Leoncie reið Markúsi Erni“.

    Þetta var fréttafyrirsögn, ekki fyrirsögn á pistli eftir pistlahöfund, sem getið hefur sér sérstaka frægð fyrir að vera klúr.

  14. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

    Takk fyrir  þetta, Einar Einarsson.

  15. Steini Briem skrifar:

    Og þegar sumir saka hér menn um húmorsleysi en hafa svo greinilega engan húmor sjálfir finnst mér það mjög fyndið.

  16. jonas skrifar:

    Ef þið sem segið upp mogganum , eingöngu út af skrifum eins manns.  þá missið þið af öllum hinum góðu pistlunum sem þið mynduð annars  vilja lesa. 

    Sleppið frekar bara að lesa pistla eftir menn eins og Sverri Stormsker.  Það er miklu einfaldara.

  17. Steini Briem skrifar:

    Það er engan veginn sami hluturinn og að meiða æru nafngreinds fólks úti í bæ, sem ekki á hlut að máli, átti þetta nú að vera.

    Og fyrir því er Hæstaréttardómur.

  18. Steini Briem skrifar:

    Sigurjón Vilhjálmsson.

    Þegar menn koma með svona setningar „Það mætti halda að þú værir ekki alveg í lagi í toppstykkinu …“ geta menn ekki átt von á góðu í nokkurri umræðu, hvorki hér á Netinu né annars staðar, til dæmis í heimahúsum.

    Það er engan veginn sami hluturinn og að meiða æru nafngreinds fólk úti í bæ, sem ekki á hlut að máli, eða setja fram ærumeiðingar í dagblaði með vitund og vilja ritstjórans. Hvað þá þegar ritstjórinn nýtir sér blaðið til að skrifa og birta þar eigin ærumeiðingar.

  19. Einar Einarsson skrifar:

    Stjórnborð —> Blogg —> Athugasemdir

    Klikkar á plúsinn við tiltekna athugasemd og síðan 'fela athugasemd'.

  20. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

     Ágæti Snorri Bergz,

    Ég hef  þegar frábeðið mér dónalegar athugasemdir  sem  skrifaðar hafa verið við færslu. Mig  brestur því  miður  tæknikunnáttu til að hreinsa  þessar athugasemdir út.  Þú  getur kannski leiðbeint mér  í þeim efnum.   Ekki detta  í þann pytt að rugla saman ritstjórn og  ritskoðun. Þar eru allt of margir fyrir.

  21. Snorri Bergz skrifar:

    En hissa er ég á E.S.G. að kvarta yfir dónaskap, en láta síðan ýmsan ósóma standa hér á eigin síðu, óáreittan. Er þar ekki sama sagan og með Moggann, sbr. skrif manna hér að ofan; Eiður vis a vis Davíð.

    Í aðra röndina vilja menn koma á ritskoðun á Moggann, en leyfa síðan margfalt meiri dónaskap á eigin síðu. Þetta er ekki góð pólítík Eiður og hefur það gert málflutning þinn, m.a. á minni Facebook síðu, gjörsamlega marklausan. 

  22. stefan benediktsson skrifar:

    Jæja Eiður! Það var aldeilis að þú hittir á taug. Ég hef ekki lesið grein Sverris en heyrist hún dæma sig og ritstjórann sjálf. Sverrir hefur oft verið fyndinn en hann er ekki Saturday Night Live. Baldvin Berndsen hefur þó rétt fyrir sér með að málfrelsi er nauðsyn líka frelsi til þess að sóðakjaftast, þá vitum við hvert við eigum ekki að leita eftir skoðunum. Ingibjörg er með þykkan skráp og kippir sér ekki upp við smá slettur. Gagnið er að nú vitum allir fyrir víst að skunkurinn býr í Hádegismóum og skunka skyldu allir forðast.

  23. Erna Valdís skrifar:

    Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig.

  24. Dísa skrifar:

    Og hvað?????

    Fólkið þitt er semsagt að standa sig í stykkinu eða hvað?????? Ekki rassgat í bala, um leið og það fékk stólinn sinn þá gleymdi það því sem það lofaði kjósendum sínum, það er nú bara þannig…

     Hvernig dettur þér í hug að þetta sé allt Davíð að kenna??? Er ekki allt í lagi með þig? Þú varst ekki boðin í partýið og ætlar ekki að taka til eftir okkur??? Afhverju er alltaf talað um ykkur og okkur??? Djöfulsins kjaftæði er í þér manneskja.  Hvað skyldi þú vera gera þér til dægrastyttingar, annað en að vera svona geggjuð í reiðinni???

  25. Hanna skrifar:

    @Disa

    Nei – einmitt ekki Dísa     „við ásamt fullt af öðrum íslendingum, útrásarvíkingum og kolvitlausu fólki komum okkur í þessa stöðu“….

    Ég kom ekki nálægt þessu og ég veit um fullt fullt fullt af fólki sem gerði það ekki heldur.  Þetta er söngur sjálfstæðismanna.  Að ALLIR hafi átt þátt.  Þú bara fyrirgefur – ég var ekki boðin í partýið og hef ekki áhuga á að taka til eftir ykkur.   Ég er ekkert að grenja – mér er bara óglatt yfir því hvað sjálfstæismenn eru siðblindir upp til hópa með skítapésann Davíð um borð og vilja breyta sögunni.  Þið kunið ekki einu sinni að skammast ykkar!

    Sem betur fer er málfrelsi hérna og það er EKKI sjálfstæðisflokknum að þakka.  Davíð rak menn og lét loka stofnunum ef menn nýttu sér málfrelsið.  Ég vil að hann, ásamt helstu ræningjum Íslands, verði handtekinn og dæmdur fyrir landráð.  Þegar búið er að hirða allt fémætt af þessum þjófum, dæma Davíð fyrir landráð og alvarleg afglöp í starfi, skal ég aðstoða við tiltektina.  Meðan þetta lið valsar hér um götur eins og það eigi rétt á því, ætla ég ekki að taka þátt.

  26. Óskar Guðmundsson skrifar:

    Elsku börn!

    Ef þið haldið að Sverrir sé slæmur ættu það allavega að huga að einu.

    Hann lýgur minna en núverandi ríkisstjórn!

  27. Dísa skrifar:

    Verð að segja að miðað við þessa grein hjá Stormskeri þá eru sum bloggin hér svæsnari…

    Auðvitað er málfrelsi hér Hanna, ég má líka alveg segja að mér finnst Davíð minn maður, mér finnst hann bara hreint út sagt frábær, hugaður..og frábær…..

    Og það þarf bara engin að svara því, en málið er að það eru svo margir hérna tilbúnir að rífa kjaft niður í rassgat um allt á milli himins og jarðar..það erum við íslendingar flinkust í…í staðinn fyrir að taka saman höndum… við ásamt fullt af öðrum íslendingum, útrásarvíkingum og kolvitlausu fólki komum okkur í þessa stöðu..fyrir utan það að það er búið að vera kreppa í öllum heiminum…veit að þið eruð á eyju en common….þröngsýnin á eftir að drepa ykkur ef að fólk hættir ekki að kenna hinum og þessum um…við erum þó á góðri leið uppávið…og okkar kerfi, fæðingarorlof, atv.leysisbætur o.fl. hefur verið hærra en í mörgum löndum..þannig að hættum að grenja og spýtum í lófana…hjálpumst að og styðjum hvort annað….því sameinuð stöndum vér…ekki satt??

  28. Jón skrifar:

    Hvað er að fólki!!!! var á síðunni hans sverris og lesa ósköpin því ég kaupi ekki snepilinn mbl og mér fannst  sverrir bara mildur og í raun ekki seigja neitt sem ekki er rétt og satt  

  29. Sigurður Sigurðsson skrifar:

    Ef þetta er það sóðalegasta sem þú hefur lesið Eiður, þá hefurðu greinilega ekki lesið DV í mörg ár, en þér til fróðleiks þá hefur það nú um nokkurt skeið verið notað til að bera út allskonar lygi um ákveðna stjórnmálamenn, þú veist hverja við er átt.

    Ég sakna þess að sjá þig ekki blogga um það skítarit sem DV er í dag.  Hefðurðu t.d. einhverja skoðun á trúverðugleika þess snepils ??

    Eða er pistillinn hjá þér bara eitt útspilið úr spilastokk Samfylkingarinnar – þar sem ég geri ráð fyrir því að gamall Alþýðuflokksmaður og ráðherra þess flokks, sé nú þar inviklaður ??

    Auðvitað er pistill Sverris á mörkunum, en flestir menn með þroska fullorðinna vita að Sverrir hefur verið á mörkunum í allri sinni textagerð frá því að hann kom fyrst fram, eða er það ekki ??

  30. Steini Briem skrifar:

    Svört er Frjálslyndra synd,
    Sigurjóns hryllings er mynd,
    á Belsebúb ást hans er blind,
    og botni á mórauðri kind.

  31. Steini Briem skrifar:

    Sambandið í Dölunum dalað,
    Daðason hefur þar smalað,
    mikið í réttunum malað,
    og mýsnar hafa þar talað.

  32. María Kristjánsdóttir skrifar:

    Einfaldasta ráðið gegn því að ergja sig ekki yfir níði Stormskers eða Davíðs er að lesa ekki moggann. Vonandi er Ingibjörg hætt að kaupa hann eins og ég. Mér finnst hins vegar,Eiður, undarlegt að á sama tíma og þú ert að hneykslast á Stormskeri skulir þú koma með órökstuddar fullyrðingar um gamla Þjóðviljann og ósmekklegar yfirlýsingar um persónu Jónasar Kristjánssonar.

  33. Steini Briem skrifar:

    Sigurjón Vilhjálmsson.

    Reyndu nú að tjúnna greindarvísitöluna upp í skóstærð. Meira að segja hundurinn minn er með hærri greindarvísitölu en þú og þér er velkomið að fara í mál út af því.

    Hér er margbúið að segja allt sem segja þarf um þetta mál
    og því ekki um annað að ræða en að kópíera eins oft og þurfa þykir það sem sagt hefur verið nú þegar.

1 2 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>