«

»

Hverja verndar Persónuvernd ?

  Einhver undarlegasta frétt, sem  lengi hefur birst, er að  lögreglunni sé óheimilt að nota myndir úr  eftirlitsmyndavélum á  bensínstöðvum til að hafa hendur í hári þjófa. Til hvers  eru  eftirlitsmyndavélarnar, ef  ekki  til að koma upp um lögbrjóta ?  Þjófarnir sem  hér  um ræðir   setja litaða  díeselolíu á  bíla sína. Litaða olían er eingöngu til nota á vinnuvélar og  hver lítri er  60 krónum  ódýrari en olían sem  er ætluð bílum. Þeir sem  þetta gera eru að  stela  frá  ríkinu. Þeir  eru að stela  frá samborgurum sínum.

 Það er alveg  stórmerkilegt,ef  Persónuvernd lítur á það sem hlutverk sitt að halda hlífiskildi yfir þjófum. Þeir halda þá  bara  áfram að stela. Þrælöruggir um að  ekki verður snert hár á höfði þeirra.  Þeir eru skjólstæðingar  Persónuverndar. Þetta er auðvitað fáránlegt.

6 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

     Sé þetta svona,  hef ég greinilega ekki lesið fréttina  nægilega vel,  eða  ekki skilið hana réttum skilnmingi, – enda  var þetta með  hreinum ólíkindum, ef rétt hefði verið.

  2. Hlynur Þór Magnússon skrifar:

    Þetta er rétt hjá Sigurjóni Vilhjálmssyni. Lögreglan má nota upptökur úr eftirlitsmyndavélum á bensínstöðvum en embætti ríkisskattstjóra var neitað um slíkt.

  3. Sigurjón Vilhjálmsson skrifar:

    Sæll Eiður og þið allir.

    Ef ég skildi téða frétt (vona ég að við séum að tala um sama hlutinn), þá er Ríkisskattstjóra óheimilt að fá gögn úr myndavélunum, en lögreglunni sé það einmitt heimilt til rannsókna mála sem á hennar borð rata.

    Svo er ég algjörlega ósammála því að Persónuvernd sé óþarft fyrirbrigði og ætti að leggja niður.  Þvert á móti ætti að efla hana.  Það er algjörlega nauðsynlegt að einhver stofnun fylgist með því að yfirvaldið sé ekki að níðast á borgurunum.  Við erum nefnilega borgarar; ekki þegnar.

    Kveðja úr austri, Sigurjón

  4. Njáll Harðarson skrifar:

    Persónuvernd er til dæmis fyrir þá sem eru ekki sekir fyrr en þeir eru dæmdir svo dæmi séu nefnd.

    Það sem virðist vera ábótavant er túlkun hins opinbera á þessum lögum og reglum, því stundum er allt í lagi að brjóta á fólki sem ekki er enn búið að dæma, að því leiti er þetta handónýtt. En td. ef myndavél nær mynd af þér á hlaupum frá vettvangi, ertu þá saklaus eða sekur, varstu að flýja eða stinga af?

    Ég er þeirrar skoðunar að þessar vélar gera lítið gagn, einfaldlega af því að vélarnar ná ekki öllu sviðinu og sjá ekki nema það sem er í sigtinu, þar af leiðandi eru þær hlutdrægar. Englendingar sem hafa fleiri vélar en öll Evrópa samanlögð segja sjálfir að þessar vélar hjálpi lítið við að upplýsa glæpi eða færri en 1 prósent sakamála og þeir hafa ekki mannafla til að annast allar vélarnar og fjöldi þeirra séu ekki einu sinni tengdar.

  5. Viskan skrifar:

    Merkilegt nokk ! Á meðan eftirlitsmyndavélar miðbæjarins eru notaðar til myndbirtingar til að góma grunaða afbrotamenn má ekki nota eftirlitsmyndavélar einstakra fyrirtækja til þess sama, þrátt fyrir að viðkomandi fyrirtæki borgar fyrir það dýrum dómum !!  Er Persónuvernd sem sagt á vegum ríkisins eða hvað !!

  6. Gunnlaugur Ingvarsson skrifar:

    Persónuvernd er svona gott dæmi um algerlega handónýta stofnun sem mætti leggja niður í heilu lagi og spara Ríkissjóði nokkur hundruð milljónir og okkur samborgurunum heil mikið vesein.

    Þeir eru alltaf í svona einhverskonar þykistu leik til að gera sig gildandi. Auðvitað getur almenn löggjöf og réttarkerfið séð um að vernda samborgarana fyrir hnýsni og óréttlæti stóra bróður og annarra.

    Svona óþarfa sýndarmennsku stofnun er eitthvða svo yfirgengilega ESB- legt fyrirbæri og handónýtt eins og megnið af þeirra þarflausa og handónýta þykustunni eftirlitsiðnaði.

    En þetta á bara eftir að versna ef við göngum þessu Ríkjasambandi á hönd. En það gerum við samt ekki við kolfellum allar tilraunir til að koma okkur þangað inn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>