Er einhver hissa ,þegar bankastjóri Landsbankans segir, að ef til vill verði nauðsynlegt að taka upp ensku í daglegum störfum í bankanum ? Ekki ég. Samskipti við útlönd eru svo ríkur þáttur í starfsemi íslenskra fjármálastofnana, að hluti starfsmanna talar allan daginn jöfnum höndum ensku og íslensku, því ekki tala erlendir bankamenn íslensku, – enn sem komið er !
Er ekki líka svo komið, að háskólar á Íslandi kenna sumir hverjir hluta námsefnis á ensku?
Það er svo komið að menn eru ekki lengur gjaldgengir á vinnumarkaði ,nema vera vel að sér í ensku. Maður þarf meira segja að kunna ensku til að geta tjáð sig við afgreiðslufólk í stórverslunum eins og Hagkaupum og Bónusi. Lenti síðast í því í fyrrdag og lenti líka í því að túlka fyrir fullorðinn mann sem var næstur á undan mér og ekki sleipur í enskunni.Það skilja nefnilega ekki allir ensku.Þetta er hinn harði veruleiki.En það er heilög skylda okkar að vernda móðurmálið. Þar standa fjölmiðlar og fjölmiðlungar sig illa. Stjórnmálamenn sletta ensku. “ Jæja , whatever..” sagði víttlesinn bloggari og forystumaður vinstri grænna í Silfri Egils. Í útvarpinu í morgun var verið að fjalla um bókmenntir og tekið svo til orða “..rithöfundar sem skipa svokallaðan short list eða stuttlista”. Óþörf sletta.Dæmin eru óteljandi, – því miður.Þetta var á bloggi Mogga í morgun.Well folks, time for a lil´update“Anywho…pabbi gamli og”..(Anywho er reyndar áður óþekkt nýyrði í ensku, sennilega ætlaði hann að skrifa Anyhow) Oft sletta þeir mest ,sem minnst kunna. “Ég var svo að fá mér nýja græju í gær…24″ widescreen tölvuskjá (Gateway FPD2485W). Þvílíkur munur, 1920*1200 upplausn og allez. Styður 1080p Hi-Def svo hann dobblar sem fullkominn skjár fyrir X-boxið líka og svo verður maður auðvitað að fá sér Blu-Ray spilara innan skamms. Svona lítur desktoppurinn út hjá mér núna. ..”Þetta er auðvitað málsóðaskapur með ólíkindum.Við eigum að kunna íslensku og stuðla að því að vegur tungunnar verði sem mestur. Við þurfum að kunna ensku, en við eigum að halda málunum aðskildum.Það er mergur málsins, en reynist mörgum erfitt.
Skildu eftir svar