Í sjónvarpsfréttum Skjás eins og mbl. is (11.12.2009) var talað um í Kringlunni. Fjölmiðlar gera sitt til að festa þessa ambögu í sessi. Fjölmiðlamenn ættu að kynna sér muninn á merkingu sagnanna að versla og að kaupa. Hann er skýr og málið einfalt, ef menn nenna að leggja sig eftir því að tala og skrifa rétt.
Í sjónvarpsfréttum Stöðvar tvö (14.12.2009) talaði fréttamaður um Þegar sagt er í Vindheimamelum læðist að manni sá grunur,að sá sem talar viti ekki hvað melar eru. Sami fréttamaður talaði um framlag til . Molaskrifari er næsta viss um að átt var við Safnahúsið að Miðbraut 8 í Búðardal. Orðið safnhús er oftast notað í merkingunni haughús og safnahúsið í Búðardal er ekkert haughús.
Bæði mbl. is og fréttastofa RÚV (14.12.2009) sögðu frá eldsvoða í bílskúr í Grafarholtshverfi þar sem farið hefði fram uppstoppun. Þá má svo sem vera að þarna hafi verið stoppuð upp dýr, en sá grunur læðist að Molaskrifara, að þarna hafi farið fram bólstrun, húsgagnabólstrun. Nýtt nafn á þeim sem eru menntaðir í þeirri iðngrein er þá líklega húsgagna uppstopparar, – ekki húsgagnabólstrarar, eða hvað ?
Molaskrifara þykir sjónvarpsauglýsing sparisjóðanna um viðskiptahlutdeild þeirra svolítið ótrúleg. Grunar að hún sé dæmi um hvernig hagræða megi sannleikanum með línuritum og súlum án þess beinlínis að segja ósatt. Hve fjölmennt var úrtakið sem byggt er á ? Fróðlegt væri að vita það. Voru það tvö hundruð manns, eða tólf hundruð manns? Það skiptir máli.
Molaskrifari hefur á tilfinningunni að ekki sé langt í að fréttavefnum mbl.is verði lokað og þeir einir fái aðgang, sem kaupi áskrift. Öðrum þræði hefur Morgunblaðið verið að undirbúa jarðveginn með því að flytja fréttir af því að í útlöndum tali menn um að ekki sé hægt að flytja fréttir ókeypis á veraldarvefnum.Fjárhagsstaða Morgunblaðsins er slæm, þrátt fyrir milljarðaafskriftir skulda jöf er nýir eigendur tóku við.
3 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Birgir Örn skrifar:
17/12/2009 at 11:43 (UTC 0)
Ég var að finna þessa síðu. Hún er áhugaverð…
http://www.tilvitnun.is/
Eiður skrifar:
15/12/2009 at 21:35 (UTC 0)
Sæll Jón Ómar, þakka þér orðin. Þetta mun allt hafa verið rétt, þarna var verið að stoppa upp dýr, en ekki bólstra húsgögn. Það gleður mig að þú skulir telja þig hafa gagn af þessum pistlum mínum. Kær kveðja Eiður
Jón Ómar Möller skrifar:
15/12/2009 at 20:24 (UTC 0)
Sæll og blessaður Eiður!
Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir pistlana þína um daglegt mál. Ég fer á hverjum degi ínn á síðuna þína til að sjá hvað þú hefur til málanna að leggja og hef lært mikið á því. Ástæða þess að ég skrifa þér núna er fréttin um eldsvoðann í bílskúrnum. Þar er talað um að þar hafi farið fram uppstoppun. Nú vill svo til að ég er lærður húsganabólstrari og hef aldrei heyrt talað um uppstoppun. Það sem mér datt fyrst í hug var hvort þarna væri unnið við að stoppa upp dýr. Gæti það verið? Ég veit ekki alveg hvað sú iðngrein er kölluð. Mér datt þetta svona í hug.
Bestu kveðjur.
Ómar Möller