Category Archive: Molar

Molar um málfar og miðla 573

  Fljótt á  litið virðist  andlitslyfting sjónvarpsfrétta Ríkisútvarpsins hafa tekist  bærilega, – nema iðandi  og órólegur  veggur bak við  fréttaþul   truflar og er pirrandi. Dregur athyglina  frá því sem verið er að segja.  Því ætti að breyta sem fyrst. Veðurfregnir hafa líka fengið nýjan svip. Gaman hefði verið að sjá  til veðurs í vesturheimi, en  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 249

Hvaða lausnir  sérðu möguleika á? Svona orðaði fréttamaður  RÚV  spurningu í hádegisfréttum  (30.01.2010). Hann hefði getað sagt:  Hvaða lausnir eru í sjónmáli ?  Eða: Hvaða lausnir eru  mögulegar?, – ekki gott.    (30.01.2010)   Í sama fréttatíma var sagt: „… strax á eftir  helgina.“. Þarna  var á-inu ofaukið.  Lögreglubolir enn á lausu, sagði í  þriggja dálka  forsíðufyrirsögn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 227

  Margt var gott um fyrri hluta heimildamyndarinnar um það þegar þýskur  kafbátur sökkti Goðafossi  út af  Garðskaga   í nóvember 1944. Hún var vel og fagmannlega gerð. Það var hinsvegar  nærri hámarki smekkleysis  hjá sjónvarpi ríksins að sýna  rétt á undan  auglýsingu  frá  Eimskipafélagi  Íslands  þar sem sungið var :  „Þá var hlegið  við störfin …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 226

   Úr fréttum RÚV sjónvarps (22.12.2009) Samkvæmt  yfirvöldum á staðnum. Þetta er ekki boðlegt orðalag. Betra væri: Að sögn yfirvalda á staðnum.  Í sama fréttatíma var   talað um að líta á eitthvað alvarlegum augum. Þarna er  á ofaukið. Rétt er að tala um að líta e-ð alvarlegum augum. Einkennileg þótti  Molaskrifara  bókarauglýsing  sem margsinnis  var  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 225

Í Bæjarmálum, málgagni Samfylkingarinnar í Garðabæ er svohljóðandi fyrirsögn á baksíðu (21.12.2009): Tvennir  flokksstjórnarfundir í Garðabæ. Sama orðalag er notað í fréttinni. Hér hefði átt að tala um tvo flokksstjórnarfundi. Ef um tónleika hefði verið að ræða hefði átt að tala um  um tvenna tónleika.  Tveir fundir. Tvennir tónleikar. Úr dv.is (21.12.2009):Karen Rawlins óttaðist að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 221

Í DV (16.12.2009) er tekið svo til orða að ,feitt bragð sé af kjötinu“. Hér þætti Molaskrifara eðlilegra að segja að fitubragð sé að kjötinu, því bragð er að þá barnið finnur, eins og þar stendur. Í sama blaði er talað um að svör við spurningum blaðamanns hafi verið fáfengileg. Molaskrifari er þeirrar skoðunar , …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 220

Athugasemdir um málfar og fjölmiðla