«

»

Molar um málfar og miðla 250

Úr mbl. is. (01.02.2010) Þetta er sem sagt gamli Gullfoss sem við endurbyggðum til þess að sýna fólki hvernig sjómennirnir komu niður Gullfossi á þessa gömlu trébryggjur. Komu niður Gullfossi á þessar gömlut trébryggjur ?

Ólafur segir mikið fjáraustur sigursælla frambjóðenda… Þetta er úr dv.is (02.02.2010). Fjáraustur er karlkynsnafnorð. Þessvegna hefði þarna átt að standa mikill fjáraustur. Fjáraustur þýðir sóun fjármuna, en þannig er orðið skýrt í Íslenskri orðabók. Úr sama miðli sama dag: …hefði boðið henni upplýsingar sem sagðar eru hafa verið stolnar frá lögfræðingnum … Hér er heldur klaufalega að orði komist. Betra hefði verið að mati Molaskrifara að segja: … hefði boðið henni upplýsingar,sem sagt er að hafi verið stolið frá lögfræðingnum…

Óvenju margir ölvunarakstrar segir í fyrirsögn á mbl. is (02.02.2020) . Þeim Morgunblaðsmönnum til fróðleiks er bent á að orðið akstur er ekki til í fleirtölu á íslensku.

Molaskrifara varð það á að skrifað vanhugsað og ómaklega um þá Óla Björn Kárason og Jónas Haraldsson. Þetta var gert í fljótfærni og mér þykir það leitt. Bið ég þá félaga afsökunar og hef fjarlægt færsluna

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>