Það flögrar að að manni hvort umræðan sé komin á villigötur , þegar fram koma þingmál um fatalit ungbarna á fæðingardeild Landsspítalans. Einhvernveginn finnst mér það. Það er komið einhverskonar kapphlaup í þessa svokölluðu jafnfréttisumræðu. Þar vill hver gera öðrum meira þannig að úr verður hrein vitleysa. Konur mega helst ekki lengur heita ráðherrar og þá sjálfsagt ekki sendiherrar heldur. Herra minn trúr, – eða þannig !
Kemur kannski að því að bannað verður að auglýsa bækur fyrir stráka og bækur fyrir stelpur ? Það er aldrei að vita.
Minnist þess að á æskuárunum gleypti ég í mig stelpubækur ekki síður en strákabækur.Fékk þær lánaðar hjá stelpunum jafnöldrum mínum í Norðurmýri bernskunnar Las Bennabækur og Beverly Grey, Sögur af Öddu og Jóa leynilögreglumanni. Bláu bækurnar og Dóru bækurnar hennar Ragnheiðar Jónsdóttur. Þetta var fín blanda.
1 athugasemd
Ekkert ping ennþá
Þorsteinn Sverrisson skrifar:
30/11/2007 at 21:45 (UTC 1)
Sammála, þessi pólitíski rétttrúnaður er að fletja allt út. Svo má ekki kenna kristnifræði í skólum, ekki borða svínakjöt. Ég veit ekki hvernig þetta endar.