«

»

Molar um málfar og miðla 284

Átakanlegt var að horfa á Kastljós að kveldi annars  páskadags,  er sýnt var myndband af því er bandarískir  hermenn  skjóta  óbreytta  borgara í Bagdad með hríðskotabyssu úr þyrlu. Þetta var skelfilegt og þyngra en tárum tekur að  horfa á saklausa borgara myrta  og heyra  svo hermennina hreykja sér af voðaverkunum.

  Það  er hinsvegar ámælisverð  dagskrárgerð hjá   Sjónvarpi ríkisins að sýna þetta efni klukkan hálf átta að kveldi  annars dags páska. Það eru óafsakanleg.  Það er líka einkennileg dagskrárgerð að  sýna íslenska  kvikmynd tuttugu mínútum eftir miðnætti og vinnudagur  að morgni hjá flestum! Svo er Kastljósið  endursýnt klukkan að ganga þrjú um nótt ! Enn er spurt  hvort endursýning Kastljóss sé tekjutengd?  Þetta er með öllu óskiljanlegt. Þeir sem  setja saman  dagskrá   Sjónvarpsins ættu að fást við eitthvað annað.

Molaskrifari stenst ekki mátið og birtir  hér málsgrein úr  frétt á mbl. is (05.04.2010) um starf björgunarsveita á Fimmvörðuhálsi. Lesendur  dæmi:

Ég held við getum öll sagt okkur það sjálf að ásóknin verður aldrei í þessu magni til lengri tíma, þ.e. mörg þúsund manns að leggja leið sína á gossvæðið á hverjum degi,“ segir Svanur og bendir á að Landmannalaugar hafi mikið aðdráttarafl en þar er engin gæsla eða skipulagt vöktunarstarf. „Það svæði er jafn hættulegt hálendislega séð þó veður séu mest óútreiknanleg á Fimmvörðuhálsi þó víða væri leitað á landinu.“

   Oft hefur hér verið  vikið að því hvernig  hver  étur eftir öðrum í ljósvakamiðlunum. Nú er  það svo í  Sjónvarpi  ríkisins, að enginn segir lengur  klukkan átta eða klukkan tíu. Allt gerist á slaginu  átta eða slaginu tíu.  Ósköp  er þetta hjákátlegt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>