«

»

Molar um málfar og miðla 299

Mögnuð nánd við Gígjökul var góð fyrir sögn í Mogga (5.05.2010). Vond fyrirsögn á aðsendri grein í sama tölublaði var hinsvegar: Það er er mikill munur á sannleika og lygi. Þarf að  segja  fólki það í fyrirsögn?

 Í seinni fréttum Ríkissjónvarps (05.05.2010) var sagt: .. þingið mun kjósa um  tillöguna á  föstudag. Verið var að  ræða um fyrirhugaða atkvæðagreiðslu á þýska sambandsþinginu. Þing  kjósa ekki um  tillögur. Á þingum eru greidd atkvæði um tillögur.

 Stórfyrirtækið Hagkaup gerir  enn eina atlögu að íslenskru  tungu í opnu auglýsingu í Fréttablaðinu (06.05.2010) þar sem á  tveimur stöðum stendur með   flennistóru letri  RISA TAX FREE DAGAR. Þetta er  þeim Hagkaupsmönnum til skammar.

Misskildi Molaskrifari þingmanninn Guðlaug Þór í Kastljósi ? Fjölmiðlar segja, að hann ætli að birta nöfn   þeirra sem  styrktu hann og vildu ekki að nöfn þeira væru birt.  Molaskrifari skildi þingmanninn svo, að  hann ætlaði að birta nöfnin, ef þeir sem  styrkina  veittu  leyfðu að nöfn þeirra væru birt.    Á þessu er reginmunur.

Það kemur æ betur í ljós hve miklu tjóni ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar í BBC og  fleiri erlendum  fjölmiðlum hafa valdið þjóðinni. Það er ekki sama hver  talar. Forsetinn á  ekki að tjá sig við erlenda  miðla um mál,sem hann veit ekkert um. Orð vísindamanns hefðu  ekki haft sömu áhrif.  Hvað ef Elísabet Bretadrotnning  hefði  komið með  viðlíka yfirlýsingu, að breyttu beytanda í BBC,  – er þó ekki  verið að líkja Ólafi  við Elísabetu. Vandinn er sá,að  margir útlendingar halda  að Íslendingar séu með  alvöru  forseta. Það er ekki alvöru forseti,sem lýst er í  sðferðishluita  skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Það er  líka alvörumál þegar forsetahjónin   rífast  í viðurvist erlendra  fjölmiðlamanna,   ummæli  forsetans í erlendum  fjölmiðlum eru nær  ævinlega rangt eftir honum höfð, slitin úr  samhengi   eða á misskilningi byggð. Þetta  segja  stjórnmálarefir alltaf,   þegar þeir hafa talað af sér.

 Fréttaþulur Ríkissjónvarps bað hlustendur afsökunar á  rúmlega  tuttugu mínútna  seinkun seinni frétta  (04.05.2020). Seinkunin var auðvitað  vegna íþrótta. Íþróttir ganga fyrir  fyrir öllu í Efstaleitinu. Og íþróttum var svo sannarlega gert hátt undir  höfði þetta kvöld. Óskiljanlegt rugl varð hinsvegar í útsendingu Rásar eitt eftir miðnætti þetta kvöld. Að loknum fréttum á miðnætti  voru að venju á dagskrá Næturtónar. En þá  segir þulur  venjulega um leið hann kynnir fyrsta   sílgilda  tónverkið að  síðan verði leikin verk   eftir  Bach  , Beethoven, Mozart , Haydn og nefnir  fleiri helstu tónskáld sögunnar. Og hlustendur eru svo sem engu nær.

   Þetta kvöld  kom löng  þögn að lokinni þularkynningu. Svo  heyrði  Molaskrifa lokin á   einhverju þar sem  ung kona  bað guð um að gefa   fólki góðan dag. Það var ósköp fallegt fyrir svefninn. Nokkuð löngu síðar var þularkynningin frá miðnætti endurtekin en þögn fylgdi í kjölfarið. Loks var eftir langa  mæðu líklega undir hálf eitt  byrjað að útvarpa útsendingu Rásar tvö. Molaskrifari beið eftir  fréttum klukkan eitt. Þá  voru   fréttrinar  frá miðnætti  endurteknar óbreyttar að ég best heyrði. Engin skýring. Engin afsökun.  Var bilun í tæknibúnaði? Hvað var á seyði í Efstaleitinu ? Aftur voru  Næturtónar í auglýstri dagskrá  miðvikudagsins. Þeir skiluðu sér ekki í  viðtæki Molaskrifara. Heldur var þar útsendinga Rásar tvö.

 Það er svo kafli útaf fyrir sig að útvarpið skuli leyfa sér að  flytja  sígilda  tónlist alla nóttina án þess að kynna verkin. Það er lítilsvirðing  við listina.  Ef þetta snýst um sparnað  mætti alveg  sleppa eins og einum íþróttaleik í mánuði, og jafnvel tveimur ,ef  með þarf.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>