«

»

Molar um málfar og miðla 339

Á laugardaginn var (26.06.2010) lenti  Sjálfstæðisflokkurinn í alvarlegu umferðarslysi fyrir ótrúlegan klaufaskap. Það er hárrétt, að  hann hefur nú sest á bekk með örfáum öfgaflokkum yst til hægri. Verði honum og forystu hans að  góðu. Dapurleg  örlög flokks, sem eitt sinn var í fararbroddi  þeirra sem  vildu starfa sem nánast með vestrænum lýðræðisríkjum.  Nú er flokkurinn stjórnlaust rekald á úthafi stjórnmálanna og hefur enga landsýn, bara þröngsýn einangrunarsinna.

 Af AMX öfgavefnum (27.06.2020): Bjarni sýndi að það fer honum vel að tala um hugmyndir og leggja niður skýra framtíðarsýn sem byggir á frelsi einstaklinganna, lágum sköttum og tækifærum.  Af þessu verður ekki annað  ráðið ,en að formaður flokksins hafi lagt niður framtíðarsýn flokksins. Alkunna er  að Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar mikið undir dulnefni/dulnefnum á  AMX vefinn. Hann hefur þó varla skrifað þetta, en einhversstaðar las Molaskrifari að  ritstjóri AMX gæti naumast kallast sendibréfsfær. Það gæti skýrt málið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>