«

»

Molar um málfar og miðla 515

 Alþingi hefur nú kjörið  Ríkisútvarpinu nýja fimm manna stjórn til fjögurra ára. Allt  eru það valinkunnir  einstaklingar,sem örugglega  hafa  víðtæka  þekkingu reynslu af öllu sem snertir  útvarp og   sjónvarp. Annars hefðu þau varla  verið kosin. Eða hvað?  

 Á fréttavef Ríkisútvarpsins segir í fyrirsögn (25.01.2011): Aldrei  fleiri fengið  bók í gjöf.  Molaskrifari hefði orðað þetta á  annan veg:  Aldrei fleiri fengið bók að  gjöf.  Hinsvegar: Ég fékk  bók í  jólagjöf.

 Í hádegisfréttum  Ríkisútvarpsins (27.01.2011) var sagt því að  ráðist hefði verið á útför. Í þessu tilviki hefði verið betra að segja að ráðist hefði verið á líkfylgd.

  Tíufréttir Ríkissjónvarpsins hafa hafist á réttum tíma kvöld í  röð og  ber nú nýrra við. Því ber að fagna. Líklega er komin almennileg klukka í vistarveruna þaðan sem útsendingu er stjórnað.  Vonandi verður framhald á.

 Auglýsingastofur  eiga að vanda málfar í auglýsingum. Á því er oft mikill misbrestur. Á blaðsíðu þrjú í Morgunblaðinu (27.01.2011)  er  heilsíðuauglýsing frá  Samtökum aldraðra. Þar stendur:  Framkvæmdir á Sléttuvegi 29-31 er að ljúka.  Framkvæmdir á Sléttuvegi  er ekki að ljúka, — framkvæmdum á Sléttuvegi er að ljúka. Aftar í blaðinu er  heilsíðuauglýsing um Ótrúleg verð. Við hverju er svo sem að búast frá fyrirtæki sem kallar sig  Sport Outlet.   Þaðan er ekki að vænta vandaðs málfars.

 Auglýsingadeild Ríkissjónvarpsins virðist taka gagnrýnilaust við öllu, sem að henni er  rétt. Nýjasta  dæmið er frá   veitingastað, sem heitir  Yummi, Yummi. Látum nafnskrípið vera. Þetta  mun vera  matstaður  og í auglýsingunni stendur á ensku  to go . Það þýðir  í þessu  tilviki, að  viðskiptavinir  tekið með sér mat til neyslu annarsstaðar. Hversvegna þarf íslenskt  Ríkissjónvarp að  tala i til okkar á  ensku í auglýsingum  íslenskra  fyrirtækja?  Metnaður  fyrirfinnst enginn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>