Rás eitt er eina réttlætingin fyrir tilvist Ríkisútvarpsins, eftir að Ríkissjónvarpinu var breytt í vídéóleigu og íþróttarás. Á Rás eitt er margt prýðilegt að finna bæði í tónum og töluðu máli. Fjölmargir vandaðir þættir eru þar á boðstólum. Að morgni laugardags (05.02.2011) hlustaði Molaskrifari á tímabæran og fróðlegan , endurtekinn, Víðsjárþátt um Egyptaland. Ódulbúið Bandaríkjahatur gamals hernámsandstæðings, spillti þættinum dálítið, – en í heild var þetta vandað og vel unnið efni.
Í Sunnudagsmogga og á mbl.is (05.02.2011) sáu lesendur að útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins er ekkert um samkeppnina frá 365 gefið. Velþóknun Morgunblaðsins leyndi sér ekki.
Það var eitthvað ómennskt og ógeðfellt við þýska tröllið,sem hampað var í fréttatímum beggja sjónvarpsstöðvanna (05.02.2011). Óskiljanlegt að vera að hampa þessum viðbjóði. Þessi afskræming mannslíkamans gerði manni eiginlega óglatt.
Íþróttir ollu því líklega, að fréttum Ríkissjónvarps seinkaði á laugardagskvöld (05.02.2011). Þar með fór öll kvölddagskráin aðeins úr skorðum. Seinkunin var reyndar tilkynnt á skjánum en enginn vandi hefði verið að koma í veg fyrir þetta. Klipppa hefði mátt aðeins aftan af gjafafárinu í endursýndu Útsvari. Aðrar sjónvarpsstöðvar kosta kapps um að standa við auglýsta dagskrá. Ríkissjónvarpið okkar á enn margt ólært eftir næstum 45 ár !
Lögregluforinginn Barnaby í danska sjónvarpinu DR1 bjargaði laugardagskvöldinu. Ekki í fyrsta skipti. En svo koma meira sjónvarp. Frá því segir til gamans í öðrum pistli.
Skildu eftir svar