«

»

Molar um málfar og miðla 543

Úr mbl.is (28.02.2011) : Goðafoss sigldi út úr norska skerjafirðinum fyrir skömmu en skipið er á leið til Óðinsvéa í Danmörku það sem það verður tekið í slipp. Þá er   Skerjafjörðurinn  kominn til Noregs, að sögn  Mogga.  Og ekki lýgur  Moggi, var einu sinni sagt !

 Í kynningu á Íslandi í dag á  Stöð tvö (28.02.2011) talaði fréttamaður um fjögur verðlaun. Orðið verðlaun er  aðeins til í fleirtöluu. Þess vegna hefði  fréttamaður átt að tala um  fern verðlaun. Þetta hefur verið nefnt  svona  fimmtíu sinnum í Málfarsmolum!

  Þetta segir stofnunin vera helsta skýringin á tapi hennar,  var sagt í  hádegisfréttum Bylgjunnar (28.02.2011). Hér hefði  átt að segja: Þetta  segir  stofnunin vera helstu skýringuna …    Eða: Stofnunin segir  þetta aðalskýringuna á tapi hennar.

Molaskrifari taldi sig nokkurnveginn óhultan að hlusta á Rás tvö að morgni  mánudags (28.02.2011). En viti menn var þá ekki komið þar á dagskrá leikaraslúður  frá Hollywood á hrognamáli. Það er  ömurlegt að dagskrárstjórar skuli telja þetta efni birtingarhæft og hlustendum bjóðandi..

 Það kemur fyrir að bitastætt efni er í morgunútvarpi Útvarps  Sögu  Nýlega (28.02.2011) var þar talað um fjármagnseigendur eins og það  væru glæpamenn upp til hópa.   Fjármagnseigendur er annað  orð yfir sparifjáreigendur. Umsjónarmaður  morgunútvarps ætti að kynna sér  hve stór  hluti þeirra sem hann kallar fjármagnseigendur eru  eldri borgarar sem  lagt hafa  fé til  hliðar og unnið hafa samfélaginu alla ævi.  Umtalsverður  sparnaður fór ekki að myndast í þjóðfélaginu  fyrr en með verðtryggingunni. Því  vilja  ýmsir helst gleyma. Áður var þjóðfélagið eiginlega  þjóffélag  þar sem verðbólgan stal öllum sparnaði heiðarlegs fólks.

Óskar Bjartmarz þakkar Molaskrif og segir: „Datt í hug að leita til þín og spyrja þig um orðið „Uppkosning“ sem að því er mér virðist birtist fyrst í Morgunblaðinu eða Mbl.is. Í mínum huga er þetta eitthvert orðskrípi en allavega þá skil ég ekki hvað er átt við með því nema þá helst að kosningu þurfi að endurtaka. Reyndi að skoða þetta í orðabókum á netinu en komst næst því að þetta væri eitthvert nýyrði.“ Molaskrifari þakkar Óskari og tekur undir með honum. Uppkosning er orðskrípi, sem ekki er til fyrirmyndar.
Úr mbl.is (28.02.2011) : Goðafoss sigldi út úr norska skerjafirðinum fyrir skömmu en skipið er á leið til Óðinsvéa í Danmörku það sem það verður tekið í slipp. Þá er   Skerjafjörðurinn  kominn til Noregs, að sögn  Mogga.  Og ekki lýgur  Moggi, var einu sinni sagt !

 Í kynningu á Íslandi í dag á  Stöð tvö (28.02.2011) talaði fréttamaður um fjögur verðlaun. Orðið verðlaun er  aðeins til í fleirtöluu. Þess vegna hefði  fréttamaður átt að tala um  fern verðlaun. Þetta hefur verið nefnt  svona  fimmtíu sinnum í Málfarsmolum!

  Þetta segir stofnunin vera helsta skýringin á tapi hennar,  var sagt í  hádegisfréttum Bylgjunnar (28.02.2011). Hér hefði  átt að segja: Þetta  segir  stofnunin vera helstu skýringuna …    Eða: Stofnunin segir  þetta aðalskýringuna á tapi hennar.

Molaskrifari taldi sig nokkurnveginn óhultan að hlusta á Rás tvö að morgni  mánudags (28.02.2011). En viti menn var þá ekki komið þar á dagskrá leikaraslúður  frá Hollywood á hrognamáli. Það er  ömurlegt að dagskrárstjórar skuli telja þetta efni birtingarhæft og hlustendum bjóðandi..

 Það kemur fyrir að bitastætt efni er í morgunútvarpi Útvarps  Sögu  Nýlega (28.02.2011) var þar talað um fjármagnseigendur eins og það  væru glæpamenn upp til hópa.   Fjármagnseigendur er annað  orð yfir sparifjáreigendur. Umsjónarmaður  morgunútvarps ætti að kynna sér  hve stór  hluti þeirra sem hann kallar fjármagnseigendur eru  eldri borgarar sem  lagt hafa  fé til  hliðar og unnið hafa samfélaginu alla ævi.  Umtalsverður  sparnaður fór ekki að myndast í þjóðfélaginu  fyrr en með verðtryggingunni. Því  vilja  ýmsir helst gleyma. Áður var þjóðfélagið eiginlega  þjóffélag  þar sem verðbólgan stal öllum sparnaði heiðarlegs fólks.

Óskar Bjartmarz þakkar Molaskrif og segir: „Datt í hug að leita til þín og spyrja þig um orðið „Uppkosning“ sem að því er mér virðist birtist fyrst í Morgunblaðinu eða Mbl.is. Í mínum huga er þetta eitthvert orðskrípi en allavega þá skil ég ekki hvað er átt við með því nema þá helst að kosningu þurfi að endurtaka. Reyndi að skoða þetta í orðabókum á netinu en komst næst því að þetta væri eitthvert nýyrði.“ Molaskrifari þakkar Óskari og tekur undir með honum. Uppkosning er orðskrípi, sem ekki er til fyrirmyndar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>