«

»

Voru Framsóknarmenn of fljótir á sér ?

Nýr formaður  Framsóknarflokks  var fljótur að  lýsa því yfir  að Framsókn  væri  tilbúin  til að veita  stjórn Samfylkingar og VG  hlutleysi og  verja hana  vantrausti. Því fylgdu engin skilyrði.

Þegar  stjórnarmyndunarviðræður  hófust,  byrjuðu  Framsóknarmenn  svo að  setja fram  skilyrði af  ýmsu tagi. Skilyrðislaus yfirlýsing Framsóknarmanna  um hlutleysi  eða  stuðningi  var hinsvegar  forsenda þess að  Ingibjörgu  Sólrúnu var falið  að reyna  stjórnarmyndun.

Líklega er ég ekki  einn um að þykja þetta svolítið  sérkennileg vinnubrögð. Eða hvað ?

 

5 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Þráinn Bertelsson skrifar:

    Og þér finnst auðvitað verra að fá ekki skilyrðislausa flokkshlýðni við hverju sem er? Mega framararnir ekki vita hvað það er sem þeir lofa að styðja? Skyldu stjórnmálin vera að breytast frá þinni tíð?

  2. Ómar Ragnarsson skrifar:

    Þú ert ekki einn um það og álappaleg atburðarásin í dag hefur neyðarleg. Raunar man ég ekki eftir fordæmi hvað þetta varðar og líklega gætum við lært mikið af Dönum, þar sem stjórnir eru yfirleitt minnihlutastjórnir og menn kunna til verka í ljósi reynslunnar. Bendi að öðru leyti á bloggið mitt í dag.

  3. Svavar Bjarnason skrifar:

    Eitt sinn framsókn – ávallt framsókn. Andlitslifting breytir ekki innræti.

  4. Jón Vilhjálmsson skrifar:

    Það voru strax sett þrjú skilyrði fyrir því að það yrði tekið á fjármálum heimila og fyrirtækja og að kosningar yrðu sem fyrst

  5. Ólafur skrifar:

    Þetta er auðvitað bara bráðsnjallt trix og úthugsað.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>