«

»

Forgangsröðun RÚV – með hreinum ólíkindum !

Það var hreint ótrúlegt að upplifa það, að klippt  var á  Steingrím J.  Sigfússon verðandi  fjármálaráðherra í miðri  setningu í beinni  útsendingu  frá  Hótel Borg. Og hversvegna  var klippt á  Steingrím? Til að  geta  sýnt  handbolta ! Hugsið ykkur. Það  er  verið að mynda  ríkisstjórn og þá hefur handboltinn  forgang!.

Þessi  ákvörðun er   svo  heimskuleg að það tekur  engu tali.

Ég   hélt  að það  væri  talsvert af fólki með  viti,  ágætu  viti,  sem  starfaði hjá  RÚV.  Það var  hinsvegar greinilega  enginn úr þeim hópi við  stjórnvölinn , þegar þessi  arfavitlausa ákvörðun var tekin

11 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Valgeir Guðmundsson skrifar:

    Í fyrsta lagi þá voru ráðamen 20 mínútum of seinir á þennan fund.  Það er að segja hin nýja ríkisstjórn leyfði sér að mæta of seint á boðaðan fund.

    Í annan stað þá var þetta ekki bara einhver handboltaleikur.  Þetta var úrslitaleikur heimsmeistaramótsins á næst vinsælustu íþrótt þessa lands.

     Rúv var búið að greiða miklar fjárhæðir fyrir þennan leik og átti semsagt bara að bíða með útsendinguna á meðan ný ríkisstjórn tók sér sinn tíma.  

     Mér finnst það argasti dónaskapur að mæta of seint á boðaðan blaðamannafund, og það er það sem er fréttnæmt. Ekki að menn skiptu yfir í beina útsendingu á handbolta 30 mínútum eftir að fundurinn átti að hefjast. 

  2. Magnús V. Skúlason skrifar:

    Ég einmitt hjó eftir þessu sama nema ég upplifði svo mikinn létti þegar það var klippt á hann 😉

  3. Matthías Kjartansson skrifar:

    Ég er fylliega sammála Kalla um þetta.  Steingrímur er búinn að þvaðra nóg gegnum árin og það sem hann sagði var ekkert nýtt.  Það var búið að ganga frá nýrri stjórn, það lá fyrir, stjórnarsáttmálinn var klár, það lá fyrir og ekkert nýtt að gerast.  Handboltinn var hin stóra fréttin á þessum tíma og því lá beinast við að skipta beint yfir á hann.  Þetta er það sem er kallað fréttir í beinni, en Eiður ætti, sem gamall fréttahaukur, að muna eftir því hvernig það var að fá fréttir um líðandi heimsatburði um leið og þeir gerðust.  Ég skil, hinsvegar, ekki hversvegna RÚV hefur ekki komið sér upp sérstakri íþróttarás eins og einkastöðin hefur gert.

  4. corvus corax skrifar:

    Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Það hefur ævinlega allt verið látið víkja fyrir helvítis boltanum hjá RÚV enda hafa þeir sem þar ráða sjálfir miklu meiri áhuga á þessu boltasprikli en öðru efni. Það er grundvallarkrafa að þessar boltaleikjasýningar fari fram á sérstakri rás með seldum aðgangi þar sem þetta er rándýrt efni og aðeins fyrir útvalda en ekki allan almenning.

  5. Margrét St Hafsteinsdóttir skrifar:

    Ég er algjörlega sammála þér Eiður. 

  6. Ragnhildur Kolka skrifar:

    Getur ekki verið að þeir hafi bara haldið að þetta væri Steingrímur J. íþróttafréttamaður og því tímiabært að koma handboltanum í loftið?

  7. Flosi Kristjánsson skrifar:

    Það er óneitanlega sérstök ráðstöfun að hætta útsendingu á blaðamannafundi frá þessum atburði. Þetta er klaufaskapur, það er næsta víst. Það er engin ástæða til að ætla að yfirstjórn eða deildarstjórar í RÚV beiti brögðum til að gera hlut vinstri sinnaðra stjórnmálamanna sem minnstan. Er skemmst að minnast beinnar útsendingar tvo laugardaga í röð af mótmælum á Austurvelli sem einkum beindust að eina stjórnmálaflokknum sem kallast hægri flokkur. Ergo: klaufaskapur ekki klíkuskapur!

  8. Eiður skrifar:

    Gagnrýni mín á  RÚV  hefur ekkert með pólitík að gera. Þetta snýst um fréttamat,. —og mannasiði.

  9. Sigurður Sigurðsson skrifar:

    Sammála þér Kalli Sveins,  maðurinn er búinn að kjafta eins og tuska í 18 ár í stjórnarandstöðu og hefur fengið allan sinn tíma.

    Þetta kommabandalag mun sem betur fer vara stutt.

  10. Guðrún Olga Clausen skrifar:

    Ég er algerlega sammála þér um þetta. Ég var algerlega rasandi yfir vinnubrögðum RÚV. Þvílík forgangsröðun og að ég nú tali ekki um dónaskapinn gagnvart Steingrími og reyndar allri þjóðinni.

  11. Kalli Sveinss skrifar:

    Æ góði besti Eiður!

     Það er einmitt “ talsvert af fólki með viti hjá RÚV – þessvegna var klippt á kjaftaskinn Steingrím !

     Allir – eða flestallir – viti bornir menn eru fyrir áralöngu búnir að fá upp í kok – af “ þvaðri“  þessa manns.

     Og svo er verið að leggja þá helfjötra á þjóðina, að kjaftaskurinn verður ráðherra !

     Huggun harmi gegn, að slíkt mun aðeins vara í 82 daga !

     Sem sé, heiður RÚV !

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>