«

»

Molar um málfar og miðla 307

 Málglöggur lesandi sendi Molum eftirfarandi  dæmi úr Fréttablaðinu og Morgunblaðinu:(17.05.2010):….fyrsta mánuðinn voru streymdir 1,5 milljón þátta gegnum iPadinn.  Bls.21 Fréttablað, aftarlega í grein.

 …  en það kallar á sameiningu ráðuneyta og stofnanna. Fréttablað,bls. 15. Báknið burt. Úr skýrslu starfshóps.

   …. er þátt tóku í að féfletta Íslendinga í gegnum illa stjórnaða banka…  Mbl. bls 15 . Fjárhagsöryggismál….. Ja hérna, , segir Molaskrifari. Ljótt er atarna !
  Í Fréttablaðinu (18.05.2010) segir frá þremur Hollendingum er handteknir voru  Seyðisfirði. Segir blaðið, að þeir hafi komið þangað á skútu.  Í fréttum beggja sjónvarpsstöðvanna kvöldið áður  voru myndir af farkosti  Hollendinganna. Þeir komu hingað á gömlum  stálbáti, sem einhvern tíma hefur  verið notaður til fiskveiða.

DV birtir  í sérstökum  dálki, sem kallaður er „Dómstóll götunnar“ spurningar,sem lagðar eru fyrir fólk á förnum vegi. Þar er að finna skelfilega fyrirsögn (17.05.2010) Verslar þú af útrásarvíkingum ?  Það verslar enginn neitt af neinum. Þetta er argasta ambaga. Þarna ætti að standa: Verslar þú við útrásarvíkinga?

 Ýmislegt skrautlegt er  að finna á pressan is. Þar er svohljóðandi fyrirsögn (17.05.2010): Sykursætar súkkulaðimúffur með ekta frosting kremi. Til fróðleiks  skal þess getið að orðið frosting er enska og þýðir krem.  Þetta minnir  á manninn,sem kom á bar og  bað um Scotch on the  rocks. Og bætti við: And put some ice in it, please. Eða: Ég ætla að fá skoskt viský á klaka og settu  svolítinn ís í það !

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>