Category Archive: Skrifað og skrafað

Molar um málfar og miðla 1934

POPPGOÐIÐ H. skrifaði Molum (22.04.2016): ,,Í Mogga dagsins stendur: Poppgoðið Prince látinn.” Þetta stangast á við máltilfinningu mína.” Sammála. Hér hefði átt að standa: ,,Poppgoðið Prince látið” . Goð er hvorugkynsorð. Þakka ábendinguna.   BÍLVELTA VARÐ Áfram er haldið að segja í fréttum: Bílvelta varð. Af fréttavef Ríkisútvarpsins (231.04.2016): Tvær bílveltur urðu í nótt. Í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1933

SKYLDI – SKILDI Molavin skrifaði (20.04.2016): „…(drottningin) var alltaf til staðar og skyldi þess­ar flóknu til­finn­ing­ar…“ segir í netfrétt Morgunblaðsins 20.04.2016 um Vilhjálm prins og hefur ekki verið leiðrétt allan morguninn. Það er með ólíkindum að starfandi blaðamenn á einu virtasta blaði landsins kunni ekki y-regluna en verra er þó að enginn taki eftir og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1932

Gleðilegt sumar, kæru Molalesendur. Þakka  ykkur samskiptin í vetur.   AÐ SPILA LÍKAMLEGA! Molavin skrifaði ((19.04.2016) : „Þeir spila mjög lík­am­lega og fast…“ segir í upphafi íþróttafréttar Morgunblaðsins (19.04.2016). Hér er á ferðinni dæmi um það hve enskt mál er hráþýtt yfir á íslenzku, eða „orðabókarþýtt“ eins og sagt var forðum. Google-þýtt væri það trúlega …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1931

  AÐ KOMA Í KOLL Helgi Haraldsson, prófessor emerítus í Osló, benti Molaskrifara (18.04.2016) á eftirfarandi úr Kjarnanum: ,,Hótanir Sádi-Araba gætu komið í bakið á þeim sjálfum” Helgi segir: ,,Enn verra, ef það kæmi þeim sjálfum í koll!” Satt segirðu, Helgi. Þakka ábendinguna.   HEILU OG HÖLDNU Molavin skrifaði (18.04.2016): “ Þeir hafi allir komist heilir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1930

BRESKA KONUNGSDÆMIÐ! Í Kastljósi gærkvöldsins (18.06.2016) var rætt við forseta mannréttindadómstóls Evrópu. Þar nefndi hann mál, sem hefði verið erfitt úrlausnar, mál Hollendingsins Hirst ,en á ensku sagði hann: ,, the case of the Dutchman Hirst against the United Kingdom. Íneðanmálstexta var okkur sagt frá máli Hollendingsins Hirst gegn breska konungsdæminu!!! Ríkissjónvarpið okkar á að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1929

  SUMARDAGURINN FYRSTI Á FIMMTUDEGI Molalesandi skrifaði (16.04.2016) ,, Heill og sæll, Í kvöldfréttum Sjónvarps í kvöld 16. apríl upplýsti fréttamaður, sennilega Hallgrímur Indriðason, áhorfendur um það, að Sumardagurinn fyrsti yrði næstkomandi miðvikudag. Hann leiðrétti sig síðar, augljóslega eftir athugasemd frá starfsfélaga, en leiðréttingin var aum. Hann sagði, að Sumardagurinn fyrsti yrði ekki á miðvikudag …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1928

TILVÍSUNARFORNÖFN OG FLEIRA Þorvaldur skrifaði (13.04.2016): ,,Sæll Eiður. Enn eiga blaðamenn í erfiðleikum með tilvísunarfornöfn. Í vefmogga segir að óheimilt sé að fella tré á eignarlóðum sem eru eldri en 60 ára eða yfir 8 metrar á hæð. Minnir mann á auglýsinguna í sögunni af Bör Börssyni um rúm fyrir hjón sem eru á hjólum. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1927

AÐ FLOPPA Leikritið floppaði, sagði málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins í Málskoti í morgunútvarpi ( 12.04.2016). Það var og. Þetta á víst að heita gott gilt, en óformlegt, segir orðabókin. Í sama þætti var líka rætt um framburð á orðum, sem enda á –unum og venjulega er borið fram – onum, /stelponum/, /strákonum/. Þá rifjaðist upp fyrir Molaskrifara …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1926

HRÆÐANDI KALLAR OG LOFANDI HEITAVATNSÆÐAR Sigurður Sigurðarson skrifaði Molum (11.04.20016): ,,Sæll, „Niðurstöðurnar benda einnig til að karlmenn þyki vera meira hræðandi en konur þegar fólk gerir sér óviðkunnanlegt fólk í hug.“ Þetta er úr vefritinu pressan.is Frekar kjánaleg málsgrein og margt bendir til að hún sé þýdd af meiri vilja en getu. Furðulegt að höfundurinn, Kristján …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1925

Á STYKKISHÓLMI ,,Bifreið fór í höfnina á Stykkishólmi …” var sagt í fréttum Ríkisútvarps klukkan  15 00 á sunnudag. Þetta var lagfært seinna, en föst málvenja er að segja í Stykkishólmi. Áfram var hinsvegar aftur og aftur sagt,- þegar björgunaraðilar náðu á vettvang. Í frétt mbl.is var hinsvegar talað um björgunarmenn. Betra.   ENSK LEIKRIT? …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts