Category Archive: Skrifað og skrafað

Molar um málfar og miðla 1944

MÁLFARSÓVITAR Molavin skrifaði (07.05.2016): ,,Ríkisútvarpið hefur málfarsráðgjafa á launaskrá og Morgunblaðið birtir daglega þátt um það sem betur má fara í málfari fréttamanna. En það er sem þetta nái ekki til þeirra sem ætlað er að læra. Morgunblaðið birtir í dag, 7. maí, forsíðufrétt með fyrirsögninni: Metfé fyrir lúxusíbúðir. Um það hefur verið ítarlega fjallað …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1943

GÓÐU GESTIRNIR Molavin skrifaði (03.005.2016):,, „Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér,“ segir í ljóði Davíðs Stefánssonar sem oft er sungið sem síðasta lag fyrir fréttir. Þarna lýsir skáldið heitri ást. Og svo hjartkærir virðast allir þeir viðmælendur vera sem koma til viðtals í þætti útvarpsins að aldrei eru …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1942

KJÁLKALÍNAN Molavin skrifaði (04.05.2015): ,,Það er mikið lagt á unga blaðamenn Vísis, að þurfa að þýða slúðurfréttir úr ensku yfir á skiljanlegt íslenskt mannamál. Fyrirsögn í dag (4.5.2016) er svohljóðandi: „Rumer Willis brjáluð yfir því að kjálkalínu sinni var breytt með Photoshop: „Þetta er einelti og ég mun ekki líða það.“ Um er að ræða …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1941

TIGNIR GESTIR Molavin skrifaði (30.04.2016): ,, Var það gráglettni hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins að telja upp forseta Íslands meðal konungborinna í hádegisfrétt um sjötugsafmæli Svíakonungs? „Meðal tiginna gesta voru Margrét Þórhildur, danadrottning, Ólafur Ragnar Grímsson og Viktoría krónprinsessa…“ Hans hátign…!?!” Molaskrifari þakkar bréfið. Kannski voru þetta einhverskonar ósjálfráð viðbrögð hjá fréttamanni !   HRÚGA AF HESTUM …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1940

  TVÖFÖLD NEITUN ER SAMÞYKKI Kolbrún Halldórsdóttir , sendi línu (29.04.2016) og þakkaði fyrir Molana. Hún segir:Mig hefur oft langað að senda þér ábendingar og læt nú verða af því: Frétt á vef Ríkisútvarpsins (29.04.2016) http://www.ruv.is/frett/russell-crowe-greiddi-skatta-a-islandi Fréttastofa fékk aftur á móti ekki endanlegan úrskurð ráðuneytisins fyrr en í gærmorgun þar sem forsvarsmenn Truenorth lögðust gegn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1939

  AÐ BEYGJA BOLTANN T.H. skrifaði (28.04.2016) og benti á þessa frétt á dv.is: http://www.visir.is/fimm-leyndarmal-gylfa-i-aukaspyrnum-laerdu-ad-beygja-boltann-eins-og-gylfi-thor/article/2016160428951 „Fimm leyndarmál Gylfa í aukaspyrnum: Lærðu að beygja boltann eins og Gylfi Þór.“  „Hann gefur upp öll leyndarmálin sem geta kennt fólki að beygja boltann eins og Gylfi Þór Sigurðsson“. Það er nú ákaflega erfitt, svo ekki sé meira sagt, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1938

MARG UMRÆDDUR VIÐTENGINGARHÁTTUR Molavin skrifaði (27.04. 2016): ,, Enn heldur Fréttastofa Ríkisútvarpsins áfram að misþyrma viðtengingarhætti. Þessi þráláta misþyrming móðurmálsins sýnir einbeittan brotavilja. „Ný lög takmarki framkvæmdir sveitarfélaga“ segir í fyrirsögn fréttar Rúnars Reynissonar (27.04.2016) og mætti ætla af henni að hvatt sé til þess að dregið verði úr framkvæmdum. Við lestur kemur í ljós …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1937

    VEÐRUN ALMANNATRAUSTS Lesandi benti Molaskrifara á þessa frétt á mbl.is (27.04.2016) og sagði, –  ,,Hefði ekki verið betra að birta frumtextann. Þetta er óskiljanlegt”. Fréttina er rétt að birta í heild: ,, Lög­reglu­stjór­inn í Suður-Jór­vík­ur­skíri í Bretlandi var leyst­ur frá störf­um í dag „í kjöl­far aðdrag­ana og út­gáfu Hills­borough úr­sk­urðar­ins“ hvers niðurstaða var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1936

RUGLINGUR Í þessari frétt á mbl.is (26.04.2016) kemur fram að blaðamaðurinn, sem skrifar fréttina þekkir ekki, muninn á forsætisráðuneytinu og skrifstofu forseta Íslands. Skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins er tvisvar nefndur í fréttinni og raunar nafngreindur einu sinni, þegar spurningum er beint til forseta Íslands. Til forsetaskrifstofu. Þetta mun hafa verið leiðrétt er leið á daginn. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/04/26/olafur_ragnar_ekki_motad_afstodu/ Þetta …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1935

EKKERT LÁT Á AMBÖGUNUM K.Þ. skrifaði Molum (23.04.2016) og benti á þessa ambögu á vefnum Pressan – eyjan.is „… þar sem skoðanakannanir hafa verið óafgerandi í báðar áttir.“ Ambögurnar í þessari frétt eru reyndar fleiri. http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/04/23/obama-segir-breta-fara-aftast-i-rodina-ef-their-segi-sig-ur-esb-farage-obama-er-ad-rifa-nidur-bretland/ Hann bætir við: ,,Ekki virðast vera nein takmörk fyrir ambögunum!” Molaskrifari þakkar ábendinguna.   UPP ÚR ÖLLU VELDI Miklu …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts