TRAUSTLEYSI ! Nýr forsætisráðherra notaði nýtt orð, sem Molaskrifari hefur ekki heyrt áður í fréttum Ríkissjónvarps á föstudagskvöld (08.04.2016). Hann talaði um traustleysi. Hann veigraði sér ef til vill við að nota orðið, sem rétt hefði verið að nota, – það sem hann kallaði traustleysi kallar fólk vantraust. PEMPÍULEGA ORÐALAGIÐ Molaskrifari er orðinn hundleiður …
Category Archive: Skrifað og skrafað
Molar um málfar og miðla 1923
DAGSKRÁ ÚR SKORÐUM Það var mjög eðlilegt að dagskrá Ríkissjónvarpsins færi nokkuð úr skorðum á miðvikudagskvöld (06.04.2016) og lítið við því að segja. En þetta virtist eiginlega vera stjórnlaust. Dagskrárbreytingar, sem aldrei urðu, voru kynntar á skjáborða: Kiljan hefst klukkan 21 20. Hvað varð annars um Kiljuna? Engar skýringar voru gefnar, – svo ég heyrði …
Molar um málfar og miðla 1922
GÆRKVÖLDIÐ Í PÓLITÍKINNI Molaskrifari hefur áður nefnt frábæra frammistöðu fréttastofu Ríkisútvarpsins í hinni pólitísku ringulreið undanfarna daga. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn, lagst á eitt, og unnið vel, bæði fréttamenn og ekki síður tæknimenn. Þeirra hlut má ekki vanmeta. Gaumgæfinn og yfirvegaður Guðni Th. Jóhannesson prófessor og sagnfræðingur gaf allri þessari umfjöllun líka …
Molar um málfar og miðla 1921
HRINGAVITLEYSA OG AÐ STÍGA TIL HLIÐAR Enn þvældu stjórnmálamálamenn og einstaka fréttamenn um það í fréttum gærdagsins (05.04.2016) að Sigmundur Davíð væri að stíga til hliðar eða stíga niður. Í sjónvarpsfréttum gærkveldsins talaði Bogi réttilega um að hann væri að segja af sér. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði tilkynnt að hann ætlaði að segja af sér. …
Molar um málfar og miðla 1920
BAKKAFULLUR LÆKUR Molaskrifari ætlar ekki að bera í bakkafullan lækinn í dag með umfjöllun um pólitíska atburði gærdagsins. Flest bendir til að dagar Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra séu taldir. Hann virðist hvorki njóta stuðnings sinna manna né þingmanna í samstarfsflokknum. AÐ SETJA OFAN Í VIÐ Að setja ofan í við einhvern ,er að …
Molar um málfar og miðla 1919
ÞRUMU LOSTIN ÞJÓÐ Eftir Kastljós gærkvöldsins er þjóðin þrumu lostin. Forsætisráðherra á engan kost annan en að segja af sér. Forsætisráðherra Íslands og frú voru í gærkvöldi fréttaefni heimsmiðlanna, svona milli Pútíns og forseta Úkraínu . Það var þá líka landkynningin! Morgunblaðið býsnast næstum yfir að Jóhannes Kr. Kristjánsson hafi fengið 1,5 milljónir fyrir sína …
Molar um málfar og miðla 1918
ÚR FRÉTTUM V.H. skrifaði Molum eftirfarandi (29.03.2016): ,, Um páska var haldin tónlistahátíðin ,,Aldrei fór ég suður´´ og alltaf er fréttakona kom á skjáinn þá kom texti að hún talaði frá Vestfjörðum .. þegar hún talaði bara frá Ísafirði .. nóg að vera bara í einum firði í einu. Ekki satt ? Lögreglan handtók …
Molar um málfar og miðla 1917
KAUPMÁTTUR Molavin skrifaði (29.03.2016): ,,Fréttastofa RUV hefur að undanförnu, bæði í útvarpi og sjónvarpi, fjallað um „kaupmátt eldri borgara.“ Ljóst má vera að ekki er hér átt við mansal – eða hvað fáist fyrir eldri borgara í viðskiptum – og því hæpið að tala um kaupmátt fólks; öllu heldur um kaupmátt ráðstöfunartekna umræddra aldurshópa.”. …
Molar um málfar og miðla 1916
FYRIRSAGNIR Hversvegna hafa tölustaf í upphafi fyrirsagnar: 1 árs stúlka hvarf úr rúmi sínu (mbl.is 25.03.2016) ? http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/03/25/1_ars_stulka_hvarf_ur_rumi_sinu/ Hversvegna ekki: Eins árs stúlka hvarf úr rúmi sínu ? Betra. STULDUR Molaskrifari hefur oft velt því fyrir sér hvað íþróttafréttamenn eiga við, þegar þeir tala um að íþróttalið hafi stolið sigrinum, eða næstum stolið …
Molar um málfar og miðla 1915
GÓÐ GÆÐI Úr frétt á mbl.is (23.03.2016) ,, Neytendastofa hvetur innflytjendur og dreifingaraðila endurskinsmerkja að vera vissir um að merkin séu af góðum gæðum. “ Af góðum gæðum! Með öðrum orðum að merkin séu vönduð að allri gerð. http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/03/23/endurskinsmerki_innkollud/ VIÐTENGINGARHÁTTUR Í fyrirsögn á fréttavef Ríkisútvarpsins (24.03.2016) segir: ,, Icelandair fljúgi til Brussel á sunnudag”. Þessi …