ERFITT Það reyndist enn einu sinni erfitt þetta með kjörstaðina núna um og fyrir helgina.. Ýmist voru kjörstaðir að opna eða loka. Í sjónvarpsfréttum (28.10.2016) sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins … þar til kjörstaðir opna. Sigríður Ingibjörg Samfylkingarþingmaður lét ekki sitt eftir liggja og sagði þegar kjörstaðir loka. Hjá fréttamönnum virtist stundum svolítið tilviljanakennt …
Category Archive: Skrifað og skrafað
Molar um málfar og miðla 2043
BJÓRAUGLÝSING Á MBL.IS Sveinn sendi Molum línu. Hann þakkar Molaskrifin og segir (28.10.2016): ,,Sæll Eiður, Nú álpaðist ég inn á Netmogga (28.10) og sá ofarlega á forsíðunni frétt undir fyrirsögninni Stór jólabjór á 750 krónur. Greip fyrirsögnin athygli mína enda langaði mig að vita hvað væri fréttnæmt við það að stór jólabjór kostaði 750 krónur. …
Molar um málfar og miðla 2042
ÁDREPA Ragga Eiríks sendi Molum eftirfarandi (27.10.2016): ,,Eins og þorri þjóðarinnar eyði ég löngum stundum nánast daglega á facebook (og nei, mér finnst óþolandi þegar fólk talar um fésbók, snjáldurskruddu, skvaldurskjóða eða feisbúkk. Eina íslenskunin sem ég sætti mig við er andlitsbók (no kvk), og sögnin að andlitsbóka (so), enda mun það hugarsmíði kollega míns …
Molar um málfar og miðla 2041
MÁLIÐ – AÐ KAUPA OG AÐ VERSLA Með reglulegu millibili er hér vikið að fréttum þar sem fram kemur að sá sem fréttina skrifar, eða sá sem talar, skilur ekki muninn á sögnunum að kaupa og versla. Í Morgunblaðinu er daglega, aftarlega í blaðinu, á miðri vinstri síðu örstuttur pistill; Málið. Vonandi lesa fréttaskrifarar …
Molar um málfar og miðla 2040
TAKA ÓSTINNT UPP Úr frétt á mbl.is (22.10.2016), – hundur hafði gelt að börnum að leik: Faðir eins barnanna ræddi við parið um hegðun hundsins, sem tók athugasemdunum óstinnt upp. Molaskrifari á því að venjast að talað sé um að taka eitthvað óstinnt upp, taka einhverju illa, reiðast einhverju. Ekki taka einhverju óstinnt upp. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/10/22/hotudu_barsmidum_fyrir_gagnryni_a_hundinn/ …
Molar um málfar og miðla 2039
SLÆM FYRIRSÖGN Sigurjón Skúlason skrifaði 24.10.2016: ,, Heill og sæll Eiður Hér er enn eitt dæmið um slæma fyrirsögn á Vísi: „10 mánaða stjórnarkreppu afstýrt á Spáni“ http://www.visir.is/10-manada-stjornarkreppu-afstyrt-a-spani/article/2016161029537 Vanalega þegar maður talar um að afstýra einhverju þá merkir það að koma í veg fyrir eitthvað. Ekki þegar ástandi sem staðið hefur yfir í 10 …
Molar um málfar og miðla 2038
THE VOICE ÍSLAND Notkun ensku í auglýsingum í íslenskum miðlum fer hraðvaxandi. Þetta er hættuleg þróun. Morgunblaðinu sl. föstudag (21.10.2016) fylgdi auglýsingablað um Sjónvarp Símans. Þar er auðvitað ekki nóg að tala um Sjónvarp Símans heldur heitir það Sjónvarp Símans Premium. Orðið Premium er ekki íslenska. Það er enska. Verið er að auglýsa sjónvarpsþætti, sem …
Molar um málfar og miðla 2037
HROÐVIRKNI EÐA FÁFRÆÐI? Er það hroðvirkni eða fáfræði, vankunnátta í íslensku, sem veldur því að fréttasskrifarar láta frá sér svona texta: ,, Rúmlega fimmtíu lík hafa fundist eftir að farþegaferja hvolfdi á ánni Chindwin í Búrma á laugardaginn.” ? Þetta er úr frétt á mbl.is (19.10.2016). http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/10/19/tugir_letust_thegar_yfirfull_ferja_sokk/ Ferjan hvolfdi ekki. Ferjunni hvolfdi. Hvar er máltilfinningin? …
Molar um málfar og miðla 2036
ÓVANDVIRKNI Sigurður Sigurðarson skrifaði (18.10.2016): ,Sæll, Á visir.is er þessi frétt: Við það steyptist hann fram fyrir sig og féll niður í steypta gryfju fyrir neðan stúkuna með þeim afleiðingum að hann hlaut líkamstjón. Fallið var rúmir þrír metrar og varð þeim mikið niðri fyrir sem vitni urðu að slysinu. Gera má ráð fyrir að maðurinn hafi slasast við …
Molar um málfar og miðla 2035
LEIRAN OG LANDAFRÆÐIN Í bítinu, morgunþætti Bylgjunnar, sagði fréttamaður á mánudagsmorgni (17.10.2016) að hann hefði um helgina farið í golf í Leirunni í Keflavík. Leiran er ekki í Keflavík. Leiran, þar sem Hólmsvöllur er, golfvöllurinn, , er milli Keflavíkur og Garðs, á leiðinni út í Garð frá Keflavík. Leiran var lengi mikil verstöð. Um aldamótin …