Umfjöllun í fréttum Ríkissjónvarps (30.11.2013) um glærusýningu ríkisstjórnarinnar í Hörpu um heimsmetið í skuldaniðurfellingu var mun betri en umfjöllun fréttastofu Stöðvar tvö. Það var eins og Stöð tvö gleypti hrátt og fyrirvaralaust næstum allt sem sagt var af hálfu ríkisstjórnarinnar í Hörpu en í Ríkissjónvarpinu voru yfirleitt settir eðlilegir fyrirvarar og minna um skilyrðislausar fullyrðingar,enda …