Monthly Archive: janúar 2014

Molar um málfar og miðla 1401

Úr frétt á mbl.is (30.01.2014) um að mæðgin sitji bæjarstjórnarfund í Þórshöfn í Færeyjum. Í fréttinni segir … : Halla Samuelsen, bæjarfulltrúi, mun forfallast á fundinn í kvöld, … Þetta er klúðurslegt orðalag að ekki sé nú meira sagt. Gott hefði verið að segja til dæmis: Halla Samuelsen getur ekki sótt fundinn í kvöld. http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/01/30/maedgin_i_baejarstjorn_thorshafnar/   …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1400

  Í fréttum Stöðvar tvö (28.01.2014) var talað um þrjú gatnamót við Miklubraut. Fleiri tóku eftir þessu. Gunnar skrifaði (28.01.2014): ,,Í fréttum Stöðvar 2, 28. janúar sl. talaði Þorbjörn Þórðarson um „þrjú gatnamót“, en það er ambaga. Gatnamótin eru „þrenn“. Orðið „gatnamót“ er ekki til í eintölu, aðeins í fleirtölu. Í sama fréttatíma talaði fréttamaðurinn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1399

  Viðtal Egils Helgasonar við Guðrúnu Johnsen, lektor í Ríkissjónvarpinu á mánudagskvöld (27.01.2014) er að líkindum áhugaverðasta og fróðlegasta viðtalið sem birst hefur um eðli og orsakir hrunsins. Af því sem Molaskrifari hefur og séð að minnsta kosti. Þar var fjallað um bók hennar: „Bringing down the banking system – lessons from Iceland,“ . Þessi bók …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1398

Skúli sendi  úrklippu úr Monitor, fylgiriti Morgunblaðsins (24.01.2014): ,,Sæll Eiður. Ég sendi þér hér úrklippu af mbl.is í dag. ,,Samt sem áður langar honum til þess…….“  Ég get skilið að það læðist inn villur í texta á netmiðlana, en mér finnst ótrúlegt að þágufallsveikin geti ekki a.m.k. verið undanskilin.” Molaskrifari þakkar Skúla bréfið. Skrifin má …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1397

  Molavin skrifaði: ,,Einn af hátt settustu…(valdamönnum í Kína)“ sagði fréttamaður Stöðvar 2 í kvöld 24.01. Ef til vill er þetta hugsunarleysi, ef til vill þekkingarleysi. Lýsingarorðið ,,hár“ stigbeygist og gæti því orðið ,,hátt settur“ – ,hærra settur“ eða ,,hæst settur.“ En ekki , ,settastur.“ En eftir situr að enginn ritstýrir, leiðréttir eða gerir athugasemd. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1396

Í sjónvarpinu auglýsir Ríkisútvarpið ( t.d. 22.01.2014) frumflutning þriggja nýrra íslenskra útvarpsleikrita. Heiti leikritanna eru öll höfð í nefnifalli enda þótt þau ættu að fallbeygjast samkvæmt reglum og eðli máls. Hvað yrði sagt ef Þjóðleikhúsið auglýsti: Frumsýnum Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness á þriðjudagskvöld. Þetta er alveg hliðstætt. Hvað er málfarsráðunauturinn að sýsla? Kannski var hann …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1395

Gunnar skrifaði (22.01.2014): ,,Á visir.is skrifar Ellý Ármanns frétt um pilt sem slasaðist í Bláfjöllum. Hann er í tvígang kallaður „Máni Örn Arnarson“ en í sömu frétt er viðtal við föður hans, sem sagt er að heiti „Arnar Már Þórisson“. Sé það rétt er drengurinn Arnarsson. Annars héti faðir hans Örn. Lágmark að fara rétt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1394

Úr frétt um flugvélakaup á mbl.is (21.01.2014): … til að mæta aukinni eftirspurn eftir sparsömum flugvélum, … Hér hefur eitthvað skolast til. Flugvélar eru ekki sparsamar. Átt er við sparneytnar flugvélar, vélar sem nota lítið eldsneyti.   Þorvaldur G. skrifaði eftirfarandi við Molana á blog.is (21.04.2014): ,,Sæll Eiður og þakkir fyrir gullmolana Í gær var minnst …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1393

Gunnar skrifaði (20.01.2014): ,,Á vefsíðunni visir.is stendur nú: „Þorteinn Hjaltested krafðist þess að Kópavogsbær greiddi honum tæpa 7 króna milljarða króna fyrir vanefndir í Vatnsendamálinu.“ Þarna hefur einhver flýtt sér of mikið.” Molaskrifari þakkar Gunnari bréfið.   Úr frétt Ríkisútvarpsins (20.01.2014) um nasistamálið: ,,Einar segir að þeir hjá HSÍ vilji heyra hvernig Austurríkismönnum líði með …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1392

  Molalesandi skrifaði (20.01.2014): ,,Þú skrifar um málfar fjölmiðla – hvað teljist vera góð íslenska og hvað miður góð. Þar hefur þú m.a. barist við að reyna að leiðrétta það orðalag íþróttafréttamanna að segja ,,að sigra keppni“ í stað þess að segja „að sigra í keppni“. Hingað til hefur þú ekki þurft að berjast við …

Lesa meira »

Older posts «