Monthly Archive: desember 2013

Molar um málfar og miðla 1375

    Gleðilegt ár!   GóðuMolavinir, nær og fjær,  þakka ykkur ánægjuleg samskipti á árinu sem nú kveður. Vona að þau megi áfram  dafna og  eflast þótt Molum  kunni að   fækka nokkuð  á árinu sem nú fer í hönd. –   Kærar þakkir til ykkar allra, Eiður Svanberg Guðnason  

Molar um málfar og miðla 1374

  Í hádegisfréttum Ríkisútvarps (29.12.2013) var sagt að íþróttamaður ársins hefði verið valinn á hófi íþróttafréttamanna  (endurtekið í kvöldfréttum).  Þarna hefði Molaskrifari notað aðra forsetningu og sagt að íþróttamaður ársins hefði verið kjörinn í hófi íþróttafréttamanna.   Molavin skrifaði (30.12.2013): ,,Við hlið hvers fréttabarns situr að jafnaði fyrirtaks blaðamannsefni, sem kann vel með málið að fara. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1373

Áhafnarmeðlimir koma mjög við sögu í þessari frétt af mbl.is (27.12.2013). http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/12/27/bjorgunarskipid_situr_sjalft_fast/ Hið ágæta orð skipverji virðist gleymt og grafið. Á mbl.is þennan sama dag var fyrirsögn: Vegirnir opna hugsanlega á morgun. Ekki kom fram hvað vegirnir mundu opna. Undarleg meinloka sem erfitt virðist að uppræta. Vegirnir verða hugsanlega opnaðir á morgun, hefði til dæmis …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1372

Molavin skrifaði (26.12.2013):,, Það hefur verið sagt frá því í fréttum, meðal annars hjá Ríkisútvarpi og sjónvarpi, að æðsti ráðamaður Norður-Kóreu hafi látið taka Jang Sung-taek, frænda sinn af lífi. Sá var kvæntur Kim Kyong-hui, en hún var systir Kim Jong-Il, fyrrum leiðtoga Norður-Kóreu, og því mágur hans. Það tíðkast í ensku að nota orðið uncle, um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1371

Enn skal hrósað hinum ágæta þætti Ríkissjónvarpsins Orðbragði. Svona er hægt að gera vel, ef gott fólk og góður vilji er til staðar. Okkur var sagt í upphafi síðasta þáttar (22.12.2013) að þátturinn væri sýndur í samstarfi við Bestu molarnir frá Freyju. Það hefði átt að vera: …í samstarfi við Bestu molana frá Freyju.   …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1370

Jón Gnarr vígir listaverk, stóð í Morgunblaðinu (20.12.2013) Jón Gnarr borgarstjóri er ekki vígður maður. Hann vígir því hvorki eitt né neitt. Það hefur hinsvegar færst í vöxt seinni árin að tala um að vígja mannvirki þegar þau eru tekin í notkun. Varla er hægt að segja að listaverk sé tekið í notkun. Þetta er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1369

Molavin skrifaði ( 21.12.2013): ,,88 slasaðir eftir að leikhúsþak hrundi“ sagði í fyrirsögn Morgunblaðsins 20.12.2013. Í sjálfu sér ekki alrangt, en það er orðið hvimleiður og ríkjandi ósiður í fréttaskrifum að segja að fólk slasist EFTIR slys. Það er slys þegar fólk slasast. Málvenja hefði verið að segja að 88 hafi slasast ÞEGAR þak hrundi. “  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1368

  Fyrrum starfsbróðir úr fréttamennskunni skrifaði ( (18.12.2013): ,,Á heimleið í gær var ég – eins og gjarnan – með útvarpið í gangi og hlustaði með öðru eyra. Verið var að lesa auglýsingar. Ein hljómaði svona: „Flott föt fyrir flotta krakka frá Spáni og Ítalíu“. Því miður missti ég af hvaða verslun það var, sem …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1367

Þórður Guðmundsson skrifaði fyrir nokkru í athugasemdadálk Molanna. ; ,,Sæll Eiður, skoðaðu þetta: Þeir sem semja prófverkefni fyrir unglingana okkar verða að vanda sig sérstaklega vel, það er ekki gott að tala eingöngu um að krökkunum mistakist það þarf að skoða málfarið á prófverkefnunum líka. Hér er fyrsta spurningin á stærðfræðihluta PISA sem talsvert hefur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1366

    Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins (15.12.2013) stendur: ,,Ósennilegt er að Stalín gamli hefði hrotið um slíkt og því líkt í sínum villtustu draumum um eftirlit með almenningi.” Sennilega hefur Stalín hrotið og kannski hátt. En hér hefur sennilega átt að standa:…. hnotið um, ekki hrotið um. Að hnjóta um eitthvað er að hrasa um eitthvað …

Lesa meira »

Older posts «