Það er búið að segja svo margt um einstaklega ósmekkleg og óviðeigandi ummæli þáttastjórnanda í svokallaðri EM-stofu Ríkissjónvarpsins um frammistöðu íslenska handboltaliðsins gegn Austurríki að litlu er þar við að bæta. Ummæli af þessu tagi eru sem betur fer einsdæmi. Það eina sem Molaskrifari furðar sig á er að íþróttafréttamaðurinn skuli enn starfa fyrir …
Monthly Archive: janúar 2014
Molar um málfar og miðla 1390
Í fréttum Ríkisútvarps um eiturlyfjamál í Mexíkó (16.01.2014) var talað um að gera eiturlyfjahring upptækan! Þetta var seinna leiðrétt og talað um að uppræta eiturlyfjahring. Ólafur Þórir skrifar (16.0001.2014): http://www.visir.is/telur-ad-fleiri-hafi-misnotad-modur-sina/article/2014140119069 Mér finnst þetta frekar fáránlegt. „Telur að móðir sín hafi verið misnotuð af fleiri mönnum“ held ég að sé betra. Hvað finnst þér? – …
Molar um málfar og miðla 1389
Mikill fjöldi pappírs , sagði Jóhann Hlíðar Harðarson í kvöldfréttum Ríkissjónvarps (15.01.2014): ,, Það gefur því auga leið að mikill fjöldi pappírs fer til spillis í þessu ferli.” Mikið magn pappírs, hefði hann fremur átt að segja. http://www.ruv.is/frett/pappirssoun-i-haestaretti Til hvers starfar málfarsráðunautur við Ríkisútvarpið? Er ekki hægt að takmarka endalaust og innihaldslaust fjas um …
Molar um málfar og miðla 1388
Ríkisútvarpið fær hrós fyrir stundvísi í dagskrá. Stundum hlustar Molaskrifari á útvarpsfréttir og horfir samtímis á BBC World Service fréttarásina. Það bregst ekki að fréttir beggja stöðva hefjast á sömu sekúndunni. Stundvísi Ríkissjónvarpsins er oft ábótavant. Ekki tókst til dæmis að láta seinni fréttir byrja á slaginu tíu á þriðjudagskvöld (14.10.2014) og í gærkveldi (15.01.2014) …
Molar um málfar og miðla 1387
Gunnar skrifaði (13.01.2014): ,,Á dv.is stendur: Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3-4 sæti í flokksvali Samfylkingarinnar vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Það er allt gott og blessað, en er ekki nóg að konan fái eitt sæti á listanum? Er nokkur þörf á að sama manneskjan fái þrjú …
Molar um málfar og miðla 1386
Enn reka dauðar kýr á land í Danmörku og Svíþjóð, sagði í fyrirsögn á pressan.is (11.01.2014): http://www.pressan.is/Frettir/Lesa_Erlent/enn-reka-daudar-kyr-a-land-i-danmorku-og-svithjod Ekki fylgdi það sögunni hvað kýrnar ráku á landi. Fyrirsögnin hefði átt að vera: Enn rekur dauðar kýr á land í Danmörku og Svíþjóð. Úr frétt á mbl.is (11.01.2014) um öryggismál á Litla Hrauni: Þá …
Molar um málfar og miðla 1385
Í fylgiblaði Morgunblaðsins um Hafnarfjörð og Garðabæ (10.01.2014) er greint frá því að Garðabær hafi endurnýjað vátryggingasamning við VÍS. Þar segir: Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að VÍS hafi boðið best og ,,engar vöfflur á okkur að ganga til áframhaldandi samninga”.Engar vöfflur! Hvorki með sultu eða rjóma! Sá sem hér hefur haldið á penna þekkir …
Molar um málfar og miðla 1384
Það er fokið í flest skjól þegar þeir sem skrifa fréttir á mbl.is tala um ,,að versla sér”, – ,,Aðspurður segir hann fólk á öllum aldri versla sér mannbrodda. „Það var t.a.m. einn hér um daginn sem var að fara að spila fótbolta og vildi standa í lappirnar í leiknum.“ http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/01/09/halkuslys_tepptu_rontgendeild/ Gunnar skrifaði …
Molar um málfar og miðla 1383
Skúli skrifaði (08.01.2014): ,,Mikið fer skammstöfunin BNA í taugarnar á mér og af tveim ólíkum ástæðum. Í fyrsta lagi er þetta skammstöfun á rangnefni Bandaríkja Ameríku. Það er ekkert Norður í USA. Einhver Íslendingur hefur tekið að sér að leiðrétta heimamenn þarna og ekki auðvelt að koma auga á ástæðu þess. Í öðru lagi eru …
Molar um málfar og miðla 1382
Orðavinur skrifaði (07.01.2014): ,,Það má næstum því hlæja að þessari frétt á DV: http://www.dv.is/frettir/2014/1/6/handsomudu-unga-stulku-sem-var-klaedd-i-sprengjuvesti/. Ætli að Google hafi þýtt?” Ekki ósennilegt að þetta sé rétt tilgáta. Google hafi að minnsta kosti komið að þýðingunni, – enda ódýrt vinnuafl. Orðið sérfræðingur er nú orðið nær eingöngu notað í fréttum Ríkissjónvarps um þá sem eru taldir …