Monthly Archive: janúar 2014

Molar um málfar og miðla 1381

  Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga í Norðurfirði skrifaði Molum (06.01.2014): ,,Mig langar að koma á framfæri athugasemd við málfar; Veðurfræðingar sumir og kannske allir, sem flytja okkur veðurfréttir tala eðlilega um veður og veðurfar. Sá sem sagði okkur fréttirnar í kvöld sagði: ,,Þetta er búið að vera langt, eða langvinnt áhlaup“ Ég ólst upp við …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1380

Frá Molavin: ,,Á vef ruv.is 6.1.14 segir í fréttafyrirsögn: Segja Mugabe ekki á banlegunni. Einkennilega til orða tekið. Hann gæti verið á banabeði eða legið banaleguna.” Rétt ábending. Sjá: http://www.ruv.is/frett/segja-mugabe-ekki-a-banalegunni. Þetta var enn óleiðrétt á vef Ríkisútvarpsins undir kvöld í gær.   Mikil velta með hlutabréf Reginn í dag, segir í fyrirsögn á visir.is (06.01.2014): http://www.visir.is/mikil-velta-med-hlutabref-reginn-i-dag/article/2014140109420 Hér …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1379

Í átta fréttum Ríkisútvarps (03.01.2014) var sagt frá óveðri, stórhríð og mikilli ofankomu á austurströnd Bandaríkjanna. Sagði fréttamaður að búist væri við að hiti færi niður í 13 gráður á Celsius í New York. Það þætti nú bærilegur janúarhiti í þeirri borg! Hér hefur eitthvað skolast til. Bandaríkjamenn nota ekki Celsius kvarðann eins og við …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1378

Molavin skrifaði (02.01.2014): ,,Svo segir í fyrirsögn á dv.is (2.1.14): ,,Vann 90 milljónir í Víkingalottói. Vinningshafinn kemur frá Finnlandi“ Samkvæmt orðanna hljóðan mætti ætla að hinn heppni væri væntanlegur hingað til lands frá Finnlandi. Af öðrum netmiðlum má skilja að hann sé finnskur. Það er engu líkara en að það sé að verða venja að tala um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1377

Kunnur stjórnmálamaður skrifaði á fésbókarsíðu sína (31.12.2013): … ef okkur ber gæfa til að skipta gæðum okkar ágæta lands sem jafnast. Hann hefði betur sagt: … ef við berum gæfu til að skipta gæðum okkar ágæta lands sem jafnast. Ótrúlega algengt er að sjá rangt farið með þetta orðtak  að bera gæfu til ….   …

Lesa meira »

Forkostulegt viðtal við Jón Gnarr

  Stöð tvö birti forkostulegt viðtal við Jón Gnarr borgarstjóra á fimmtudagskvöld. Sjá http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVA343262A-1E0A-42CF-81E7-09EEE7B826DD. Þetta var eiginlega mesta delluviðtal sem ég hef lengi séð og heyrt. Jón Gnarr segist ætla að gera Reykjavík að herlausri borg! Til þess að hann geti gert það verður hann fyrst að setja niður her í Reykjavík. Hér er engin …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1376

Gleðilegt nýtt ár og þakka samstarf á liðnu ári, ágætu Molalesendur.   Molaskrifari er varla dómbær á Áramótaskaupið á Gamlárskvöld vegna þess að hann sá það ekki í heild. Gaman var hinsvegar að sjá hvernig skoðanir fólks í netmiðlum skiptust mjög í tvö horn. Annars vegar var Skaupinu hrósað í hástert en aðrir fundu því …

Lesa meira »

» Newer posts