Monthly Archive: febrúar 2015

Molar um málfar og miðla 1674

  Það þvælist fyrir sumum að skrifa fréttir um jarðgöng. Í átta fréttum Ríkisútvarpsins á fimmtudagsmorgni  (12.02.2015) var fjallað um vandræðin við gerð Vaðlaheiðarganga, þar sem virðist hafa verið gengið fram af meira kappi en forsjá. Í fréttinni var talað um gangnagröft. Þessi villa heyrist aftur og aftur. Gangagröft, hefði þetta átt að vera. Eignarfallið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1673

Molavin skrifaði: „Tók þrjú ungmenni af lífi“ segir í fyrirsögn Morgunblaðsfréttar (11.01.2015) af Bandaríkjamanni, sem myrti þrjú múslímsk ungmenni. Af fyrirsögninni mátti skilja að um aftöku dæmdra hefði verið að ræða en ekki fólskuleg morð. – Rétt athugað, Molavin. Molaskrifari þakkar ábendinguna.   Í Bylgjufréttum klukkan níu (10.02.2015) var sagt: Hálka og hvassviðri eru víða …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1672

Þórarinn skrifaði (09.02.2015) : ,Sæll, mig langar að nefna eftirfarandi orðalag sem fréttakona Ríkssjónvarpsins viðhafði í kvöldfréttum í kvöld 9/2, í frétt um Merkel og Obama. Þar sagði hún m.a.: ,,….takist friðarumleitanir ekki í þetta skiptið, VÍLI sambandið þó ekki FRÁ því að beita harðari refsiaðgerðum”. Ég hef heyrt að menn: víli eitthvað ekki fyrir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1671

Sigurður Hreiðar skrifaði (07.02.2015): ,,Eiður — gaman væri ef þú vildir mola þessa ambögu, — sem dynur nú á okkur frá Forlaginu í öllum miðlum , – um eitthvað sem sé ávanabindandi. Vanabindandi hefur dugað hingað til.” Molaskrifari þakkar ábendinguna. Vonandi lesa Forlagsmenn þetta.   Vandvirknin var ekki allsráðandi í morgunfréttatímum Ríkisútvarpsins klukkan sjö og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1670

Í Fréttablaðinu (05.02.2015) segir: ,, Félagarnir eru væntanlegir heim á föstudaginn og hafa þá farið umhverfis heiminn á fimm dögum”. Málvenja er á íslensku að tala um að fara umhverfis jörðina, ekki umhverfis heiminn.   K.Þ. benti á eftirfarandi (07.02.2105):,, „Ég held að við höfum sofið fljótandi að feigðarósi í þessum málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1669

  Molavin skrifaði: ,, Í sjónvarpsgagnrýni Morgunblaðsins í dag, 5.2.2015, er sagt að sjónvarpsleikkonan Sofie Gråbøl leiki lögregluforingja í nýrri sjónvarpsþáttaseríu, Fortitude, sem tekin er að mestu á Íslandi, en á að gerast á Svalbarða. Hér er hins vegar um að ræða embætti sýslumanns á Svalbarða, en það heitir á ensku „governor“. Einföld leit með …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1668

Molaskrifara gengur illa að fella sig við orðalagið, að eitthvað hafi gerst eða verið svona og svona síðasta sumar. Þetta orðalag var notað í fréttum Ríkisútvarps (04.02.2015) klukkan sjö að morgni. Og í fleiri fréttatímum, reyndar. Olíuverð hefur fallið mikið frá því síðasta sumar. Hvað er að því að segja í fyrra sumar? Hefur verið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1667

  Hildur skrifaði (02.02.2015): ,,Sæll Eiður, Takk fyrir að vera sífellt á vaktinni! Oft les ég það sem þú ert að skrifa en ekki alltaf, man ég t.d. ekki hvort þú hefur fjallað um atriði sem fara mjög fyrir brjóstið á mér. Þ.e. þegar talað er um að eitt og annað gangi vel eða illa …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1666

Þetta er í fyrsta skipti í vetur sem mögulegt er að opna Skálafell, var sagt í kvöldfréttum frettum útvarps (31.01.2015). Átt var við opnun skíðasvæðisins í hlíðum Skálafells. Það er galin dagskrárgerð að vera með hálftíma handboltafjas á besta tíma á laugardagskvöldi í Ríkisjónvarpinu. Jaðrar við ósvífni gagnvart þeim tugum þúsunda, sem hafa engan áhuga …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1665

  Í frétt um þorrablót Stjörnunnar í Garðabæ á forsíðu Garðapóstsins (29.01.2015) segir: ,, … enda gekk það snuðrulaust fyrir sig …” . Þarna ætti að standa , enda gekk það snurðulaust fyrir sig. Orðbókin segir að snurða sé ,,lítill harður samsnúningur á snúnum þræði, hnökri”. Í afleiddri merkingu er sagt til dæmis að snurða …

Lesa meira »

» Newer posts